Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 70
MEINLÆTAMAÐURINN
Velgengni er ekkert mál,“ segir Guðni Gunnarsson, leið-
beinandi í heildrænum lifnaðarháttum, sem nýverið
opnaði yogamiðstöðina Frískandi. „Allt sem þarf er að vera
jákvæður, taka ábyrgð á sjálfum sér og passa upp á að jafn-
vægi ríki milli líkama, sálar og huga.“ Virðist nógu einfalt, en
hvernig er framkvæmdin? „Fyrsta skrefið er að viðurkenna
sjálfan sig. Við erum öll einstök og það þýðir ekkert að vera
með neinn samanburð. Við verðum að taka okkur eins og við
erum og gera það albesta úr því. Þegar við höfum gert okkur
grein fyrir því hver við erum og hvað við viljum getum við far-
ið að elska okkur sjálf og þar með lífið. Við verðum að vera í
andartakinu, lifa mínútu fyrir mínútu til fullnustu. Það krefst
skilyrðislauss heiðarleika gagnvart okkur sjálfum. Engar af-
sakanir, enga uppgjöf. Ef við gerum mistök verðum við að
viðurkenna þau og byrja aftur. Þannig viðhöldum við sjálfs-
virðingunni.
Þegar við hættum að umgangast okkur sjálf eins og ösku-
tunnur kemur af sjálfu sér að við förum að rækta okkur sjálf,
með hugrækt, líkamsrækt og réttu mataræði. Ást, umhyggja
og kærleikur eru lyklarnir að betra lífi og velgengni á hvaða
sviði sem er og ef einhver er í vafa um hvar eigi að byrja er
gott að hafa í huga að við erum það sem við hugsum og byrja
á að breyta því.“
• Sjálfsást
• Ábyrgð
• Jákvæðni
• Sjálfsræktun
• Sjálfsvirðing
• Umhyggja
• Kærleikur
leiðbeinandi í heildrœnum lifnaðarháttum
70 HEIMSMYND