Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 19

Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 19
STOÐ 2 SAGAN OLL Nýi sjónvarpsstjórinn Þorvarður El- íasson. „Ég er enginn fjöimiðla- maður,“ segir hann þegar hann sest í stól Jóns Óttars. Á aðalfundi nýju hluthatanna á Hótel Holti í janúar. Jón Óttar stendur á milli Garðars í Herragarðinum og Jóns Ólalssonar sem fer með atkvæði fyrir Kringluhópinn. hlutafé. „Því færri hluthafar því færri vandamál er við að glíma og þessum stóru aðilum fylgja bara fundahöld og kaffi- drykkja." Samt fór það svo að reynt var að leysa brýn vanda- mál með sölu hlutabréfa til einstakra fjármálamanna. eins og 10 prósentum til Páls í Pólaris í maí 1988 fyrir 70 milljónir eða á 127-földu nafnverði og hlut í íslenska myndverinu til Svavars Egilssonar síðar. Gallinn var bara sá að þetta leysti ekki nema brot af vandanum og þá um skamma stund. Síðan héldu skuldirnar áfram að hrannast upp á ný. Jafnframt var stöðugt þreifað fyrir sér um sölu til erlendra fjölmiðlunarfyrirtækja á þeim 10 prósentum, sem útvarpslög heimila og var miklu fé og tíma eytt í þær tilraunir. Embættismaður í stjómkerfinu, sem hafði nokkur samskipti við Hans Kristján vegna þeirra mála segist hafa nefnt við hann hvers vegna þeir leystu ekki fjár- málin með stofnun almenningshlutafélags, og fengið þau svör að hið erlenda fjármagn mundi duga til að leysa málin. Kunn- ugir segja að eigendurnir hafi bæði óttast að missa ítök sín í slíku almenningshlutafélagi og jafnframt talið sér trú um að innlent hlutafjárútboð yrði fyrst tímabært þegar Stöðin hefði rétt við og hægt væri að sýna fram á að þátttaka væri arðvæn- legur kostur. VERSLUNARBANKINN OG KAUPLEIGUR Frá upphafi voru erlendar og innlendar kaupleigur og Verslunarbankinn þær fjárhagsstoðir, sem Stöðin hvfldi á. Hinum ungu athafnamönnum hafði í upphafi veist örðugt að vekja trú ríkisbankanna á framtaki sínu. „Islenskt bankakerfi er úrelt.“ sagði Ólafur H. Jónsson 1987, „og vill aðeins taka steypu sem tryggingu. Við fjárfestum hins vegar ekki í steypu heldur í áskrifendum. Verslunarbankinn skildi þetta.“ Hösk- uldur Ólafsson, sem frá upphafi hafði farsællega stýrt Versl- unarbankanum hreifst með af eldmóði ungu mannanna og Verslunarbankinn varð aðal- viðskiptabanki Stöðvar 2. Eftir á hafa menn sagt, að Verslun- arbankinn hafi einfaldlega ver- ið of lítill til að hafa burði til að fjármagna það bákn, sem Stöðin varð á undraskömmum tíma. En þá gleyma menn því að í byrjun voru menn að tala um litla vídeóstöð, sem yxi hægt. Þótt skuldirnar hrönnuð- ust upp við hina gífurlegu aukningu umsvifa Stöðvarinnar þá jókst líka að sama skapi ör- uggt fjárstreymi um bankann við öra áskrifendafjölgun og að því leyti eðlilegt að ráðamenn þar vildu halda í viðskiptin við Stöðina, þótt jafnframt væri reynt að koma böndum á rekstur hennar og skuldastöðu. Þegar svo einkabankarnir náðu samkomulagi um kaup á Útvegsbankanum.og samruna fjögurra banka í einn 1. janúar 1990 varð ljóst að Verslunarbankinn þurfti að vera búinn að ná niðurstöðu í þetta mál fyrir þann tíma og jók nú mjög þrýsting á eigendur Stöðvarinnar að fara að koma sínum mál- um í lag. Var þeim í fyrstu veittur frestur fram í september. Þegar ekkert hafði gerst fyrir þann tíma tók Verslunarbankinn öll hlutabréf, sem þremenningarnir réðu yfir - 88,5 prósent - í sínu vörslu sem handveð jafnframt því sem gerður var við þá ráðningarsamningur til þriggja ára með þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Virðist þetta hafa verið hugsað sem umbun til stofnendanna ef til starfsloka þeirra kæmi. Enn var þeim þó gefinn frestur til 4. desember til að fá til liðs við sig menn eða fyrirtæki, sem nægilega gætu grynnt á skuldinni við Verslunar- bankann. í maí höfðu stöðvarmenn náð að gera rammasamning við bandaríska sjónvarpsfyrirtækið NBC. Fyrir lá letter of intent, þar sem gert var ráð fyrir að að það kæmi inn með 3 milljónir dollara í hlutafé eða 180 milljónir króna og allt að 5 milljónir í viðbót sem langtímalán með hagstæðum kjörum. Þessu átti ekki að fylgja stjórnarseta, en réttur til að fylgjast með rekstr- inum og hafa ákveðna íhlutun um málefni Stöðvarinnar ef rekstraráætlanir færu yfir ákveðin skekkjumörk. Heimildir okkar segja að Stöðvarmenn hafi raunar talið þetta nánast frá- gengið mál. Samningurinn var til skoðunar hjá endurskoðend- um beggja og lögfræðingi NBC og bandarískum lögfræðingi. I október fóru Jón Óttar og Hans Kristján út til að skrifa undir samninginn. En þá kippti NBC að sér hendinni með hlutdeild í Stöðinni. en eftir stóð tilboð um lán á kjör- um sem jöðruðu við okurlán og hefðu því orðið skammgóð- ur vermir í stöðunni. Astæð- una fyrir þessum skyndilegu sinnaskiptum telja Stöðvar- menn vera spurningabréf Arn- „Ég held að ekki sé ofmælt, að Islendingar, ekki síst þeir yngrí, séu þnimu lostnir yfir síðustu atburðum í þjóðlífínu: Að einkafyrírtæki skuli lánast það sem alla bankaræningja dreymir um, og það sennilega á löglegan hátt, hljómar eins og reyfari.“ HEIMSMYND 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.