Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 89

Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 89
Tungumál. . . framhald af bls. 33 hann var skotinn. Hindúa-stjörnuspek- ingur hefði séð það fyrir og ráðlagt honum að vera í einangrun. í fæðingar- korti Johns F. Kennedy er einnig hættumerki. I ellefta húsi sést að vinir hans eru í raun óvinir og sjötta hús sýn- ir að honum tekst ekki að sigra óvini sína. Fetta er einföldun en við rann- sókn á korti hans hef ég dregið þá ályktun að samsæri hafi leitt til þess að hann var myrtur.“ James Braha útskýrir húsin tólf í stuttu máli svo að fyrsta húsið sé tákn persónuleikans, útlits og eigin- leika sem leiði til frægðar. Elvis Presley sérstaklega, Monroe, Marlon Brando, John Lennon og Dustin Hoff- man eru öll dæmi um einstaklinga með sterkt fyrsta hús. Þetta fólk á auðvelt með að verða frægt. Steven Spielberg, hinn frægi leikstjóri, er einn fárra und- antekninga frægs fólks með veikt fyrsta hús. Hann hefur lagt mjög hart að sér í fyrri tilverum til að öðlast það sem hann nú hefur. Hann hefur það sem Indverjar kalla poorvapunya, umbun frá fyrri lífum og birtist í fimmta húsi (sem er sterkt hús hjá flestum stjórn- málaleiðtogum). Annað hús er tákn peninga, fjár- mála, gilda. þekkingar, hugmyndaflugs og sannleika. Lyndon B. Johnson Bandaríkjaforseti hafði sterkt annað hús. Enda var hann ríkur en vísbend- ingar í öðru húsi í hans korti benda líka til þess að hann hafi verið lyginn. í skóla var hann uppnefndur fíull John- son og að honum fjarstöddum Bullshit Johnson. Þriðja húsið tengist daglegum ósk- um, frumkvæði, sambandi við systkini, hugrekki, viljastyrk, ævintýraþrá, list- um og bókmenntum. Fjórða húsið tengist móður, heimili og eignum - með öðrum orðum táknar það almenna vellíðan og hamingju. Það er afar sjaldgæft að sjá þetta hús án skugga. í korti Johns Lennon var það mjög veikt enda átti hann ömur- lega bernsku. Fimmta húsið tengist börnum, fjár- festingum, listum, skjótfengnum gróða, íhugun, íþróttum, myndlist, hugsjónum, frama og leiðtogahæfileik- um og tengist mjög umbunum frá fyrri lífum. Flestir leiðtogar hafa mjög sterkt fimmta hús. Samkvæmt stjörnu- speki hindúa benda ákveðnar afstöður stjarna í fimmta húsi til þess að menn séu þjófar eða lygarar. þegar Merkúr snýr að Mars. Þessa afstöðu sé ég í stjörnukortum margra stjórnmálaleið- toga, meira að segja Jimmys Carter. Afstaðan bendir einnig til þess viðhorfs að tilgangur helgi meðal. Poorvapun- ya, tákn fimmta hússins, umbun frá fyrri lífum útskýrir það að margir stjórnmálamenn hafa sterka vitund um örlög sín. Richard Nixon var farinn að tala um sig sem forseta mjög ungur. Þessir einstaklingar hafa lagt hart að sér í fyrri tilvistum til að ná þessum frama. Yoko Ono, sú fræga kona, hef- ur einnig mjög sterkt fimmta hús. Ég skildi aldrei hvað John Lennon sá við hana fyrr en ég skoðaði kortið hennar. Hún er einstaklega greind samkvæmt því með óvenjulega frumlega hugsun. Sjötta húsið tengist heilsu, mataræði, óvinum, öfund, þjófnaði, skyldmenn- um og fleiru. Áhrif sjötta húss annars staðar geta verið mjög skaðvænleg. Or- son Welles hafði sterkt sjötta hús. Hann hafði mikla matarlyst og þann eiginleika að sigrast á óvinum eða að- stæðum. Sem ungur maður kom hann til írlands og hvíslaði að leikstjóra í Dublin að hann væri mjög þekktur, amerískur leikari sem kysi að fara huldu höfði. Hann fékk ótal tilboð um bestu hlutverkin í kjölfarið. Sjöunda húsið er tákn hjónabands. Gott sjöunda hús er eitt af sjaldgæfustu fyrirbærum stjörnukorts. Það er til staðar í korti Pauls Newman en þó truflað að því leyti að hann gekk í gegnum skilnað en virðist nú vera í sér- staklega góðu hjónabandi. Hindúar tala um fyrirbæri í stjörnukortum fólks sem nefnist kujadosha og tengist plán- etunni Mars. Þetta fyrirbæri kemur fyr- ir í þremur af hverjum tíu kortum og þýðir að viðkomandi verði óhamingju- samur