Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 53

Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 53
£f*fr|imherjar ------ »■>«! S'"n'rai’íiíl|'™ny2:i Benedíl “ndG,„;,£r“®dá“n»»o8 "Uln- Jakob J ur a GautJöndum. S-s “ sss^- “ wiœ' komendur þeirra að svo miklu leyti sem hægt er í tímarits- grein. Ættin er orðin það stór að hlaupa verður yfir marga. GRÁNUFÉLAGSFORSTJÓRINN 1. Sigurður Jónsson (1849-1896) var elsti Gautasonurinn. Hann settist að á Seyðisfirði árið 1873 og tók við forstöðu Gránufélagsverslunarinnar á Vestdalseyri og gegndi henni til 1886 en var síðan kaupmaður þar til æviloka en hann lést inn- an við fimmtugt. Hann hélt uppi rausnarheimili á Vestdalseyri og þótti hjálpsamur sem hann átti ætt til en drykkhneigður eins og fleiri þeir frændur. Hann eignaðist tvö börn sem upp komust. Pau voru: a. Marin Sigurðardóttir (1870-1925), kona Eiríks Sigfússon- ar, verslunar- og póstafgreiðslumanns á Borgarfirði eystra. Þau áttu sjö börn. Meðal þeirra voru Ásta Eiríksdóttir (f.1912), kona Svavars Guðnasonar listmálara, Sólveig Þóra Eiríksdóttir (f. 1906) kaupmaður í Reykjavík, kona Runólfs Péturssonar, formanns Iðju, og Karl Andreas Þorsteins (f. 1901, - ættleiddur af Þorsteini Jónssyni útgerðarmanni á Seyð- isfirði), heildsali og konsúll í Reykjavík (börn hans eru Þór Þorsteins (f. 1932) framkvæmdastjóri Eddu hf. (faðir Karls Þorsteins (f. 1964) skákmanns), Hildur Þorsteins (f. 1935) píanóleikari, gift Eiríki Haraldssyni menntaskólakennara, Ragna Þorsteins (f. 1938). gift Inga R. Helgasyni, stjórnarfor- manni Vátryggingafélags íslands, og Karl S. Þorsteins (f. 1946), konsúll og heildsali. b. Þorlákur Sigurðsson (1883-1951), kaupmaður í Newcastle á Englandi, félagi og meðeigandi Zöllners kaupmanns sem mjög kom við sögu íslensku kaupfélaganna. DÓMSTJÓRI OG RÁÐHERRA ÍSLANDS 2. Kristján Jónsson (1852-1926) dómstjóri og ráðherra ís- lands var annar í röð þeirra Gautlandasystkina. Honum var komið til mennta og sagði Indriði Einarsson skólabróðir hans í Lærða skólanum að hann hefði þá þegar verið orðinn þjóð- saga meðal samtíðarmanna fyrir óvenjulegar námsgáfur og skilning. Hann lauk laganámi á mettíma frá Kaupmannahafn- arháskóla og var fljótlega að því loknu skipaður sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hann lenti í að dæma í hinum umfangsmiklu Elliðaármálum og bjó þá hjá móðursystur sinni, Jakobínu Jónsdóttur frá Reykjahlíð, konu Gríms Thom- sens skálds á Bessastöðum. Grímur sagði þá um hinn unga dómara í spaugi: „Þegar hann togar öðrum megin í höku- skeggið, þá er hann að dæma réttlátan dóm, sem yfirréttur ónýtir.“ Arið 1880 giftist Kristján Önnu, dóttur hins þjóðfræga klerks og alþingismanns, Þórarins Böðvarssonar í Görðum. Sex árum síðar varð hann yfirdómari í landsyfirrétti og skömmu síðar settur amtmaður um þriggja ára skeið. Svo sem ættmenn hans margir tók hann virkan þátt í stjórnmálum, var alþingismaður um langt skeið og bæjarfulltrúi í Reykjavík. Hann skipaði sér í hóp sjálfstæðismanna og var þannig and- stæður Pétri bróður sínum sem var þingmaður heimastjórnar- manna. Kristján varð fyrir þeim hremmingum 1909 að vera settur fyrirvaralaust af sem gæslustjóri Landsbankans í ,,Landsban kafarganinu“ og stóð fyrir því samherji hans, Björn Jónsson ráðherra. Kristján mátti ekki vamm sitt vita og féll honum þessi ráðstöfun þungt. Hann snerist gegn Birni ásamt fleiri samflokksmönnum sínum og þetta varð Birni að falli. Kom það svo í hlut Kristjáns að taka við ráðherraembættinu og var hann þá rekinn úr Sjálfstæðisflokknum. Hann var ráð- herra íslands um eins árs skeið. Kristján var stórhuga fram- kvæmdamaður og þótti mjög alþýðlegur miðað við þær háu stöður sem hann gegndi. Þegar hæstiréttur var stofnaður varð hann fyrsti forseti réttarins en áður hafði hann verið dómstjóri landsyfirréttar um langt skeið. Böm hans voru: a. Þóra Sólveig Kristjánsdóttir (1881-1941), kona Richards Hörrings fuglafræðings í Kaupmannahöfn. b. Böðvar Kristjánsson (1883-1920), menntaskólakennari í Reykjavík. Hann var kvæntur Guðrúnu, dóttur hins mikil- virka kaupmanns og útgerðarmanns, Th. Thorsteinssonar í Reykjavík. Sonur þeirra var Gunnar Böðvarsson (1916-1989) prófessor í jarðhitaverkfræði við háskólann í Oregon í Banda- ríkjunum. Eitt þriggja barna hans er ljóðskáldið Kristjana Ella Gunnarsdóttir (f. 1948) sem býr í Kanada. c. Jón Kristjánsson (1885-1918), prófessor í lögum við Há- skóla íslands. Hann lést í spönsku veikinni. Börn hans voru Kristján B. G. Jónsson (f. 1913), blaðamaður í Reykjavík, og Sólrún Anna Jónsdóttir (f.1915), gift Ólafi Guðbjartssyni, hús- gagnasmíðameistara á Patreksfirði. d. Þórarinn Kristjánsson (1886-1943), verkfræðingur við hina miklu hafnargerð í Reykjavík á árunum 1913 til 1917 og síðan fyrsti hafnarstjórinn. Hann var kvæntur Ástríði, dóttur Hannesar Hafstein. Afkomendur þeirra eru raktir í HEIMS- MYND, des. 1989. Ein sonardóttir hans er Anna K. Jónsdóttir (f.1952), varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. e. Sólveig Kristjánsdóttir (1887-1975), kona Sigurðar Eggerz forsætisráðherra. Sigurður átti glæstan feril, var sýslumaður framan af en var ráðherra íslands á árunum 1914 til 1915, rétt eins og tengdafaðir hans skömmu áður, síðan fjármálaráð- herra 1917 til 1920 og forsætisráðherra 1922 til 1924. Síðan varð hann bankastjóri íslandsbanka og loks bæjarfógeti og sýslu- maður á ísafirði og Akureyri. Sigurður var einn af áhrifa- mestu stjórnmálamönnum samtíðar sinnar. Börn þeirra voru Erna Eggerz (f. 1909) bankaritari og Pétur Eggerz (f.1913), HEIMSMYND 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.