Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 54

Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 54
Börn Péturs Jónssonar, Gautlöndum, sem voru á lífi 12.júlí, 1946 þegar þessi mynd var tekin. Talið frá vinstri: Hólmfríður Péturs- dóttir, Þórleif Péturs- dóttir Norland, Jón Gauti Pétursson og Sólveig Pétursdóttir. Kristjana systir þeirra hafði andast í janúar sama ár. Tvihurarmt —---- Hólmfríður Péturs- dóttir og Jon Gauti pétursson, Gautlon Um. (tón: Asgerður Jónsdóttir) Sólveig Pétursdóttir, Gautlöndum. líristínG^ðimmdsdóttir— eiginkona Sigurðar Guð- mundssonar. fyrrverandi sendiherra í Bonn sem skrifaði umtalaðar bækur um störf sín í utanríkisþjónustunni (meðal annarra Létta leiðin Ijúfa). f. Halldór Kristjánsson (1888-1958) læknir í Danmörku. g. Elísabet Lára Kristjánsdóttir (1890-1960). Hún var kaup- kona og iðnrekandi í Reykjavík, rak Lífstykkjabúðina í Hafn- arstræti. Maður hennar var Jón Foss læknir. Dóttir þeirra var Áslaug Foss (1913-1980), gift í Noregi. Með Magnúsi Sch. Thorsteinssyni iðnrekanda átti hún Hilmar Foss (f.1920) dóm- túlk og skjalaþýðanda. h. Asa Kristjánsdóttir (f. 1892, látin), gift Kronika skipstjóra í Danmörku. YFIRFORINGINN Á GAUTLÖNDUM 3. Pétur Jónsson (1858-1922) var þriðji í röð þeirra Gauta sem upp komust. Hann hleypti ekki heimdraganum eins og margir bræður hans, naut lítillar sem engrar skólagöngu en tók við búi á Gautlöndum af föður sínum. Engu að síður menntaði hann sig af eigin rammleik og varð áhrifamikill stjórnmálamaður eins og faðir hans. Pétur varð pottur og panna í félagslífi ungra Þingeyinga og aðalstofnandi Þjóðliðs Þingeyinga árið 1884 en það var ein fyrsta tilraunin hérlendis til að stofna pólitískan flokk. Það var skipulagt eins og her- flokkur og Pétur var hershöfðinginn eða yfirforingi eins og það var kallað. Þjóðliðið hafði víðtæk áhrif meðan það starf- aði og vann að því að koma frjálslyndum mönnum í þingsæti um allt land og átti þátt í útgáfu blaða á Akureyri og í Reykja- vík. Eftir að Þjóðliðið hætti störfum varð Pétur foringi Huldu- liðs Þingeyinga. Þegar Jón á Gautlöndum lést árið 1889 tók Pétur við stjórnarformennsku í Kaupfélagi Þingeyinga og hélt henni í 30 ár. Hann átti drjúgan þátt í að gera það að stór- veldi, meðal annars með því að beita sér fyrir því að breyta því úr pöntunarfélagi í sölufélag. Þegar SÍS var svo stofnað ár- ið 1902 var Pétur kjörinn fyrsti formaður þess. Pétur bauð sig fyrst fram til þings árið 1894 og náði kjöri, felldi hinn mikla og fræga þingskörung, Benedikt Sveinsson, sýslumann á Héðins- höfða. Hann var síðan þingmaður Þingeyinga til æviloka og þýddi engum að etja kappi við hann um sætið. Eins og fleiri kaupfélagsmenn gekk Pétur í lið með heimastjórnarmönnum og þótti sumum það kynlegt þar sem hinir róttæku þjóðfrelsis- menn voru á öndverðum meiði við þá. Munu verslunarhags- munir kaupfélaganna hafa ráðið þar miklu um. Hann varð svo atvinnumálaráðherra í stjórn Jóns Magnússonar 1920 og var sagður brúa bilið á