Heimsmynd - 01.09.1989, Qupperneq 10

Heimsmynd - 01.09.1989, Qupperneq 10
Grátur og gnístran Grátkór Suðurnesja hefur áunnið sér verðskuldaða frægð á síðustu árum og hreinlega grátið sig inn í hjörtu þjóðarinn- ar í hvert skipti sem fiskvinnsluskúr þar syðra hefur farið á hausinn eða selja hef- ur átt bát burt úr kjördæminu. Hann kemst þó varla í hálfkvisti við Grátkór Patreksfjarðar, sem hefur látið að sér kveða undanfarið í fjölmiðlum með tára- flóði sem jafnast á við flóðbylgju. Auðvit- að kemur það við kviku réttlætiskenndar fólks almennt þegar heilu byggðarlagi eru allar bjargir bannaðar með því að svipta það réttinum til fiskveiða. Það óréttlæti má skrifa á reikning kvóta- löggjafarinnar. En það réttlætir ekki að forsætisráðherrann skuli veitast að harð- duglegu fólki, sem með atorku, útsjónar- semi og harðfylgi hefur byggt upp út- gerðarfyrirtæki án hjálpar opinbera fyrir- greiðslukerfisins og úthrópa það sem leppa fyrir erlent fjármagn. Það hafði ekki unnið sér annað til óhelgis en að póli- tíska fyrirgreiðslu- og sjóðakerfið hafði engin þvingunartök á því til að hindra það í að kaupa Sigureyna á uppboði. Sjóða- kerfið taldi sig hafa útilokað alla væntan- lega kaupendur með því að Byggða- stofnun samþykkti að gjaldfella áhvílandi lán á Sigurey, ef einhver dirfðist að bjóða í það, og mun sú ákvörðun einsdæmi í viðskiptum hér á landi og lyktar af póli- tískum viðskiptaþvingunum. Og þvi er heldur ekki rétt að gleyma, að sömu mennirnir og settu hraðfrystihúsið á Pat- reksfirði á hausinn stjórnuðu fleiri fyrir- tækjum þar. Kaupfélagið fór á hausinn í fyrra. Ekki var það kvótanum að kenna. Áður hafði sláturhús, byggt upp úr gamla frystihúsi HP, farið á hausinn. Nú ætluð- ust sömu menn til þess að stjórnvöld færðu þeim skipin aftur undir nýju fyrir- tækisnafni, sem stofnað er með 1,2 millj- ónir í hlutafé, eða sem svarar þokkalegu bílverði. Patreksfirðingar eiga vissulega um sárt að binda vegna óráðsíu þeirrar klíku, sem öllu hefur ráðið í plássinu. En eiga þá stjórnendurnir að losna undan allri ábyrgð og þorpið allt að vera samábyrgt fyrir þeirra gerðirý Brottfluttur Patreksfirðingur hafði sam- band við Heimsmynd og sagði að Pat- reksfjörður væri glöggt dæmi um það sem í síðasta blaði var nefnt „samvirkt ábyrgðarleysi". Ráðandi fyrirtæki á staðnum hefðu alltaf verið stofnuð með lágmarks eigið fé og treyst á pólitíska fyr- irgreiðslu Kerfisins og SÍS. Stjórnenda- skipti hefðu verið tíð, festu og ábyrgð vantað í rekstri fyrirtækjanna. Smám saman eignaðist SÍS nær öll hlutabréf í HP og átti stjórnarformanninn. Heima- menn hafi þá treyst á að SÍS hlyti að bjarga öllu, en SÍS treyst á heimamenn án þess að veita þeim aðhald og eftirlit. Ef stjórnvöld og sjóðakerfiskallar hefðu borið hag staðar og fyrirtækja fyrir brjósti, hefðu þau, í stað þess að reyna að gera hjónin Guðrúnu Lárusdóttur og Ágúst Sigurðsson tortryggileg, átt að reyna að semja við þau um að taka skip og fisk- vinnslu á Patreksfirði til reksturs og freista þess að gera þar sams konar kraftaverk og þau hafa