Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 86

Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 86
lánuðu fé til stríðsreksturs- ins, stunduðu bæði smygl sem löglega verslun með nauðsynjavöru í stríðunum; hveiti, baðmull og vopn auk þess sem þeir sáu um færslur á greiðslum milli Bretlands og meginlandsins. Elsti sonur Mayers sá um að reka við- skiptin í Frankfurt, annar var í London, sá þriðji í París og hinir yngstu í Vín og Napólí. Veldi Rothschildanna jókst stöðugt og þeir tóku virkan þátt í iðnvæðingu Evrópu á síðari hluta 19. aldar. Þótt önnur ættarveldi risu upp, yrðu ríkari og voldugri hefur Rothschild ættin haldið um- svifum sínum fram á þennan dag, ef til vill mest vegna þeirrar hefðar sem frum- kvöðullinn lagði áherslu á: að viðskiptunum væri ekki skipt upp og áherslan ekki á umframgróða. Þann 5. febrúar árið 1804 fæddist í Jakobstad, sænska hluta Finnlands, Johan Ludvig Runeberg, eitt mesta skáld Finna fyrr og síðar. Verk hans báru sterk- an keim af föðurlandsást og þar sem þau voru skráð á sænsku urðu áhrifin enn út- breiddari. ann 24. febrúar 1848 varð bylting gegn kon- ungdæminu í Frakklandi sem breiddist út til annarra ríkja í Evrópu nema Rússlands, Spánar og Norðurlandanna. Þessi röð byltinga hófst á Sikiley og breiddist þaðan út til Frakklands, Þýskalands, Italíu og Austurríska keisara- dæmisins. Byltingin heppn- aðist aðeins í París þar sem hún leiddi til stofnunar ann- ars lýðveldisins og almenns kosningaréttar. Frumkvöðull kvennabar- áttu í Bandaríkjunum, Susan B. Anthony, fæddist Kvenréttindakonan. þann 15. febrúar 1820 í Mas- sachusetts. Hún var forkólf- urinn í baráttunni fyrir kosn- ingarétti kvenna í Bandaríkj- unum og forseti þar að lútandi samtaka fyrir síðustu aldamót. Starf hennar leiddi til þess að Bandaríkjaþing samþykkti lög um kosninga- rétt kvenna árið 1920. Susan B. Anthony fékk sjálfstætt uppeldi. Hún var læs og skrifandi þriggja ára gömul. Fyrir utan kvenna- baráttu beitti hún sér gegn afnámi þrælahalds og var starfandi með hreyfingu gegn því allt fram að borgarastyrj- öldinni 1861. Hún var alþjóð- lega viðurkennd fyrir störf sín í þágu kvenna þegar hún dó 1906. Þann 3. febrúar 1898 fæddist Alvar (Hugo Henrik Alvar) Aalto í rússn- eska hluta Finnlands, síðar einn frægasti arkitekt þessar- ar aldar. Aalto vann bæði að LEIKHUS Jóhann Sigurðarson. Það er mjög uppörvandi að fá svona boð,“ segir Jóhann Sigurðarson leikari, sem nýverið fékk boð um að koma til Oslóar í júní og taka þátt í samnorrænni sýningu á Aft- urgöngum Ibsens. Jóhann mun leika hlutverk sonarins Os- valds, annað burðarhlutverkið í leikritinu. „Þetta er hátíð- arsýning í tilefni af samnorrænni hátíð í Akershusvirki og er einum leikara frá hverju Norðurlandanna boðið að taka þátt. Eg kann enga skýringu á því hvers vegna einmitt mér er boðið frá Islandi, en ég er mjög ánægður með að fá þetta tækifæri. Ég hef ekki leikið áður í Noregi og hlakka mjög til að vinna með kollegum mínum frá hinum Norðurlöndunum. Annars er ég lítið farinn að velta þessu fyrir mér ennþá, enda í nógu að snúast í leiklistinní hér heima.“ Jóhanni var einnig boðið að lesa úr íslendingasögunum á hátíðadagskrá í Akershusvirki, einu frægasta virki Norð- manna, sem nú hefur verið gert að menningarmiðstöð þar sem ætlunin er að bjóða upp á það besta í norskri list. Jóhann er fastráðinn leikari hjá Þjóðleikhúsinu og leikur um þessar mundir Berg Jónsson í Lítið fjölskyldufyrirtæki. Einnig er hann í einu aðalhlutverkinu í Endurbyggingu Václavs Havel, sem frumsýnt verður 8. febrúar: „Þetta er leikrit um það hvernig miskunnarlaust kerfi fer með fólk og ég leik fulltrúa kerfisins, ritara í tékkneska kommún- istaflokknum,“ glottir hann. Hvað við tekur að lokinni Endurbyggingu er óráðið og Jóhann segist ekki á þessu stigi vita af fleiri verkefnum í bráð. Enginn vafi er þó á því að þau munu verða næg, hvort heldur verður hér heima eða á erlendri grund. Arkitektinn. skipulagi borga sem og hönn- un húsgagna og hlaut al- menna viðurkenningu fyrir nútímalega hönnun og notk- un upprunalegra efna. Skáldið IV. H. Auden fæddist þann 21. febrúar 1907 í York á Englandi og dó í Vín árið 1973. Hann varð frægur á kreppuárunum og mjög róttækur í skoðunum. Faðir hans var þekktur lækn- ir og vísindamaður og móðir- in hjúkrunarkona. Auden ólst upp í kaþólskri trú og miklum áhuga föður síns á Islandi en fjölskyldunafnið töldu þeir komið af íslenska nafninu Hálfdan. Auden kom til íslands árið 1936 og Skáldið. var þá orðinn nafntogaðasta skáld sinnar kynslóðar á Englandi. Hann skrifaði bók um ísland, Bréf frá íslandi, og dró ekki upp ýkja fagra mynd af þjóðlífinu og Reykjavík fannst honum voðalegt pláss. Mataræðið hér fannst honum hræðilegt og klæðaburður íslenskra karlmanna fyrir neðan allar hellur. Þá fannst honum mannasiðum ábótavant þótt kurteisi væri íslendingum eðlislæg. Menningin fannst honum bágborin og var sann- færður um að framtíð íslend- inga í þeim efnum væri undir því komin að þeir innbyrtu það besta úr evrópskri menn- ingu. Auden kom aftur til ís- lands í boði stjórnvalda árið 1964, þá orðinn heimsþekkt skáld. Hann kvæntist Ériku, dóttur skáldsins Tómasar Mann, árið 1936 og gerðist bandarískur ríkisborgari á stríðsárunum. 86 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.