Heimsmynd - 15.01.1990, Page 35

Heimsmynd - 15.01.1990, Page 35
A special section on global affairs prepared for Heimsmynd TheWorldPaper Hetjusaga Silviu Brucan egar Silviu Brucan, aðstoðarritstjóri World- Paper fyrir Austur-Evrópu síðustu 11 árin, braust út úr stofufangelsi á heimili sínu í fæð- ingarborg sinni Búkarest, uppgötvaði hann að hann var staddur í sjálfri skjálftamiðju þeirra þjóðfélagshamfara sem skóku Rúmeníu. Brucan hafði um langt skeið verið trúr og virtur fé- lagi í Kommúnistaflokki Rúmeníu og komið víða við á ferli sínum sem hagfræðingur, blaðamaður, diplómat, stjórnvísindamaður og stjórnvitringur. Nú er hann í innsta hring Þjóðbjörgunarnefndarinnar sem gerir sitt besta til að grafa fortíðina, glíma við nútíðina og undir- búa frjálsar kosningar í apríl. Með glöggskyggni sinni, raunsæi og hugrekki getur Brucan staðið sem persónugervingur hinnar skyndilegu og þrautseigu byltingarhreyfingar sem ætt hefur yfir lönd Mið-Evrópu. Hann hefur, að svo miklu leyti sem nokkur einstaklingur hefur getað, lifað hinar pólitísku hugsjónir, blekkingar og tálvonir sem hafa legið í tím- anum. Brucan gerðist kommúnisti á dögum hersetu nasista í Rúmeníu, var meðal stofnenda flokksmálgagnsins, Scinteia, og þjónaði að lokum landi sínu sem sendiherra í Bandaríkjunum og hjá Samcinuðu þjóðunum. Smátt og smátt lukust augu hans upp fyrir mis- brestunum í því kerfi sem hann þjón- aði og gereyðandi stórmennsku- brjálæði forseta þess, Nicolais Ceausescu. Varfærnisleg gagn- rýni Brucans snerist upp í beina fordæmingu 1987, þeg- ar hann studdi opinber- lega uppþot rúm- enskra verka- rnanna í Brasov. Fyrir ári átti hann upptök að mótmælaskjali sem afhent var forsetanum. Hann var tvívegis settur í stofu- fangelsi, en slapp við verri örlög fyrst og fremst vegna þess álits sem hann naut meðal erlendra fjölmiðla. Fjórum dögum fyrir jól hurfu öryggisverðirnir skyndilega frá sveitasetrinu, sem Brucan kallaði svo, í útjaðri Búkarest, þar sem honum, konu hans og dóttur hafði verið haldið án samskiptamöguleika við umheim- inn í sex mánuði. Brucan gekk út og fékk far með bíl niður í miðborgina til liðsinnis við þá sem þegar höfðu hafið baráttuna fyrir falli Ceausescus. Silviu Brucan átti grein strax í fyrsta hefti The WorldPaper. í samræmi við þá ritstjórnarstefnu okkar að kynna lesendum heiminn með því að leiða fram raddir þátttakenda í lífsbaráttunni hverju sinni, hefur hann greint - og séð fyrir - þá upplausn kommún- istahreyfingarinnar, sem hann var hluti af, með ótali greina. Nú við áramótin birtist í Financial Times í London uppsláttargrein um Brucan undir fyrirsögninni „Rödd hinnar nýju Rúmeníu“. Það er með stolti sem við gerum þá forspáu inn- sýn í framvindu at- burða, sem þessi „rödd Rúmen(u“ hefur áður birt á síðum blaðs okkar, að þungamiðju umfjöllunar okk- ar á byltingunni í Rúmeníu. Crocker Snow jr. adalritstjóri. HEIMSMYND 35

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.