Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 62
Eg er að vinna að undirbúningi á næstu kvik-
mynd minni sem er byggð á sjálfsævisögu
franska rithöfundarins Marquerite Duras.
Enginn bóka hennar hefur náð eins miklum
vinsældum eins og L’AMANT eða Elskhug-
inn. Hún hlaut Goncourt bókmenntaverðlaun
fyrir þá bók en þau eru helstu bókmennta-
verðlaun Frakka. Bókin fjallar um 15 ára
stúlku og fyrstu kynni hennar af karlmönn-
um. Hún er sjálfsævisöguleg og segir frá ást-
arævintýri sem Marquerite Duras átti við
Kínverja nokkurn sem var miklu eldri en
hún. Sagan gerist í Viet Nam. Pótt ég byggi
handrit mitt á bókinni þá er bók eitt og hand-
rit annað. Ég túlka þær tilfinningar á ný sem í bókinni koma
fram og þannig eru kvikmyndir mínar mitt verk þótt þær séu
byggðar á skáldsögum. Vegna kvikmyndahandritsins sem ég
er að skrifa eftir bókinni hef ég rætt við fjölda sálfræðinga í
ýmsum löndum. Pað er athyglisvert að öllum sálfræðingum,
hvort sem þeir eru í New York, Los Angeles, París eða Lond-
on, ber saman um að fólk finni fyrst til, bregðist við því og
taki síðan ákvarðanir. Vegi svo og meti þær eftir á. Svo að
skynsemishugsun er eins og uppgjör og endurskoðun á því
sem þú hefur þegar ákveðið eða jafnvel framkvæmt.
Rauði þráður kvikmyndarinnar Björninn er að dýr drepa til
að lifa. Veiðimaður sem lifir á því að selja skinn á það á hættu
að fjölskylda hans deyi úr hungri ef hann drepur ekki dýr til
að framfleyta henni. Það sem ég vil segja með þessari mynd er
að maður getur sett sig í spor allra manna og dýra ef maður
skilur aðstæðurnar. Ég get sett mig í spor þess sem drepur og
þess sem er drepinn. Við verðum að viðurkenna að lífsbarátta
okkar byggist á að drepa önnur dýr. Flestir vilja trúa að mað-
urinn sé góður en hann er jafn hrokafullur, ráðríkur og
grimmur og flestar dýrategundir. Hið góða og illa er til en
skilin á milli þess eru oft ekki skörp. Þegar við vorum að kvik-
mynda atriðið þar sem björninn er að drepa fiskana í ánni þá
neitaði björninn að yfirgefa svæðið fyrr en hann hafði drepið
alla silungana sem við höfðum á staðnum og þeir voru um
hundrað. Hann drap þá sér til skemmtunar en borðaði þá
ekki, beit bara í þá.
Við vorum í stöðugri lífshættu við tökurnar. Það var aðeins
rafmagnsþráður sem skildi á milli okkar og bjarnarins, þráður
sem hann hefði hvernær sem er getað slitið og ráðist á okkur.
Allir tæknimenn urðu að vera kyrrir og máttu hvorki tala sam-
an, matast né reykja svo klukkustundum skipti. Eftir nokkra
mánuði gekk allt svo vel að ég ákvað að brjóta reglurnar þótt
ég hefði stranglega bannað öllum öðrum að gera það. Ég vildi
fá mynd af mér og birninum og fór yfir þráðinn og stillti mér
upp fyrir framan björninn. Hann vó um níuhundruð kfló og
var þriggja metra hár. Ég hélt á ljósmæli í annarri hendinni
og leit við og rétti hana upp. Þá hélt björninn að ég ætlaði að
gera honum mein og stökk á mig svo ég steinlá. Til allrar
hamingju hafði ég lesið bók um hvað gera skyldi undir þess-
um kringumstæðum og lést vera dauður og þá fór hann í
burtu. En áður en hann yfirgaf staðinn potaði hann klónum
undir buxnastrenginn á gallabuxunum mínum og særði mig
djúpu sári. Ég varð að ganga daglega til læknis vegna
áverkanna í tvo mánuði á eftir og halda áfram að leikstýra
honum því við vorum rétt hálfnaðir með myndina. Tveim-
ur dögum áður en þetta gerðist höfðum við tekið atriðið á
klettasyllunni þar sem björninn ógnar manninum og eftir
það atriði áttaði björninn sig á valdi sínu yfir okkur og var
mjög erfiður okkur og dýraþjálfaranum eftir það. Áður
var hann eins og barn en eftir þetta skyldi hann hversu
framhald á bls. 105