Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 26

Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 26
STOÐ 2 SACAN OLL hlut Páls í Polaris. Mætti þá líta þannig á málið, að eigið fé væri orðið neikvætt um 500 milljónir og við það bættist svo rúmur milljarður í skuldir. Ekki væri nóg að laga eiginfjár- stöðuna. Innan skamms yrði að koma til tvö hundruð millj- ónir í reksturinn svo að hann stöðvaðist ekki. Þetta væru þær skuldbindingar, sem ríkið væri að kaupa með yfirtöku hluta- bréfa í Stöðinni. Væri slíkur fjáraustur réttlætanlegur til þess eins að koma í veg fyrir rekstrarstöðvun og gjaldþrot Stöðvarinnar, þegar ljóst væri að koma mætti upp afþreyingarstöð fyrir brot af þessu fé? Þá taldi Gunnlaugur hina „öruggu" tekjustofna Stöðvarinnar stórlega ofmetna, það er áskriftir 45 þúsund myndlyklaeigenda, sem menn telja að gefi um það bil 80 millj- ónir á mánuði og auglýsingar upp á 20 til 30 milljónir. Ríkis- stjórnin hefur það að sjálf- sögðu í hendi sér að gefa ríkis- sjónvarpinu grænt ljós á að hefja rekstur sjónvarpsrásar tvö, afþreyingarrásar, sem það hefur nú nýlega fengið leyfi út- hlutað fyrir. En ef afþreyingar- stöð (til dæmis helgarsjónvarp) kostar ekki nema brot af því sem það kostar að tryggja rekstur Stöðvar 2 (og raunar hefur þegar verið úthlutað leyfi fyrir til Sýnar hf.) þá er engin trygging fyrir því að Stöð 2 haldi sínum áskrifendum. Askrifendastofninn gæti hrun- ið. Ætti þá að kalla 45 þúsund myndlykla goodwill eða eign- arkvöð, þar sem Stöðin væri skuldbundin til að halda uppi metnaðarfullri dagskrárgerð fyrir dvínandi áhorfendahóp? Auglýsingatekjurnar væru líka mikilli óvissu undirorpnar vegna viðskiptahátta Stöðvar- innar sjálfrar. Allir sem hefðu litið á stöðuna hefðu hrokkið við þegar þeir sáu að greiddar en óbirtar auglýsingar gætu numið stórum fjárhæðum og geng- ið kaupum og sölum úti í bæ með miklum afföllum. Stöðin væri þar með komin í hörkusamkeppni við sjálfa sig og gæti ekki haldið uppi eðlilegu auglýsingaverði. Hér við bætist að áhrifamiklar auglýsingastofur mundu standa að helgarsjón- varpi Sýnar hf., ef af verður. Þá var það mjög villandi að verið var að tala um hagnað af Islenska sjónvarpsfélaginu á árinu 1989. Eðli málsins sam- kvæmt eru reikningar Stöðvar 2 og Myndversins samstæður- eikningar og, ef hægt er að sýna fram á einhvern hagnað Sjón- varpsfélagsins, þá er hann búinn til með of lágum reikningum Myndversins (Morgunblaðið telur tap þess vera um 60 millj- ónir á síðastliðnu ári). Gunnlaugur réð því ríkisstjórninni eindregið frá því að blanda sér í þetta mál og afsagði að Þróunarfélagið kæmi nærri því. Ráðherrarnir voru samt svo helteknir af þeirri meinloku að stórhætta væri á að einhverjir pólitískt fjandsamlegir einlit- ir skoðanahópar næðu tökum á þessu fyrirtæki, að þeir héldu lengi áfram að kanna aðra möguleika svo sem að Fram- kvæmdasjóður kæmi inn í mál- ið. Það sem að lokum bjargaði ráðherrunum út úr málinu var það, að sennilega hafa menn verslunarbankamegin verið haldnir sams konar pólitískri blindu með öfugum formerkj- um: Þeir töldu stórhættu stafa af því að hér kæmi upp nánast annað ríkissjónvarp