Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 76

Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 76
bréf frá manni sem ég þekki ekki neitt þar sem hann sakar mig um galdra og kennir mér um verki sem hann er með.“ Vigdís hefur líka fengið annars kon- ar bréf og óskemmtilegri, sérstaklega eftir útkomu Ég heiti ísbjörg. Ég er Ijón. „Það virðast vera margir sem lesa eitthvert óskaplegt klám út úr ísbjörgu og telja mig algjöran klámhund. Það hefur verið mikið hringt hingað undan- farið af einhverjum andara, þú veist svona andardráttarsímtöl. Ég hef feng- ið bréf með alls konar sóðaskap og einn sendi mér klámmyndir sem búið var að fróa sér yfir. Þetta er hræðilega óhuggulegt og á tímabili var ég orðin hrædd við að fara út í búð. Það er líka alltaf verið að ráðast á bílinn minn sparka hann sundur og saman og bijóta af honum þurrkurnar. Ég veit ekki hvort ég er sú eina sem verð fyrir þessu en ég er þó nokkuð viss um að karl- menn sem leyfa sér að skrifa um kynlíf í bókum sínum verða ekki fyrir svona. Það er eins og konur megi ekki skrifa um neitt nema eitthvað snoturt. eins og gagnrýnendurnir kalla það. Gömul guðhrædd kona sem ég þekki vel, sagði við mig eftir að hún las ísbjörgu: „Guð gaf þér hæfileikann til að skrifa, Dísa mín, og þú átt ekki að nota hann til að skrifa svona óþverra." Ég skil ekki hvernig fólk fær þetta út úr bókinni, þetta er bara lífið eins og það er og ef ég á að vera heiðarleg og sjálfri mér trú í skrifunum get ég ekkert verið að fegra það, eða horfa fram hjá svona gildum þætti þess.“ Ég heiti ísbjörg. Ég er Ijón fjallar um stúlku sem hefur framfleytt sér með vændi og endar með því að drepa einn fastakúnnann. „Það er ein hræsnin í þessu þjóðfélagi okkar að hér þrífist ekki vændi nema í sambandi við dóp og óreglu. Ég talaði við margar konur sem hafa stundað vændi tímabundið til að sjá fyrir sér. Þær eru úr öllum stétt- um og þar kemur ekkert dóp til. Stelp- ur í gagnfræðaskóla og menntaskóla grípa til þessa ráðs til að geta keypt sér föt og háskólanemar úr öllum deildum stunda þetta sem leið til að fjármagna námið. Ég áfellist ekki þessar stelpur og mér finnst furðulegt viðhorf að dæma þær alltaf en minnast ekkert á þá sem notfæra sér þessa þjónustu. Það er sjúkleg mannfyrirlitning í því að geta keypt afnot af annarri manneskju og sýnir bara hversu rotið þetta þjóðfélag okkar er að hér skuli vera svona mikill markaður fyrir vændi.“ Erum við þá ekki komnar aft- ur að viðhorfi þjóðfélagsins til kvenna? „Jú, auðvitað. Það er alveg sama hvað mað- ur reynir, maður kemur alltaf aftur að þessum vegg ef mað- ur er kona. Konur eiga ekki að geta þetta og ekki hitt. Ég fór á tónleika um daginn þar sem kona lék einleik á píanó á stór- kostlegan hátt og túlkaði Myndir á sýn- ingu eftir Musorgsley frábærlega vel. Loftið í salnum fylltist af myndum þeg- ar hún spilaði og það fundu það allir. Svo kemur dómur eftir karlgagnrýn- anda þar sem hann segir að konan hafi jú spilað ágætlega en auðvitað sé engin von til þess að svona lítil og veikbyggð kona geti túlkað þær stórbrotnu tilfinn- ingar sem felist í þessu verki. Eins og túlkun tilfinninga hafi eitthvað með líkamsstyrk að gera!“ Vigdís hefur oft lýst því yfir að þetta eilífa kvenna, kvenna þegar talað er um bókmenntir fari í taugarnar á sér og hún er enn á þeirri skoðun: „Það spurði mig einu sinni blaðamaður hvort ekki væri öðruvísi að skrifa þegar maður er kona. Ég var að hugsa um að svara: „Jú, jú. Þetta gekk ekkert með- an ég var karlmaður, en nú gengur þetta miklu betur.