Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 46
Christian Dior 1986.
Einfaldur giæsileiki
Ralph Lauren 1986.
Krizia í djarfri línu
1986.
hrif tískunnar ná ekki eingöngu til
klæðnaðar heldur tekur lífsstfllinn
einnig mið af henni. Konur sem tolldu
í tískunni um miðbik 9. áratugar óku um á
litlum svörtum bflum í stfl við stóru, svörtu
peysurnar, sólgleraugun og svörtu ballett-
skóna sem þær notuðu hvunndags. íbúðir
þeirra voru hannaðar í svörtu og hvítu, króm
og leðri. Rimlagluggatjöldin voru annaðhvort
svört eða hvít. Flestar vildu þær svört skrif-
borð á kontórana sína og notuðu svarta túss-
penna til að skrifa með feitu letri. Kvöld-
klæðnaður var yfirleitt svartur.
m það leyti sem Reagan var að hefja
annað kjörtímabil sitt hóf einkenni-
legt fyrirbæri göngu sína í tískuheim-
inum, blöðrufötin, kjólar með þröngum bol
og pilsum með blöðrusniði, oftast í skærum
litum og brakandi efnum. Ný stjarna hátísk-
unnar, Christian Lacroix, jók veg þessarar
tísku allt fram til ársins 1987. Hann varð
þekktur fyrir glannalega búninga sem minntu
fremur á leikbúninga en glæsilegan hátísku-
fatnað. Þessi ungi maður, sem er sprottinn úr
frönsku bændasamfélagi, varð til þess að ýta
undir glæsimennsku yfirstéttaráráttu. Á átt-
unda áratugnum var í tísku að leita jafnréttis
en á þeim níunda varð allt sem minnti á lífs-
stfl yfirstéttarinnar í tísku. Rík glæsikvendi
urðu eftirsóttara blaðaefni en vel greiddar
fyrirsætur eða föngulegar kvikmyndastjörnur.
Aldraðar eiginkonur auðkýfinga með platínu-
litt hár voru taldar chic. Amerísk, ensk og
frönsk glæsitímarit lögðu opnur eftir opnur
undir prinsessur. Díana af Wales sló þeim öll-
um við í glæsileika. Gloria von Thum und
Taxis var svar Bandaríkjamanna. Silkikjólar
og dragtir, galakvöld og opnanir þar sem
eðalbornar þokkadísir birtust í dýrum og dýr-
ari fatnaði tóku við af venjulegum fyrirsætum
sem uppáhaldsefni ljósmyndara. Glæsileiki og
ríkidæmi þurftu að haldast í hendur. Óhófleg-
ur munaður var boðorð dagsins.