Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 20

Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 20
STÖÐ 2 SACAN ÖLL ars Páls Haukssonar útvarpsfréttamanns frá 9. október, þar sem meðal annars var spurt hvort NBC gerði sér grein fyrir að Stöðin væri í skoðun hjá skattrannsóknastjóra fyrir meint und- anskot á söluskatti. Pegar ljóst var orðið í nóvember að NBC yrði ekki það haldreipi sem bjargaði Stöðinni fóru Stöðvarmenn á fullt að leita annarra ráða. Jón Óttar hafði samband við Ingimund Sigfússon í Heklu og bauð honum hlut í Stöðinni. Ingimundur hafði samband við nokkur önnur fyrirtæki, þar á meðal Vífil- fell og Hagkaup - síðar bættust í þennan hóp Prentsmiðjan Oddi og Árni Samúelsson, bíókóngur - og þau hófu athuganir á því að koma þama inn. Parna var samankominn fríður hóp- ur virtra og vel metinna kaupsýslumanna sem flestir eru af annarri kynslóð í rótgrónum fyrirtækjum. sem sum spanna hálfrar aldar feril. Auk Ingimundar og Árna tóku þátt í þess- um viðræðum Lýður Friðjónsson frá Vífilfelli, Sigurður Gísli Pálmason í Hagkaup, Þorgeir Baldursson í Odda. Þeir gengu vel undirbúnir til þessa leiks. Ingimundur er sagður hafa haft mann í fullri vinnu við að yfirfara þau gögn, sem Stöðvarmenn og bankinn lögðu fyrir þá og fleiri í hópnum gerðu sínar eigin athuganir á öllum útreikningum. Þeir telja sig hafa eytt 160 klukkustundum í þetta þjark, svo að það hefur verið næstum full vinna. Nær samtímis hafði formaður bankaráðsins, Gísli Valentín- us Einarsson, samband við Árvakur, útgáfufélag Morgunblað- sins, og bauð þeim þátttöku. Þar var engum dyrum lokað en bent á að eitt og sér hefði það fyrirtæki ekkert bolmagn til að takast slíkt bákn á hendur. Þó mætti líta á gögn málsins. Við- ræður voru þó varla hafnar, þegar þær voru settar í bið og eft- ir það mun Árvakur hafa látið sér nægja að standa álengdar og fylgjast með samningum við Hekluhópinn og annarri fram- vindu mála. 1987: „Stöðin er orðin fjártiagslega skotheld og þegar ter að vora getum við geit upp fortíðina.“ Þessa ógnun notuðu svo Stöðvarmenn sér til að koma á tengslum við Alþýðuflokkinn, ráðherrana Jón Baldvin og Jón Sigurðsson og vara þá sterklega við því að hægri öflin væru kannski í þann veginn að ná tökum á Stöð 2. Þar kom við sögu sameiginlegur bílstjóri utanríkisráðherra og Stöðvar 2, Kristinn T. Haraldsson, sem oft er nefndur „rótari" Alþýðu- flokksins og var meðal annars rótari Jóns Óttars í margfrægri brúðkaupsveislu hans. Vegna fjarveru Jóns Baldvins erlendis mestallan þann tíma, sem í hönd fór, mun Jón Sigurðsson hafa tekið að sér að kanna málið. Hluti af þessum samskiptum kom fram í því að utanríkisráðuneytið greiddi fyrir að koma á sambandi Stöðvarinnar við Canal plus í Frakklandi. Jón Sig- urðsson leitaði hófanna við ýmis kratafyrirtæki innanlands. Við höfum áreiðanlegar heimildir fyrir því að í þessum við- ræðum hafi Stöðvarmenn að fyrrabragði boðist til að reka hvern þann fréttamann af fréttastofu Stöðvarinnar, sem ráð- herra kysi - nöfn Elínar Hirst og Ólafs Friðrikssonar hafi sér- staklega verið nefnd, en þar sem Jóns Sigurðssonar armurinn í Alþýðuflokknum hafi ekkert átt sökótt við fréttamenn hefðu menn látið eins og þau orð væru ósögð. Svo er að sjá sem Jón Óttar hafi haft öll þessi járn í eldinum í einu, beitt einum hópnum sem keyri á annan og jafnframt varað stjórnarsinna við því að einlitir skoðanahópar kaup- sýslumanna, Árvakur annars vegar, Hekluhópurinn hins veg- ar, væru að ná tökum á Stöðinni og það væri í þágu almanna- heilla, að ríkið gengi fram fyrir skjöldu til að koma í veg fyrir þetta. Fram til 4. desember var Hekluhópurinn í beinum samn- ingaviðræðum við eigendur Stöðvarinnar. Eftir það voru þær beint við Verslunarbankann. Undirstaða þessara samninga er sjónvarpsleyfið sjálft, sem veitt er af ráðherra. Það er bundið nafni Islenska sjónvarpsfélagsins, sem getur haldið leyfinu allt Valgerður Matthíasdóttir hafði sérstöðu innan fyrirtækisins. * Kvennamál sjónvarpsstjórans voru hluti al ímyndinni en hann gekk að eiga Elvu Gísladóttur, einn af upphaflegum hluthöfum, vorið 1989. í þessu húsi á Öldugötu býr Hans Kristján Árnason og þar sátu erindrekar stjórnvalda nóttina fyrir gamlárskvöld. 20 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.