Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 35

Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 35
A special section on global affairs prepared for Heimsmynd TheWorldPaper Hetjusaga Silviu Brucan egar Silviu Brucan, aðstoðarritstjóri World- Paper fyrir Austur-Evrópu síðustu 11 árin, braust út úr stofufangelsi á heimili sínu í fæð- ingarborg sinni Búkarest, uppgötvaði hann að hann var staddur í sjálfri skjálftamiðju þeirra þjóðfélagshamfara sem skóku Rúmeníu. Brucan hafði um langt skeið verið trúr og virtur fé- lagi í Kommúnistaflokki Rúmeníu og komið víða við á ferli sínum sem hagfræðingur, blaðamaður, diplómat, stjórnvísindamaður og stjórnvitringur. Nú er hann í innsta hring Þjóðbjörgunarnefndarinnar sem gerir sitt besta til að grafa fortíðina, glíma við nútíðina og undir- búa frjálsar kosningar í apríl. Með glöggskyggni sinni, raunsæi og hugrekki getur Brucan staðið sem persónugervingur hinnar skyndilegu og þrautseigu byltingarhreyfingar sem ætt hefur yfir lönd Mið-Evrópu. Hann hefur, að svo miklu leyti sem nokkur einstaklingur hefur getað, lifað hinar pólitísku hugsjónir, blekkingar og tálvonir sem hafa legið í tím- anum. Brucan gerðist kommúnisti á dögum hersetu nasista í Rúmeníu, var meðal stofnenda flokksmálgagnsins, Scinteia, og þjónaði að lokum landi sínu sem sendiherra í Bandaríkjunum og hjá Samcinuðu þjóðunum. Smátt og smátt lukust augu hans upp fyrir mis- brestunum í því kerfi sem hann þjón- aði og gereyðandi stórmennsku- brjálæði forseta þess, Nicolais Ceausescu. Varfærnisleg gagn- rýni Brucans snerist upp í beina fordæmingu 1987, þeg- ar hann studdi opinber- lega uppþot rúm- enskra verka- rnanna í Brasov. Fyrir ári átti hann upptök að mótmælaskjali sem afhent var forsetanum. Hann var tvívegis settur í stofu- fangelsi, en slapp við verri örlög fyrst og fremst vegna þess álits sem hann naut meðal erlendra fjölmiðla. Fjórum dögum fyrir jól hurfu öryggisverðirnir skyndilega frá sveitasetrinu, sem Brucan kallaði svo, í útjaðri Búkarest, þar sem honum, konu hans og dóttur hafði verið haldið án samskiptamöguleika við umheim- inn í sex mánuði. Brucan gekk út og fékk far með bíl niður í miðborgina til liðsinnis við þá sem þegar höfðu hafið baráttuna fyrir falli Ceausescus. Silviu Brucan átti grein strax í fyrsta hefti The WorldPaper. í samræmi við þá ritstjórnarstefnu okkar að kynna lesendum heiminn með því að leiða fram raddir þátttakenda í lífsbaráttunni hverju sinni, hefur hann greint - og séð fyrir - þá upplausn kommún- istahreyfingarinnar, sem hann var hluti af, með ótali greina. Nú við áramótin birtist í Financial Times í London uppsláttargrein um Brucan undir fyrirsögninni „Rödd hinnar nýju Rúmeníu“. Það er með stolti sem við gerum þá forspáu inn- sýn í framvindu at- burða, sem þessi „rödd Rúmen(u“ hefur áður birt á síðum blaðs okkar, að þungamiðju umfjöllunar okk- ar á byltingunni í Rúmeníu. Crocker Snow jr. adalritstjóri. HEIMSMYND 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.