“ Mér finnst óþol- andi þessi árátta að vera alltaf að leita að einhverju öðru í verkum kvenna en karla. Það er eins og karlarnir hafi um- boð til að tala fyrir hönd alls mannkyns- ins en konur ein- göngu fyrir hönd kvenkynsins. Auð- vitað hafa þessar kvennarannsóknir leitt ýmislegt gott af sér, en við kvenrit- höfundar búum ekki á einhverri eyju þar sem eingöngu eru konur. Við erum afsprengi formsins í bókmenntum og þar hafa karlar alltaf haft tögl og hagldir eins og allir vita. Þetta stagl um reynsluheim kvenna og kvenvitund fer óskaplega í taugarnar á mér. Ég held að til sé ein sammannleg vitund sem raunar er í eðli sínu kven- leg, en hún er ekkert sterkari hjá kon- um en körlum. Og ef til er sérstök kvenvitund hlýtur líka að vera til sér- stök karlvitund og hvernig er hún þá? Vitund er undarlegt hugtak og ekki auðskýrt. Ef þú slítur orðið í sundur kemur út vit og und og það held ég segi nokkuð mikið. Til þess að komast að vitundinni þarftu að fara djúpt niður, í gegnum vitið, og það er sárt. Það er vitund í öllu í kringum okkur, trjánum, fuglunum, guði. Og það hlýtur sam- kvæmt norminu að vera karlvitund. Kvenvitund er því ekki til, eða að minnsta kosti ósýnileg." Eitthvað í tali Vigdísar sannfærir mig um að hún sé trúuð, en hún harðneitar því: „Nei, ég er ekki trúuð, ekki kristin að minnsta kosti. Kristinn rétttrúnaður finnst mér allt of hamlandi og strangur. En ég trúi því að til sé eitthvað æðra manneskjunni. Eitthvað sem hefur há- leitari hugsjónir en við og fer eftir þeim. Kannski er það grafið djúpt ofan í manneskjunni sjálfri, en við bara ná- um svo litlu sambandi við það. Gamla vísan Trúðu á tvennt í heimi segir held ég meira um almættið en flestar guð- spekikenningar. Guð í alheims geimi og Guð í sjálfum þér, það trúi ég á. Guðið eins og Laxness kallar það í Atómstöðinni. Einhvem kynlausan kraft sem er í öllu og alls staðar. Og þegar maður hefur nýlega staðið svona nálægt dauðanum, eins og ég þegar pabbi dó, er maður alveg viss um að það er til eitthvað meira. Þetta líf er ekki upphaf og endir alls og þetta hylki sem við höfum til afnota hér á jörðinni er ekki manneskjan sjálf.“ Það er erfitt fyrir Vigdísi að tala um dauða föður síns og augu hennar fyllast tárum. Hún bölvar sjálfri sér fyrir aum- ingjaskapinn, en kemst svo að þeirri niðurstöðu að það sé ekkert lítilsvirð- andi að gráta: „Hetjuskapur hefur allt- af verið vitlaust rnældur," segir hún, „það er allt úr honum Bjarna gamla Thor. Fjör kenni oss eldurinn/frostið oss herði og allt það. Tilfinningar eru svo lítils metnar, nánast fyrirlitnar. Til- finningasemi er eitthvert mesta skammaryrði sem hægt er að nota um skáldskap til dæmis. Og allir herða sig og herða. Verða ein brynja út í gegn. Einlægni og sannar tilfinningar eru bannvara, svo ekki sé talað um hug- sjónir. Þær eru nú það hallærislegasta sem til er í dag. Þetta eru svo ótrúlega náttúrulausir tímar. Maður safnar í kringum sig alls kyns drasli og hefur engan tíma til að vera. Svo stendur maður frammi fyrir því að horfa upp á náinn ástvin deyja og uppgötvar að allt þetta drasl skiptir engu máli, ekki frek- ar en þetta hylki sem við höfum til af- nota. Þessi líkami sem við leggjum svo mikið á okkur til að fegra. Það er allt annað sem skiptir máli í lífinu. Eitt- hvað innra með okkur sjálfum, en ég get ekki ennþá fest hendur á því hvað það nákvæmlega er.“ í Ég heiti Isbjörg. Ég er Ijón lýsir Vigdís tilfinningum Isbjargar og við- brögðum við dauða föður hennar, er ekki undarlegt að upplifa það sama svo stuttu seinna? „Jú, það er svolítið óhuggulegt. Annars hef ég oft skrifað eitthvað sem seinna hefur komið fram. Ég er samt enginn spámaður. Það hafa margir sagt mér að þeir hafi lent í því sama. Að skrifa framtíðina. Þetta er eitthvað í undirmeðvitundinni sem vinnur með okkur. Við þekkjum svo „Það er ein hræsnin í þessu þjóðfélagi okkar að hér þrífist ekki vændi nema í sambandi við dóp og óreglu.“ 76 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.