af völdum maka síns. Þegar kujadosha kemur fram í korti ungs Ind- verja er séð til þess að sá gangi í hjóna- band með aðila sem er líka með kuja- dosha í sínu korti - báðir vænta þess að verða fórnarlömb en ekkert gerist. Þannig kemur túlkun á stjörnukorti að gagni þegar á unga aldri. Jackie Onass- is er með kujadosha í sínu korti sem og ég sjálfur. Attunda húsið tengist ævilengd fólks, lífsorku, kynlífi, dauða og fleiru. Mörg fræg kyntákn hafa sterkt áttunda hús, til dæmis Marilyn Mon- roe, John Travolta, Paul Newman og John Kennedy. Muhammed Ali hefur einstaklega sterkt áttunda hús, ofsa- lega lífsorku, fimm af níu plánetum í kortinu hans eru staðsettar í áttunda húsi. Áttunda hús er líka tákn dauð- ans. Á þeim tíma sem John Lennon var myrtur var hann í einstakri hættu samkvæmt hindúískri útfærslu á korti hans. Að sögn var hann í nánu sam- bandi við vestrænan stjörnuspeking áð- ur en hann dó en ég þori að veðja að jafnvel byrjandi í hindúa-stjörnuspeki hefði skynjað hættuna í korti hans og ráðlagt honum að fara varlega. Martin Luther King hafði áberandi veikt átt- unda hús. Níunda húsið er tákn föður, heppni, langra ferðalaga, trúar, heimspeki og gæfu. Tíunda húsið er tákn starfs- frama, virðingar, heiðurs og valda- tengsla. Leikkonan Brooke Shields hefur til dæmis fimm plánetur í tíunda húsi en frami hennar hófst þegar hún var þriggja ára. Ellefta húsið er tákn óvæntra tækifæra og árangurs í sókn eftir markmiðum. Tólfta húsið tengist útgjöldum, skuldum, fangelsi og sorgum. í korti kvikmyndaleikstjórans Francis Ford Coppola eru vísbendingar um mikinn auð í öðru húsi en afstæður pláneta í tólfta húsi sýna að hann eyðir öllu sem hann aflar og er því stöðugt að berjast við skuldahala. í korti Mahatma Ghandi eru afstöður í tólfta húsi sem renna stoðum undir þá staðreynd að hann var lengi í fangelsi. Hjá Jimmy Carter eru afstöður pláneta í tólfta húsi slæmar og sýna erfiðleika hans í tengsl- um við fjarlæg ríki - íran í hans til- felli.“ Ein leið til að styrkja jákvæð áhrif pláneta eða draga úr þeim neikvæðu er notkun eðalsteina. Þannig bendir Jam- es fólki á að nota ýmist gulan safír, demant, perlur, grænan emerald eða rauðan rúbín, allt eftir því á hvaða tímabili það er og hvenær það er fætt. Á bhukti tímabilunum á fólk einnig að nota aðra steina og eingöngu það tíma- bil - til dæmis er notaður rauður kórall á Mars-tímabilinu sem varir í sjö ár en þá verður fólk að taka steininn af sér og bera annan stein sem hæfir Rahu- tímabilinu. Því stærri og verðmætari sem steinarnir eru því betra, segir hann. Öllum stjörnuspekingum getur skjátlast og ekkert kort er alveg óbrigðult, að sögn Braha. Þannig var hægt að sjá fyrir dauða Lennons og fall Nixons í embætti í hindúa-kortum en um dauða James Dean á unga aldri var engin vísbending í hans korti. „Flestir stjörnuspekingar eru sammála um það að vísbending í korti bendi til mögu- leika, renni önnur vísbending stoðum undir þann möguleika er umrætt atriði orðið mjög líklegt og komi það fyrir í þriðja sinn er fólk orðið visst í sinni sök.“ James fór í aðra námsför til Indlands eftir að hafa lagt stund á kortalest- ur í Bandaríkjunum í tvö ár. Árið 1984 var hann nemandi stjörnuspekingsins Poputlal M. Padia í Bombay. „Þótt markmið mitt með Indlandsförinni væri að læra meira verð ég að viður- kenna að forvitni mín um eigin örlög réð úrslitum. Mér fannst mér ekki verða nógu ágengt í stjörnuspekinni heima fyrir - samt fann ég fyrir dharma, einhverjum tilgangi í lífi mínu sem þó virtist ekki rætast. „Það kem- ur,“ sagði Padia. „Þú öðlast viður- kenningu og frægð þegar þú verður 36 ára.“ Þegar Braha kom aftur til Bandaríkj- anna byrjaði hann að undirbúa verk sitt um austræna stjörnuspeki. Þegar Satúrnús undirkafli í Rahu-tímabili hans hófst fóru orðin að flæða út úr penna hans, en hann hafði aldrei verið HEIMSMYND 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.