við hliðina á hinu. Því til staðfestingar má nefna að einn heimildarmanna okkar segir að bankaráðsmaðurinn Guðmundur H. Garðars- son hafi verið brýndur af einum kollega sínum með því, að hann yrði að gera það fyrir flokkinn að tryggja að Lífeyris- sjóður verslunarmanna kæmi inn í þessi hlutabréfakaup. Guð- mundur brást hins vegar þannig við því að ef ræða ætti málið á þessum nótum væri hann farinn og hitt væri víst að Lífeyris- sjóðurinn kæmi ekki þarna inn með svo mikið sem eyri. Orðhagur maður orðaði þetta svo, að eftir á að hyggja hefði þessi næturlanga samningalota verið slík kómidía, að helst hefði minnt á það að blindur maður væri að leita að svörtum ketti í myrkvuðu herbergi - sem kötturinn væri ekki í. VERSLUNARBANKINN UM ÁRAMÓT Á undanförnum áratugum hefur ný tegund fyrirtækja ver- ið að ryðja sér til rúms erlendis og síðustu árin hefur sú þróun einnig hafist hér. Þetta eru fyr- irtæki, sem ekki hafa miklar fasteignir til að veðsetja fyrir lánum, heldur byggja meira á þeirri ímynd, sem þeim tekst að skapa sér út á við, við- skiptavild og jákvæðum sam- starfsanda innan fyrirtækisins. Slík fyrirtæki eru að sjálfsögðu mjög viðkvæm og meiri áhætta tekin með því að lána þeim en fyrirtækjum, sem boðið geta fram tryggingar sem gera má ráð fyrir að haldi gildi sínu á markaði að verulegu leyti gegnum hvers kyns efnahags- legar sveiflur. En var Verslunarbankinn í stakk búinn til að fylgja þeim skilningi eftir? Fyrirtæki af þessu tagi þurfa miklu ná- kvæmara eftirlit og ekki er endilega víst að frumkvöðlarnir séu bestu menn til að stjórna því og fjármálum þess. Tryggvi Pálsson, bankastjóri telur bankann hafa staðið eðlilega að þessum málum. Stöðin hafi byrjað með mjög lítið eigið fé og fyrirsjáanlegt hafi verið að það tæki tíma að koma rekstri í eðlilegt horf. Þegar 5. mars 1988 hafi bankastjórnin sett þak á lán til Stöðvarinnar, þótt skuldin hafi óhjákvæmilega aukist nokkuð síðan. Því má bæta við að það var að frumkvæði Verslunarbankans. að Jón Sigurðsson, fyrrum framkvæmda- stjóri Miklagarðs, var fenginn til að taka við fjármálastjórn Stöðvarinnar 1. desember 1988. Aðspurður um reglur bankans um hámark útlána til einstakra lántakenda og tryggingar fyrir þeim lánum, sagðis Tryggvi bankastjóra hafa farið eftir þeim reglum, sem í gildi voru. En vildi ekki gefa upp hvernig þær reglur væru og vísaði á bankaeftirlitið. Þórður Ólafsson í bankaeftirliti Seðlabankans vísaði um þetta efni til þeirra lagagreina, sem í gildi voru á þessum tíma: 5. málsgrein 21. greinar laga um viðskiptabanka frá árinu 1985, sem hljóðar svo: „Bankaráð mótar stefnu bankans í vaxtamálum. Bankaráð setur og að fenginni umsögn banka- stjórnar almennar reglur um lánveitingar bankans, sem sendar skulu bankaeftirlitinu". Samkvæmt heimildum HEIMSMYNDAR var greinin svona almennt orðuð vegna þess að við setningu laganna náðist ekki samkomulag um að Stöðvaimenn náðu að gera rammasamning við NBC og fyrir lá „letter of intent“ sem gerði ráð fyrir 8 milljónum dala í áhættu- og hlutafé. Þegar átti að skrifa undir kippti NBC skyndilega að sér hendinni. 26 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.