Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 56
Hjónin Kristjana Jónsdóttir
frá Gautlöndum og Helgi Sveinsson
Rphekka JónsdótUr
hennar P<
Unnur og
dætur
litlu húsi við Silfurgötu ásamt öllum sínum stóra og gáfaða
barnahóp. Eitt sinn var sagt að í öllum bekkjum Barnaskólans
á ísafirði væru það börn séra Guðmundar frá Gufudal sem
væru efst. Ekkert þeirra fór þó hinn hefðbundna menntaveg,
þar mun sérviska föðurins hafa ráðið miklu. Börnin voru
þessi:
f. Jón Guðmundsson (1889-1971). Hann var starfsmaður og
endurskoðandi SÍS á árunum 1918 til 1936 en þá var hann skip-
aður fyrsti ríkisendurskoðandinn. Árið 1939 var hann svo
skipaður skrifstofustjóri í nýstofnuðu viðskiptaráðuneyti og
gegndi því embætti meðan heilsa leyfði. Kona hans var Ás-
gerður Guðmundsdóttir og voru börn þeirra: 1. Ólafur Jóns-
son (1936-1984), blaðamaður og rithöfundur, oftast kallaður
gagnrýnandi. Hann var blaðamaður á Tímanum, Alþýðublað-
inu, Vísi, Dagblaðinu og loks DV og var einn af áhrifamestu
bókmennta- og leiklistargagnrýnendum samtímans. Hann var
ritstjóri Skírnis um árabil og stundakennari við Háskólann.
Greinasafn hans, Líka líf, kom út 1979. Elsta barn hans er Jón
Ólafsson (f. 1964), sem var fréttamaður á Sjónvarpinu á síð-
asta ári og nemur nú rússnesku í Moskvu. 2. Sólveig Jónsdóttir
(f. 1938) BA, kennari og blaðamaður.
b. Steingrímur Guðmundsson (1891-1981) prentsmiðjustjóri.
Hann var prentari og vann árum saman við fag sitt í Dan-
mörku. Árið 1930 var hann ráðinn forstjóri Ríkisprentsmiðj-
unnar Gutenberg og var um skeið framkvæmdastjóri Ríkis-
útgáfu námsbóka. Kona hans var Eggrún Arnórsdóttir og dæt-
ur þeirra Margrét Steingrímsdóttir (f. 1920), félagsmálafulltrúi
Reykjavíkurborgar, og Kristjana Steingrímsdóttir (f. 1923)
húsmæðrakennari.
c. Haraldur Guðmundsson (1892-1971) varð þekktastur
bama þeirra Rebekku og Guðmundar. Á yngri árum stundaði
hann ýmsa algenga vinnu en var þá þegar kominn á kaf í
stjórnmál sem eindreginn jafnaðarmaður. Hann var kjörinn í
bæjarstjórn ísafjarðar 1920 en fluttist að loknu kjörtímabilinu
til Reykjavíkur. Á árunum 1925 til 1927 var hann kaupfélags-
stjóri við Kaupfélag Reykjavíkur en þegar það lognaðist út af
gerðist hann ritstjóri Alþýðublaðsins og sat þá jafnframt í bæj-
arstjórn Reykjavíkur. Hann var kosinn alþingismaður ísfirð-
inga 1927 og var þá kominn í fremstu röð stjórnmálamanna.
Sat hann óslitið á þingi til 1957 að einu kjörtímabili undan-
skildu. í palladómi Magnúsar Storms um Harald frá 1930 er
hann talinn mesti ræðumaður jafnaðarmanna og einn af bestu
ræðumönnum þingsins: „Hann talar ekki mjög oft og venju-
lega ekki í öðrum málum en þeim sem nokkuru skipta. - Hé-
gómamálin, sem lítilsigldari þingmennirnir belgja sig út á, læt-
ur hann sig litlu skipta. Hann býr sig vel undir málin og talar
hæfilega langt og kann vel að gera greinarmun meginatriða og
aukaatriða í áhersluvali og niðurskipun, en það er það, sem
suma, jafnvel mælskustu þingmennina. . . brestur nokkuð til-
finnanlega." Þá taldi Magnús, sem var andstæðingur hans í
stjórnmálum, að Haraldur væri enginn ritsnillingur á við það
sem hann væri ræðuskörungur og lægju yfirburðir hans sem
ræðumanns í flutningi ræðunnar, forminu, áherslum og
þunga.
Þegar Alþýðuflokkurinn stóð frammi fyrir því í fyrsta sinni
að velja ráðherraefni árið 1934 varð Haraldur Guðmundsson
fyrir valinu og var hann atvinnuráðherra 1934 til 1938. Hann
var svo forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins 1938 til 1957. Eft-
ir átökin um Hannibal Valdimarsson í flokknum á árunum
1952 til 1954 var Haraldur kosinn formaður Alþýðuflokksins
en kaus að hætta afskiptum af stjórnmálum 1956 er flokkurinn
gekk til samstarfs við kommúnista í vinstri stjórn en fyrir
kosningar hafði hann lýst því opinberlega yfir að slíkt mundi
aldrei gerast. Hann var síðan gerður að sendiherra í Osló og
lauk þar starfsferli hans.
Haraldur Guðmundsson, einn af laukum Gautlandaættar-
innar, var kvæntur Margréti Brandsdóttur og áttu þau þessi
börn: Haukur Haraldsson (f. 1931) deildarstjóri hjá Trygginga-
stofnun ríkisins, Hrafn Haraldsson (1932-1986) viðskiptafræð-
ingur, Póra Haraldsdóttir (f. 1935), fulltrúi í Osló, Rebekka
Haraldsdóttir (f. 1939), sálfræðingur í Kaupmannahöfn, ogJó-
hanna Haraldsdottir (f. 1943) lífefnafræðingur.
d. Ketill Guðmundsson (1894-1983). Hann fékk það hlut-
verk að vera kaupfélagsstjóri Kaupfélags ísfirðinga frá 1921 og
síðan um áratugaskeið. Honum mun hafa kippt dálítið í föð-
urkynið um sérvisku. Sagt var að hann neitaði að selja vöru ef
lítið var eftir af henni í kaupfélaginu til þess að það yrði ekki
uppiskroppa með hana. Kona hans var María Jónsdóttir og
börn þeirra: Unnur Ketilsdóttir (f. 1933), gift Bjarna Herjólfs-
syni, flugumferðarstjóra í Reykjavík, Guðmundur Ketilsson
(f. 1936), verslunarmaður á Akureyri, Dóra Ketilsdóttir (f.
1937), gift Lárusi Gunnarssyni, flugvirkja í Reykjavík, og Ása
Ketilsdóttir (f. 1939), gift Sveini Guðmundi Sveinssyni, bygg-
ingarverkfræðingi í Reykjavík. Sonur hennar er Birgir Árna-
son (f. 1957) hagfræðingur, aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar
vipskiptaráðherra, frænda síns. Birgir hefur verið í forystu hjá
ungum jafnaðarmönnum.
e. Þórir Guðmundsson (1896-1937) búfræðingur. Hann var
kennari á Hvanneyri og loks forstöðumaður búfræðideildar
56 HEIMSMYND