Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 54
Börn Péturs Jónssonar,
Gautlöndum, sem
voru á lífi 12.júlí, 1946
þegar þessi mynd var
tekin. Talið frá vinstri:
Hólmfríður Péturs-
dóttir, Þórleif Péturs-
dóttir Norland, Jón
Gauti Pétursson og
Sólveig Pétursdóttir.
Kristjana systir þeirra
hafði andast í janúar
sama ár.
Tvihurarmt —----
Hólmfríður Péturs-
dóttir og Jon Gauti
pétursson, Gautlon
Um. (tón: Asgerður
Jónsdóttir)
Sólveig Pétursdóttir,
Gautlöndum.
líristínG^ðimmdsdóttir—
eiginkona Sigurðar Guð-
mundssonar.
fyrrverandi sendiherra í Bonn sem skrifaði umtalaðar bækur
um störf sín í utanríkisþjónustunni (meðal annarra Létta leiðin
Ijúfa).
f. Halldór Kristjánsson (1888-1958) læknir í Danmörku.
g. Elísabet Lára Kristjánsdóttir (1890-1960). Hún var kaup-
kona og iðnrekandi í Reykjavík, rak Lífstykkjabúðina í Hafn-
arstræti. Maður hennar var Jón Foss læknir. Dóttir þeirra var
Áslaug Foss (1913-1980), gift í Noregi. Með Magnúsi Sch.
Thorsteinssyni iðnrekanda átti hún Hilmar Foss (f.1920) dóm-
túlk og skjalaþýðanda.
h. Asa Kristjánsdóttir (f. 1892, látin), gift Kronika skipstjóra
í Danmörku.
YFIRFORINGINN Á GAUTLÖNDUM
3. Pétur Jónsson (1858-1922) var þriðji í röð þeirra Gauta
sem upp komust. Hann hleypti ekki heimdraganum eins og
margir bræður hans, naut lítillar sem engrar skólagöngu en
tók við búi á Gautlöndum af föður sínum. Engu að síður
menntaði hann sig af eigin rammleik og varð áhrifamikill
stjórnmálamaður eins og faðir hans. Pétur varð pottur og
panna í félagslífi ungra Þingeyinga og aðalstofnandi Þjóðliðs
Þingeyinga árið 1884 en það var ein fyrsta tilraunin hérlendis
til að stofna pólitískan flokk. Það var skipulagt eins og her-
flokkur og Pétur var hershöfðinginn eða yfirforingi eins og
það var kallað. Þjóðliðið hafði víðtæk áhrif meðan það starf-
aði og vann að því að koma frjálslyndum mönnum í þingsæti
um allt land og átti þátt í útgáfu blaða á Akureyri og í Reykja-
vík. Eftir að Þjóðliðið hætti störfum varð Pétur foringi Huldu-
liðs Þingeyinga. Þegar Jón á Gautlöndum lést árið 1889 tók
Pétur við stjórnarformennsku í Kaupfélagi Þingeyinga og hélt
henni í 30 ár. Hann átti drjúgan þátt í að gera það að stór-
veldi, meðal annars með því að beita sér fyrir því að breyta
því úr pöntunarfélagi í sölufélag. Þegar SÍS var svo stofnað ár-
ið 1902 var Pétur kjörinn fyrsti formaður þess. Pétur bauð sig
fyrst fram til þings árið 1894 og náði kjöri, felldi hinn mikla og
fræga þingskörung, Benedikt Sveinsson, sýslumann á Héðins-
höfða. Hann var síðan þingmaður Þingeyinga til æviloka og
þýddi engum að etja kappi við hann um sætið. Eins og fleiri
kaupfélagsmenn gekk Pétur í lið með heimastjórnarmönnum
og þótti sumum það kynlegt þar sem hinir róttæku þjóðfrelsis-
menn voru á öndverðum meiði við þá. Munu verslunarhags-
munir kaupfélaganna hafa ráðið þar miklu um. Hann varð svo
atvinnumálaráðherra í stjórn Jóns Magnússonar 1920 og var
sagður brúa bilið á milli Jóns og framsóknarmanna í þeirri
stjórn þar sem hann var einn af leiðtogum samvinnumanna en
var þó heimastjórnarmaður til æviloka. Hann lést í ráðherra-
dómi 1922. Kona hans var Þóra Jónsdóttir. Börn þeirra voru:
a. Sólveig Pétursdóttir (1885-1959), kona Péturs Jónssonar,
bónda á Gautlöndum. Meðal barna þeirra voru þrír bændur á
Gautlöndum, þeir Pétur Pétursson (f.1914), Jón Pétursson
(f.1919) og Sigurgeir Pétursson (f.1926).
