Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 23

Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 23
STOÐ 1 SACANOLL v * Árvakur eða Heklumenn, annar eða báðir, stæðu með annan fótinn í dyragættinni reiðubúnir að gleypa Stöðina og móta skoðanir landsmanna eftir það í sinni mynd. Eftir á væri ljóst, að Árvakur hefði aldrei verið inni í myndinni, nema til þess að nota hann sem grýlu á aðra og í raun hefði Hekluhópurinn verið kominn út, en geymdur baksviðs til að vekja ógn í tafl- inu. Nú upphófst æðisleg barátta, þar sem tíminn var orðinn naumur. Verslunarbankinn þurfti að hafa allt sitt á hreinu á hádegi á gamlársdag, þegar eignauppgjör aðildarbanka ís- landsbanka færi fram. „Enginn maður í heimi hefði getað komið þessari stöð upp nema hann - en um leið var hann síðasti maður sem ætd að treysta fyrir að reka svona fyriitæki.“ Föstudaginn 29. dró því til tíðinda. Komið var á fundum í forsætisráðuneytinu með aðaleigendum Stöðvar 2 og aðstoð- armönnum forsætis- og ijármálaráðherra, Jóni Sveinssyni og Má Guðmundssyni. Einnig var til kvaddur um kvöldið Gunn- laugur Sigmundsson. formaður Þróunarfélagsins, en ráðherr- arnir munu hafa haft í huga, að ef samningar næðust þar um, yrði Þróunarfélaginu falin á hendur framkvæmd þess að Stöð- in þróaðist yfir í almenningshlutafélag innan fjárlagaársins 1990. Þá voru kvaddir til á ýmsum stigum viðræðnanna, Magnús Hjaltested, bóndi á Vatnsenda, Jón Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Stöðvarinnar, og fulltrúi frá endurskoðunarfyr- irtæki Stöðvarinnar. Um nóttina barst fundurinn heim til Hans Kristjáns Árnasonar að Öldugötu 16 og síðan aftur niður í forsætisráðuneyti á laugardagsmorguninn. Að sögn heimild- armanns HEIMSMYNDAR var þessi fundur með ævintýra- legu sniði. Að höfðu samráði við ráðherrana fuku tugir og hundruð milljóna af almannafé fram og aftur yfir borðið eins og í æðisgengnu pókerspili, „og sumir, sem aldrei höfðu spilað upp á meira en eldspýtur höfðu auðsæilega nautn af“. Þegar kom fram undir fimm síðdegis þennan dag og verslunarbanka- menn höfðu neitað síðasta tilboði samningamanna ráðherr- anna, sem sagt er að hafi hljóðað upp á 225 milljóna tékka sem yrði gefinn út strax eftir áramót, en bankinn neitaði að ganga að nema öll fjárhæðin væri reidd af hendi fyrir áramót, stóðu samningamenn ríkisins loks upp og sögðust ætla að halda upp á áramótin heima hjá sér. ÁRAMÓTAGLEÐI Bankaráð Verslunarbankans hafði nú 17 klukkustundir upp á að hlaupa með hvernig yrði gengið frá þessum málum fyrir sameininguna við íslandsbanka og var á stöðugum fundi alla þessa laugardagsnótt. Haft var samband við forsvarsmenn Ár- vakurs, en þeir svöruðu enn sem fyrr að þeir þyrftu tíma til að kynna sér gögn málsins. Klukkan sex um morguninn var Ingi- mundur Sigfússon vakinn upp og beðinn að kalla saman Hekluhópinn á fund klukkan 11 á gamlársdag og leggja þar fram formlegt tilboð hópsins í Stöðina. Þeim fundi var síðan frestað til klukkan 1. Það kom því eins og köld vatnsgusa framan í Heklumenn, þegar í ljós kemur að þeim verslunarbankamönnum höfðu orðið drjúg morgunverkin og þeir komu þarna að hlutunum klöppuðum og klárum og var nánast stillt upp við vegg. Þeir höfðu vart komið sér fyrir í fundarherbergi Verslunarbank- ans, þegar þeir Höskuldur Ólafsson bankastjóri og Jón Óttar birtust í sérstökum hálftvöfréttum Stöðvar 2 og þar kemur í ljós: Nýstofnað Eignarhaldsfélag Verslunarbankans hefði komið inn í íslenska sjónvarpsfélagið með 250 milljón króna hlut á móti 150 milljónum króna frá fyrri eigendum. Þessi 250 milljón króna hlutur væri þó strax til sölu. Heimild væri fyrir HEIMSMYND 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.