Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 33

Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 33
ljómun með markvissri ástundun hug- leiðslu og hreins lífernis sem færir þá nær guðdómnum. Þær sálir sem komn- ar eru lengst á þróunarbrautinni eru gúrúar eins og Maharishi (sem Bítlarn- ir voru hjá), hinar uppljómuðu sálir. Braha segir að hindúar trúi því að þeg- ar maður deyi renni líf hans á einu ör- skoti fyrir hugskotssjónum hans, hann upplifi hvert einasta andartak án til- finninga og síðan leggist sál hans til hvílu og komi aftur eftir einhver ár, jafnvel hundruð ára, og þá ákveði þessi sál hvað hún vilji gera í næsta jarðlífi, ekkert sé tilviljun en karma fylgir alltaf með. „Þeir sem öðlast frægð að verðleik- um hafa unnið til þess í fyrri lífum. Þeir sem fæðast inn í auðlegð hafa ákveðið það og uppskorið samkvæmt karma jafnvel þótt slíkt hlutskipti geti verið til bölvunar. Menn eins og John Lennon til dæmis hafa verið komnir langt á þróunarbrautinni. Eða þekktir stjórnmálaleiðtogar - þeir eru ekki að slá í gegn í fyrsta sinn í þessu jarðlífi. Flestir hafa verið í stjórnmálum í gegn- um margar jarðvistir. Mín skoðun er sú að menn séu að eyða einni jarðvist til einskis ef allt gengur út á auðsöfnun en engu að síður geta þeir verið að upp- skera eitthvað frá fyrri lífum. Þeir sem hafa áður verið auðmenn geta þess vegna hafa kosið sér fábreyttara hlut- skipti í þessu jarðlífi til þess að þroska andann. Ég hef oft velt því fyrir mér hvaða karma fylgi snillingum eins og málaranum Van Gogh - það hlýtur að hafa verið stórkostlegt en líf hans var samt sem áður ömurlegt. Sumt fólk hefur gott karma en misnotar það í þessari jarðvist, til dæmis fólk sem nær langt með því að troða á öðrum. Slíkt fólk má búast við því að fá ekki sömu tækifæri í næstu jarðvist. Hver jarðvist leiðir af sér nýtt karma og veltur á því hvernig maður notar það karma sem fylgir manni í upphafi. Fegurð getur til dæmis verið karma. Fagrar konur hafa eytt löngum tíma í fyrri jarðvistum til að efla ásýnd sína. Komist ekkert ann- að að hjá þeim en útlit þeirra er hugs- anlegt að þær séu að misnota þetta karma. Karma er vandmeðfarið og auðvelt að spilla því. En það eru ekki bara þeir frægu og framagjörnu sem hafa gott karma. Aðrir sem minna ber á kunna að vera komnir lengra á þroskabrautinni og hafa þegar náð ver- aldlegum árangri en koma nú hingað og hafa kosið sér einfaldara líf. Karma er fyrir flestum óútskýran- legt. Af hverju deyr fólk í flugslysi eða fremur sjálfsmorð? Er sjálfsmorð skráð í stjörnurnar eða ræður frjáls vilji ferð- inni? Flestir trúaðir menn eru þeirrar fullvissu að vitneskja um hvert einstakt líf búi í guði. Sjálfsmorð er eitt við- kvæmasta fyrirbæri stjömuspekinnar. Santhanam sá fyrir sjálfsmorð í einu korti sem ég bar undir hann. Þótt menn vilji trúa á frjálsan vilja og sjálfs- ákvörðunarrétt einstaklings ganga flest trúarbrögð út á örlög, að líf manna sé í hendi guðs. Afstaða pláneta í áttunda húsi stjörnukortsins segir til um ævi- lengd fólks en eina leiðin til að lifa heilbrigðu lífi er að trúa því að maður geti sjálfur lagt hönd á bagga og það sé frjáls vilji - þó svo að j>uð almáttugur viti allt um endalokin. Eg er ekki þeirr- ar skoðunar að fólk þróist aftur á bak eða verði að dýrum. Illar gjörðir fylgja þeim þó alltaf. Og það skrýtna er hka að persónulegir eiginleikar fylgja fólki út í gegn um allar jarðvistir, alvara, kátína, óþolinmæði og vingjarnlegheit. Þegar ég skoða stjörnukort frægra einstaklinga kemur ýmislegt í ljós. Ég er til dæmis alveg sannfærður um að Marilyn Monroe framdi ekki sjálfs- morð því hún hafði slíka lífsorku í átt- unda húsi sem einnig er tákn kynorku og getunnar til að eignast böm. Sam- kvæmt korti Marilyn var hún í mikilli hættu á því tímabili sem hún dó og átti að fara sérstaklega varlega á þeim tíma en það er hvergi skráð að hún eigi að deyja. Með því að lesa kort Johns Lennon er unnt að sjá að hann var í stórkostlegri hættu á þeim tíma þegar framhald á bls. 89 REYKSUGAN frá EXHAUSTO leysir flest vandamál kring um arinn. Reyksugan útilokar niðurslátt í skorstein, varnar neysta- flugi frá arninum og stórminnkar því eldhættu í heimahús- um. Auk þess gerir Reyksugan skorsteininn að loftræsti- kerfi sem vinnur allan sólarhringinn HEIMSMYND 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.