Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 22

Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 22
STOÐ 2 SAGAN OLL „Hann var eini maðurinn í veröldinni sem hefði getað hrundið þessu fyrirtæki af stað og líka sá sem átti síst að reka það.“ Páll Magnússon fréttastjóri og Jón Óttar á góðri stund. að hálfu ári eftir að félagið hefur sjálft lagt niður rekstur. Því er tilgangslaust fyrir þann sem vill komast yfir Stöðina, að bíða átekta, láta það fara á hausinn og ætla síðan að kok- gleypa fyrirtækið fyrir slikk. Þess vegna er allt þetta kapp- hlaup um kaup hlutabréfa í Stöðinni og forða henni þannig frá gjaldþroti. Fljótlega kom í ljós að mikið bar á milli um álit manna á núverandi hag Stöðvarinnar, fjárþörf, framtíðar- möguleikum og hvernig gengið yrði frá núverandi skuldum. Kaupsýslumönnunum var gefið upp að skuldastaðan væri 1150 milljónir og eiginfjárstaða neikvæð um 400 milljónir. Heklu- menn töldu fjarri því að öll kurl væru þarna komin til grafar, en buðu að fyrirtækin kæmu inn með 250 milljónir króna í nýju hlutafé, en Verslunarbankinn og fyrri eigendur yrðu að taka á sig það sem á vantaði til að koma eiginfjárstöðunni réttu megin við núllið. í raun þýddi þetta að Verslunarbank- inn yrði að afskrifa um 200 til 250 milljónir króna og taka að öllu leyti á sig það sem kallað hefur verið „óskilgreindur vandi“. Með því mun aðallega átt við óvissuþætti eins og úti- standandi óbirtar auglýsingar og óvissu vegna yfirstandandi skattrannsóknar aðallega um meint söluskattsvik, sem tengj- ast þessum auglýsingum. Giskað hefur verið á að þessir óvissuþættir gætu kostað frá 60 til 200 milljónir króna. Þetta reyndist ekki ásættanlegt fyrir Verslunarbankann. Ennfremur lögðu Heklumenn áherslu á að við lausn málsins yrði séð fyrir endann á dæminu, það leyst í eitt skipti fyrir öll með því að létta skuldsetningu þannig að það gæti staðið undir sér og far- ið að skila hagnaði. Þann átjánda desember var viðræðum hætt án þess að vera formlega slitið. Verslunarbankamenn sökuðu Hekluhópinn um að hafa komið málinu í sjálfheldu og væru augsýnilega að nota sér nauman tíma, sem Verslunar- bankinn hefði til að gera upp sín mál áður en hann hyrfi inn í Islandsbanka. Heklumenn segja að slíkt hafi ekki hvarflað að þeim, en telja að um þetta leyti hafi möguleg sala á Vatnsendalandi komið upp og þar verið eygð lausn á málum þremenninganna gagnvart Verslunarbankanum: Þeir kæmu inn með 150 milljóna króna hlutafé og á móti fengj- ust aðrir með 250 milljónir. Það hefði nokkurn veginn leyst málin við bankann, en annað mál hvort vandi Stöðvarinnar væri leystur fyrir því. Þessar viðræður lágu svo niðri fram yfir hátíðar. PÓLITÍSK BJÖRGUNARTILRAUN Næst gerist svo það að strax eftir hátíðar snýr Jón Óttar sér formlega til forsætisráðherra með beiðni um ríkisábyrgð á 400 hundruð milljón króna láni sem Stöð 2 hyggist taka erlendis til að koma fjárhag sínum í lag. Ekki var þetta mál lagt formlega fyrir ríkisstjórnarfund, en var rætt í „formannaklúbbnum" svonefnda að viðbættum Jóni Sigurðssyni. I þessum viðræðum sínum mikluðu ráðherrarnir mjög fyrir sér áhrif þess að Stöð 2 lenti í höndum þess, sem þeir kalla „einlitan skoðanahóp“ og mun sú hræðsla hafa beinst einkum að Arvakri, en þó líka að Hekluhópnum. Töldu þeir það „verðugt keppikefli þeirra sem bera almenningshagsmuni fyrir brjósti að rekstur Stöðvarinn- ar kæmist í hendur almenningshlutafélags, sem að meginuppi- stöðu byggðist á áskrifendum", eins og Jón Sigurðsson orðar það. Þeir höfnuðu þó strax þeim möguleika að setja bráða- birgðalög um ríkisábyrgð. Jón Óttar og félagar áttu svo fund með viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra, Jóni Sigurðssyni og Ólafi Ragnari Grímssyni. Eftir þann fund bauð viðskipta- ráðherra Verslunarbankanum yfirlýsingu um að ríkið ábyrgð- ist lánið með fyrirvara um, að Alþingi samþykkti slíka ábyrgð strax og það kæmi saman í janúarlok. Verslunarbankinn vildi ekki láta sér nægja neitt minna en bráðabirgðalög þegar í stað. Einn heimildarmanna blaðsins sagði að Verslunarbankinn hefði að sínu viti spilað þennan leik frámunalega vitlaust. Hann átti hvað eftir annað kost á því í stöðunni, að losa sig við skuldbindingar sínar yfir á herðar ríkisins og stjórnmála- mannanna. Stjórnmálamenn væru vanir því í samningum að ævinlega væri skilin eftir út- gönguleið fyrir aðila. Þegar Verslunarbankinn hefði neitað svo þvert hverju boðinu á fæt- ur öðru og sagt að ef ekki yrði gengið að öllum skilyrðum hans, yrði Stöðin seld öðrum hefðu menn séð fyrir sér að Svokallaðir áílar fóm illa með álit Stöðvarínnar út á við og grófu verulega undan annarrí aðaltekjulind hennar auglýsingunum. fc/lrbyggðust á því að auglýsingar á Stöðinni voiu notaðar sem gjaldmiðill. » 4 * d 22 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.