Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 37
Langílestir sjúklingar hafa verið skráðir
fljótlega var sett i samband við alnæmi.
Veiran var einnig einangruð og síðan
ræktuð og rannsökuð á Krabbameins-
stofnun Bandaríkjanna (National Cancer
Institute). Par tókst vísindamönnum
undir stjórn Roberts C. Gallo að sýna
fram á að veiran orsakaði alnæmi. Að
sjálfsögðu upphófst rígur um það hvort
Frakkar eða Bandaríkjamenn hefðu
fundið alnæmisveiruna, en menn hafa nú
sæst á það að þeir deili með sér sæmd-
inni. Sjálfir virðast þeir Gallo og Monta-
gnier a.m.k. sáttir, því þeir skrifuðu
saman ágæta yfirlitsgrein um rannsóknir
á veirunni og sjúkdómnum í bandaríska
tímaritið Scientific American í október
1988.
Alnæmisveiran, sem kölluð hefur ver-
ið HIV (human immunodeficiency virus,
mannaalnæmisveira), brýst inn í frumur
á mjög sérkennilegan hátt sem ekki
verður nánar rakið hér. Veiran leggst á
ákveðnar frumur í ónæmiskerfi líkamans
og brýtur niður varnir hans gegn ýmsum
Norður-, Mið- og Suður-Ameríku.
sjúkdómum. Ferill sjúkdómsins tekur
mörg ár en lýkur venjulega eða alltaf í
alnæmi sem dregur sjúklinginn til dauða.
Fyrstu einkennin eru oft þroti í eitlum.
Svo líða nokkur ár án verulegra óþæg-
inda en að lokum bregst ónæmiskerfið
og smitsjúkdómar eða krabbamein vinna
á líkamanum.
Nokkur lyf eru þekkt sem hægja á
framgangi sjúkdómsins. Eitt þeirra, azi-
dótýmidín eða AZT, er þegar á almenn-
um markaði. Annað lyf, dextransúlfat,
er leyft í sumum löndum. Svo eru mörg
lyf í prófun.
Vegna þess hversu ráðþrota menn
standa gagnvart alnæmi hefur lyfjum
verið sleppt á markað áður en hugsanleg
aukaáhrif hafa verið könnuð jafnræki-
lega og almennt er krafist um lyf.
Betra er að fyrirbyggja en lækna, og
allt frá því að alnæmisveiran var einangr-
uð hefur verið leitað að bóluefni gegn
sjúkdómnum. Árangur hefur til þessa
verið lítill, enda er margt í veginum, sem
HEIMSMYND 37