unnið í Hafnarfirði á tæpum tveimur áratugum - reyndar í óþökk kerfisins. Staðreyndin væri bara sú, að enginn kærði sig hætishót um hæfni, ef henni fylgdi ekki að makkað væri rétt í pólitíkinni og helmingaskiptun- um. Suiur og niður Síðasti framkvæmdastjóri hraðfrysti- hússins á Patreksfirði, Jens Valdimars- son, hélt utan með togaranum Karlsefni fyrir skömmu. Fyrirtækið ICECON, sem verið hefur með þróunarverkefni í ýms- um löndum er með samning við útgerð- arfyrirtæki syðst í CHILE, svo sunnarlega á hnettinum, að þar er orðið mun kaldara loftslag en hér vestur á fjörðum. Liður í þessu verkefni var sala á Karlsefninu og fylgdi Jens því sem tæknilegur fram- kvæmdastjóri, ráðinn til eins árs. Inn- fæddur maður mun fara með fjármál fyr- irtækisins. Hvað er hinum megin? Tálknafjörður er næsta byggðarlag við Patreksfjörð. Aðalfundur hraðfrystihúss- ins þar var haldinn í byrjun september. HEIMSMYND innti Pétur Þorsteinsson framkvæmdastjóra eftir afkomu fyrirtæk- isins. Hann sagði bókfærttap síðastliðins árs nema 15.9 milljónum króna. Þess bæri hinsvegar að gæta að gengistapið eftir að horfið var frá fastgengisstefnunni kæmi allt fram á árinu 1988. Endurskoð- endur teldu því yfirleitt sanngjarnara að slá árunum 1987 og 88 saman og líta á þau í samhengi. Með því móti fengist sex milljóna tekjuafgangur hvort ár. Fjár- magnskostnaður milli ára hefði hækkað úr 32 milljónum króna í 70 milljónir. Af- skriftir hefðu numið 30 milljónum. Pétur sagði fyrirtækið hafa sett upp fjögurra ára framkvæmdaáætlun 1984, sem væri raunar enn í gangi því að hægt hefði ver- ið á henni með vaxandi erfiðleikum í greininni. Þó hefði verið varið 100 millj- ónum króna til fjárfestinga á síðastliðnum þremur árum. Þá er ekki úr vegi að geta þess að Tálknfirðingar hafa fært sér í nyt jarðhita á svæðinu og eru þar nú reknar fjórar fiskeldisstöðvar, sem hafa verið að smá- færast í aukana undanfarin ár. Ef allt gengur samkvæmt áætlun verða þessar stöðvar eftir fjögur til fimm ár komnar með álika framleiðslu og nú er unnin f frystihúsinu. Allt segir þetta sína sögu. Ytri aðstæð- ur ÍTálknafirði og á Patreksfirði hljóta eðli málsins samkvæmt að vera mjög líkar. Mismunurinn á gengi fiskvinnslu og tog- araútgerðar á þessum stöðum hlýtur því að liggja í mismunandi stjórnun fyrirtækj- anna og mismunandi viðhorfum stjórn- endanna. Annars vegar var treyst á póli- tíska fyrirgreiðslu og lánsfé til hverra stórframkvæmdanna á fætur öðrum, hins vegar var málum þokað fram með hægð- inni án stórskuldasöfnunar. Sömu leið hafa Tálknfirðingar farið í fiskeldinu og sloppið við stóráföllin sem hrjáð hafa stóru draumafabrikkurnar hér syðra. Það er um þessar tvær efnahagsstefn- ur, sem átökin í þjóðfélaginu ættu að snúast. Mistök leiörétt Þau mistök urðu í „Gestaboði" Sig- urðar A. Magnússonar í síðasta tölublaði, að á blaðsíðu 37 er talað um „tvo sendi- herra og seðlabankastjóra", en átti að sjálfsögðu að vera: „tveir þeirra eru nú sendiherrar og einn landsbankastjóri". 10 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.