milli Jóns og framsóknarmanna í þeirri stjórn þar sem hann var einn af leiðtogum samvinnumanna en var þó heimastjórnarmaður til æviloka. Hann lést í ráðherra- dómi 1922. Kona hans var Þóra Jónsdóttir. Börn þeirra voru: a. Sólveig Pétursdóttir (1885-1959), kona Péturs Jónssonar, bónda á Gautlöndum. Meðal barna þeirra voru þrír bændur á Gautlöndum, þeir Pétur Pétursson (f.1914), Jón Pétursson (f.1919) og Sigurgeir Pétursson (f.1926). b. Kristjana Pétursdóttir (1887-1946), skólastjóri Kvenna- skólans á Blönduósi og síðar húsmæðraskólans á Laugum. c. Hólmfríður Pétursdóttir (1889-1974), kona Sigurðar Jóns- sonar, skálds og bónda á Arnarvatni. Hann orti kvæðið Bless- uð sértu sveitin mín sem varð eins konar þjóðsöngur Mývetn- inga og reyndar allra sveita landsins. Það er sungið yfir mold- um allra Mývetninga. Börn þeirra eru: 1. Þóra Sigurðardóttir (f.1920), kona Jóns Kristjánssonar, bónda á Arnarvatni, (meðal barna hennar er Sigurður Jónsson (f. 1949) málvísinda- maður og ritstjóri í Reykjavík). 2. Arnheiður Sigurðardóttir (f.1921), mag.art., sérfræðingur á Orðabók Háskólans. 3. Jón Sigurðsson (f.1923), deildarstjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík. 4. Málmfríður Sigurðardóttir (f.1927), alþingismaður Kvennalistans. Hún er húsfreyja á Jaðri í Reykjadal og vakti fyrst alþjóðarathygli í spurningakeppni í útvarpinu þar sem hún sló í gegn. Hún sker sig nokkuð úr hópi þingmanna Kvennalistans, bæði fyrir það að vera af annarri kynslóð og bóndakona, en ekki hefur enn sem komið er kveðið mikið að henni á þingi svo sem Pétri á Gautlöndum afa hennar og Jóni á Gautlöndum langafa hennar. 5. Eysteinn Arnar Sigurðsson (f.1931), bóndi á Arnarvatni. d. Jón Gauti Pétursson (1889-1972), oddviti á Gautlöndum. kvæntur Önnu Jakobsdóttur. Hann hélt við hefð ættarinnar og var virkur kaupfélagsmaður, sat í stjórn Kaupfélags Þing- eyinga 1926 til 1936. Börn þeirra eru: 1. Ásgerður Jónsdóttir (f.1919) kennari í Reykjavík. 2. Sigríður Jónsdóttir (f.1922) kennari á ísafirði, ekkja Ragnars H. Ragnar, skólastjóra Tón- listarskólans þar. Sigríður hefur um áratugaskeið haldið uppi þjóðfrægu rausnarheimili á ísafirði ásamt manni sínum og hef- ur einnig tekið nokkurn þátt í bæjarmálum þar, meðal annars setið í menningarráði bæjarins. Böm hennar eru öll tónlistar- fólk. Þau eru Anna Áslaug Ragnarsdóttir (f. 1946), píanóleik- ari í Múnchen (hún hefur margsinnis leikið einleik með Sin- fóníuhljómsveit íslands), býr með Hoffmann, prófessor í píanóleik, Sigríður Ragnarsdóttir (f. 1949), skólastjóri Tón- listarskólans á ísafirði, gift Jónasi Tómassyni, einum af þekkt- ari tónskáldum íslendinga og Hjálmar Helgi Ragnarsson (f. 1952), tónskáld í Reykjavík. Hann hefur samið fjölda tón- verka fyrir einleikara, hlómsveitir, kóra og leikhús og er einn af skærustu stjörnum íslenskra tónmennta nú um stundir. Hann var giftur Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur mannfræðingi 54 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.