Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 39

Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 39
The WorldPaper UMRÚT í AUSTUR-EVRÓPU Framkoma nágranna Að ná sáttum og samlyndi á ný Eftir Andras Biro í Búdapest, Ungverjalandi í UNGVERJALANDI sjá menn ung- versku byltinguna eins og tvíþráða sjónarspil: í fyrsta lagi sem fall síðasta dómínókubbsins, hnig þeirrar (í höfuð- atriðum) friðsamlegu bylgju sem hefur sópað burt einsflokkskerfinu í þessum hluta heimsins; í öðru lagi sem dögun þess sögulega möguleika að koma á lýðræðislegri sambúð milli Ungverja og Rúmena innan Rúmeníu, sem byggist á gagnkvæmri virðingu og umburðar- lyndi og er forsenda góðra og heil- brigðra samskipta milli landanna tveggja. Sá léttir sem menn fundu hér til við fall „Draculescu“stjómarinnar er blandinn óstyrk um mögulegan missi þeirra forréttinda sem Ungverjaland hafði áunnið sér á Vesturlöndum með framförum í lýðræðisátt. Efnahagserf- iðleikar þjóðarinnar, sem nú eru ekki lengur yfirvofandi ógn heldur raun- verulegir - verð á matvælum hefur hækkað um 25 prósent síðan 1. janúar - eru að fá á sig þriðja heims sjúk- dómseinkenni. Afríkumenn, til dæmis, eru sannfærðir um að aðstoð frá Vest- urlöndum til þeirra muni hraðminnka og verða beint til Austur-Evrópu í staðinn. Á sömu lund halda Ungverjar að Vestur-Þýskaland, sem verið hefur mjög virkur samstarfsaðili efnahags- lega og pólitískt, muni hafa nóg á sinni könnu með að létta byrði samlanda sinna í austri og verði ekki jafnsýnilegir í Ungveijalandi og áður. Frakkar og Englendingar með hefðbundin sam- bönd sín við Pólland og Tékkóslóvakíu muni verða uppteknir af að líta til með sínum gömlu bandamönnum. Og eftir það píslarvætti sem Rúmenía hafi orð- ið að þola verði hún um ófyrirsjáanlega framtíð miðpunktur athygli umheims- ins og látin njóta þess í beinni aðstoð. Samskipti Ungverja og Rúmena ein- kennast nú af andrúmslofti hveiti- brauðsdaga. En það kemur eftir langa og kvalafulla sögu árekstra og haturs. Andras Biro stofnaði og ritstýrði Ceres, tímariti á vegum Sameinuðu þjóðanna, og er nú alþjóðlegur fjölmiðlunarráðunautur. tortryggni og ofsókna. Enda þótt leggja verði að jöfnu ábyrgð beggja þjóðanna í þessum efnum fyrir hina fjarlægari fortíð verður að leggja ábyrgðina á vaxandi sálsýki í meðferð- inni á ungverska minnihlutanum í Transsylvaníu síðustu 25 árin beint á herðar Ceausescustjómarinnar. Ofan á alla þá örbirgð og kúgun sem allir íbúar Rúmeníu jafnt máttu þola, bættist það að þeim sem voru af ung- verskum uppruna var sérstaklega refs- að fyrir það eitt að vera Ungverjar. Þeir voru sviptir innsta kjarna sjálfsvit- undar sinnar: menningu sinni og tungu. Allar menntastofnanir ofan grunnskóla, megnið af ungverskum leikhúsum og fjölmiðlum gufuðu upp. Þjóðemisminnihluti sem taldi tvær milljónir manna var dæmdur til hæg- fara en stöðugrar hrörnunar með síð- ustu heimskupörum Ceausescu, kerfis- breytingunni, það er að segja uppræt- ingu hefðbundinna þorpa og og umskipan allra íbúa Transsylvaníu í þyrpingar háhýsa. Það er sennilega verst af öllu að sós- íalistastjórnin í Ungverjalandi forðaðist eins og heitan eld, í nafni alþjóða- hyggju öreiganna og sósíalísks bræðra- lags við sósíalíska Rúmeníu, að bera upp við rúmensku stjórnina, hvort sem væri opinberlega eða óopinberlaga kvartanir vegna þjóðarmorðs á Ung- verjum. Núna, þegar frjálsar kosningar eru óðum að nálgast, hefur ungverska stjórnin loks hrist af sér slyðruorðið og á síðustu 18 mánuðum gert vörn fyrir ungverska minnihlutann í Rúmeníu að hornsteini utanríkisstefnu sinnar. Nærri 25 þúsund flóttamenn frá Trans- sylvaníu (Ungverjar og Rúmenar) fengu opinbera stöðu flóttamanna þeg- ar ungverska stjórnin varð fyrst til þess sósíalískra ríkisstjórna að gerast aðili að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna síðastliðið sumar. Við það náði spennan milli þessara tveggja ná- granna nýju hámarki. Geðhreinsunin kom með blóðbaðinu í Timisoara í vestur-Rúmeníu eftir miðjan desember, þegar hundruð Rúmena tóku höndum saman við ung- verska samlanda sína og mynduðu mannlega girðingu til varnar Laszlo Tokes - ungverska mótmælendaprest- inum, sem skóp neistann að uppreisn- inni gegn Ceausescustjórninni - gegn öryggissveitunum. Um leið og rúmenski herinn tók af- stöðu með fólkinu og Þjóðbjörgunar- nefndin komst á fót undir forystu Ion Iliescu var stofnað til opinberra sam- skipta milli herjanna tveggja og ríkis- stjórnanna með samráði á klukku- stundar fresti. Með fjörlegri ummerkjum um um- skiptin voru umhyggja og samábyrgð ungverskra borgara fyrir píslarvottun- um í grannlandinu. Þúsundum saman hröðuðu menn sér með lyf, matvæli og fatnað yfir landamærin, þrátt fyrir að skotbardagar héldu áfram. Aðeins viku eftir fall gömlu stjórnarinnar varð ung- verski utanríkisráðherrann, Gyula Horn, fyrstur útlendinga til að koma í opinbera heimsókn til Búkarest og kom heim sannfærður um að nýja for- ystan mundi hafa fullt samráð um end- urreisn fullra menningarlegra og efna- hagslegra réttinda ungverska minni- hlutans. Hins vegar er enn framundan það vandasama hlutverk að koma á í raun friðsamlegri sambúð og stjórn- formum sem festa þessi réttindi í sessi. En bygging „sameiginlegs húss“, þar sem friður megi ríkja, er nú orðin nær- tækari möguleiki en nokkru sinni í þessum hluta Evrópu. ♦ HEIMSMYND 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.