Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 64

Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 64
Eiríkur Jónsson: „Spurning hvort þetta varði ekki við lög um óréttmæta viðskiptahætti." Nanna Rögnvaldardóttir: „Fer ekki í siglingu um Karíbahafið fyrir mín ritlaun." BOKvrm ÍASKANA Jólagjöfin í ár var ekki bók. Fólk sem vant er að fá fimm til sex bækur í jólagjöf fékk nú eina eða tvær. Talað er um að bóksala hafi dregist saman um allt að fjörutíu prósent, en endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir. Pær bækur sem harðast urðu úti eru samtalsbækurnar, sem hvað mestra vinsælda hafa notið undanfarin ár. Um ástæður þess sýnist sitt hverjum, en of mikið framboð, of léleg vinnsla og sú nýbreytni að til- nefna tíu bækur til bókmenntaverð- launa og stilla þeim þannig upp sem því besta sem völ er á eru án vafa gildir þættir í því hruni sem varð á sölu sam- talsbóka. Oft og lengi og mikið og hátt hafa ýmsir bókmenntafrömuðir þessa lands óskapast yfir þeirri nesjamennsku að hér skuli ekki vera veitt bókmennta- verðlaun eins og gerist meðal sið- menntaðra þjóða. Og loksins, loksins hafa forleggjarar tekið sig til og stofnað verðlaunasjóð til að veita athyglisverð- ustu íslensku bókinni á nýgengnu ári verðlaun að upphæð ein milljón ís- lenskra króna. En illt er að gera svo öllum líki og ekki þagna gagnrýniradd- irnar þrátt fyrir það. Tíu manna nefnd tilnefndi tíu bæk- ur, af fimmtíu og þremur sem útgef- endur lögðu fram, til verðlaunanna og síðan sér fimm manna nefnd um að velja eina þeirra, þá bestu væntanlega, og veita höfundi hennar verðlaunin. Því eru þá ekki allir unnendur bók- menntanna sælir? Sumir eru fúlir út í verðlaunaveiting- ar yfirleitt. Aðrir eru sárir af því þeirra bók, þeirra uppáhaldshöfundur eða bókmenntagrein fékk ekki hljómgrunn hjá nefndarmönnum. Enn aðrir eru hneykslaðir á því hvernig nefndirnar eru saman settar og á því að aðrar bækur en þær sem flokkast undir fagur- bókmenntir skuli vera tilnefndar. Þetta heita jú bókmenntaverðlaun, segja menn, og eru ekki par hressir með það að orðsifjabók og sagnfræðirit skuli flokkuð sem bókmenntir. Svo eru þeir sem telja þetta einbera auglýsinga- brellu hjá forlögunum og bókmenntun- um lítt til framdráttar. Utgefendur hafi bara komið sér saman um að láta þennan hluta af áætluðu auglýsingafé renna í sjóðinn og vonist um leið til að tilnefningin verði til að auka sölu bók- anna. Þar sé að leita skýringanna á því að ýmsar þær bækur sem framsæknar þykja að formi eða efni er ekki að finna á títtnefndum lista. Þar var heldur enga samtalsbók að finna og á meðan ritarar fagurbók- mennta renna hýr- um augum til þeirrar búbótar, sem bók- menntaverðlaunin verða þeim er þau hlýtur, sitja skrásetjarar samtalsbóka eftir með sárt ennið. Óvenju mikil dreifing varð í sölu samtalsbóka í ár og „Flestar þessar bækur eru eins og ofvaxin tímaritaviðtöl.“ eftir FRIÐRIKU BENÓNÝS 64 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.