b. Kristjana Pétursdóttir (1887-1946), skólastjóri Kvenna-
skólans á Blönduósi og síðar húsmæðraskólans á Laugum.
c. Hólmfríður Pétursdóttir (1889-1974), kona Sigurðar Jóns-
sonar, skálds og bónda á Arnarvatni. Hann orti kvæðið Bless-
uð sértu sveitin mín sem varð eins konar þjóðsöngur Mývetn-
inga og reyndar allra sveita landsins. Það er sungið yfir mold-
um allra Mývetninga. Börn þeirra eru: 1. Þóra Sigurðardóttir
(f.1920), kona Jóns Kristjánssonar, bónda á Arnarvatni,
(meðal barna hennar er Sigurður Jónsson (f. 1949) málvísinda-
maður og ritstjóri í Reykjavík). 2. Arnheiður Sigurðardóttir
(f.1921), mag.art., sérfræðingur á Orðabók Háskólans. 3. Jón
Sigurðsson (f.1923), deildarstjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga á
Húsavík. 4. Málmfríður Sigurðardóttir (f.1927), alþingismaður
Kvennalistans. Hún er húsfreyja á Jaðri í Reykjadal og vakti
fyrst alþjóðarathygli í spurningakeppni í útvarpinu þar sem
hún sló í gegn. Hún sker sig nokkuð úr hópi þingmanna
Kvennalistans, bæði fyrir það að vera af annarri kynslóð og
bóndakona, en ekki hefur enn sem komið er kveðið mikið að
henni á þingi svo sem Pétri á Gautlöndum afa hennar og Jóni
á Gautlöndum langafa hennar. 5. Eysteinn Arnar Sigurðsson
(f.1931), bóndi á Arnarvatni.
d. Jón Gauti Pétursson (1889-1972), oddviti á Gautlöndum.
kvæntur Önnu Jakobsdóttur. Hann hélt við hefð ættarinnar
og var virkur kaupfélagsmaður, sat í stjórn Kaupfélags Þing-
eyinga 1926 til 1936. Börn þeirra eru: 1. Ásgerður Jónsdóttir
(f.1919) kennari í Reykjavík. 2. Sigríður Jónsdóttir (f.1922)
kennari á ísafirði, ekkja Ragnars H. Ragnar, skólastjóra Tón-
listarskólans þar. Sigríður hefur um áratugaskeið haldið uppi
þjóðfrægu rausnarheimili á ísafirði ásamt manni sínum og hef-
ur einnig tekið nokkurn þátt í bæjarmálum þar, meðal annars
setið í menningarráði bæjarins. Böm hennar eru öll tónlistar-
fólk. Þau eru Anna Áslaug Ragnarsdóttir (f. 1946), píanóleik-
ari í Múnchen (hún hefur margsinnis leikið einleik með Sin-
fóníuhljómsveit íslands), býr með Hoffmann, prófessor í
píanóleik, Sigríður Ragnarsdóttir (f. 1949), skólastjóri Tón-
listarskólans á ísafirði, gift Jónasi Tómassyni, einum af þekkt-
ari tónskáldum íslendinga og Hjálmar Helgi Ragnarsson (f.
1952), tónskáld í Reykjavík. Hann hefur samið fjölda tón-
verka fyrir einleikara, hlómsveitir, kóra og leikhús og er einn
af skærustu stjörnum íslenskra tónmennta nú um stundir.
Hann var giftur Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur mannfræðingi
54 HEIMSMYND