Heimsmynd - 01.09.1989, Page 37

Heimsmynd - 01.09.1989, Page 37
Langílestir sjúklingar hafa verið skráðir fljótlega var sett i samband við alnæmi. Veiran var einnig einangruð og síðan ræktuð og rannsökuð á Krabbameins- stofnun Bandaríkjanna (National Cancer Institute). Par tókst vísindamönnum undir stjórn Roberts C. Gallo að sýna fram á að veiran orsakaði alnæmi. Að sjálfsögðu upphófst rígur um það hvort Frakkar eða Bandaríkjamenn hefðu fundið alnæmisveiruna, en menn hafa nú sæst á það að þeir deili með sér sæmd- inni. Sjálfir virðast þeir Gallo og Monta- gnier a.m.k. sáttir, því þeir skrifuðu saman ágæta yfirlitsgrein um rannsóknir á veirunni og sjúkdómnum í bandaríska tímaritið Scientific American í október 1988. Alnæmisveiran, sem kölluð hefur ver- ið HIV (human immunodeficiency virus, mannaalnæmisveira), brýst inn í frumur á mjög sérkennilegan hátt sem ekki verður nánar rakið hér. Veiran leggst á ákveðnar frumur í ónæmiskerfi líkamans og brýtur niður varnir hans gegn ýmsum Norður-, Mið- og Suður-Ameríku. sjúkdómum. Ferill sjúkdómsins tekur mörg ár en lýkur venjulega eða alltaf í alnæmi sem dregur sjúklinginn til dauða. Fyrstu einkennin eru oft þroti í eitlum. Svo líða nokkur ár án verulegra óþæg- inda en að lokum bregst ónæmiskerfið og smitsjúkdómar eða krabbamein vinna á líkamanum. Nokkur lyf eru þekkt sem hægja á framgangi sjúkdómsins. Eitt þeirra, azi- dótýmidín eða AZT, er þegar á almenn- um markaði. Annað lyf, dextransúlfat, er leyft í sumum löndum. Svo eru mörg lyf í prófun. Vegna þess hversu ráðþrota menn standa gagnvart alnæmi hefur lyfjum verið sleppt á markað áður en hugsanleg aukaáhrif hafa verið könnuð jafnræki- lega og almennt er krafist um lyf. Betra er að fyrirbyggja en lækna, og allt frá því að alnæmisveiran var einangr- uð hefur verið leitað að bóluefni gegn sjúkdómnum. Árangur hefur til þessa verið lítill, enda er margt í veginum, sem HEIMSMYND 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.