Heimsmynd - 15.01.1990, Síða 56

Heimsmynd - 15.01.1990, Síða 56
Hjónin Kristjana Jónsdóttir frá Gautlöndum og Helgi Sveinsson Rphekka JónsdótUr hennar P< Unnur og dætur litlu húsi við Silfurgötu ásamt öllum sínum stóra og gáfaða barnahóp. Eitt sinn var sagt að í öllum bekkjum Barnaskólans á ísafirði væru það börn séra Guðmundar frá Gufudal sem væru efst. Ekkert þeirra fór þó hinn hefðbundna menntaveg, þar mun sérviska föðurins hafa ráðið miklu. Börnin voru þessi: f. Jón Guðmundsson (1889-1971). Hann var starfsmaður og endurskoðandi SÍS á árunum 1918 til 1936 en þá var hann skip- aður fyrsti ríkisendurskoðandinn. Árið 1939 var hann svo skipaður skrifstofustjóri í nýstofnuðu viðskiptaráðuneyti og gegndi því embætti meðan heilsa leyfði. Kona hans var Ás- gerður Guðmundsdóttir og voru börn þeirra: 1. Ólafur Jóns- son (1936-1984), blaðamaður og rithöfundur, oftast kallaður gagnrýnandi. Hann var blaðamaður á Tímanum, Alþýðublað- inu, Vísi, Dagblaðinu og loks DV og var einn af áhrifamestu bókmennta- og leiklistargagnrýnendum samtímans. Hann var ritstjóri Skírnis um árabil og stundakennari við Háskólann. Greinasafn hans, Líka líf, kom út 1979. Elsta barn hans er Jón Ólafsson (f. 1964), sem var fréttamaður á Sjónvarpinu á síð- asta ári og nemur nú rússnesku í Moskvu. 2. Sólveig Jónsdóttir (f. 1938) BA, kennari og blaðamaður. b. Steingrímur Guðmundsson (1891-1981) prentsmiðjustjóri. Hann var prentari og vann árum saman við fag sitt í Dan- mörku. Árið 1930 var hann ráðinn forstjóri Ríkisprentsmiðj- unnar Gutenberg og var um skeið framkvæmdastjóri Ríkis- útgáfu námsbóka. Kona hans var Eggrún Arnórsdóttir og dæt- ur þeirra Margrét Steingrímsdóttir (f. 1920), félagsmálafulltrúi Reykjavíkurborgar, og Kristjana Steingrímsdóttir (f. 1923) húsmæðrakennari. c. Haraldur Guðmundsson (1892-1971) varð þekktastur bama þeirra Rebekku og Guðmundar. Á yngri árum stundaði hann ýmsa algenga vinnu en var þá þegar kominn á kaf í stjórnmál sem eindreginn jafnaðarmaður. Hann var kjörinn í bæjarstjórn ísafjarðar 1920 en fluttist að loknu kjörtímabilinu til Reykjavíkur. Á árunum 1925 til 1927 var hann kaupfélags- stjóri við Kaupfélag Reykjavíkur en þegar það lognaðist út af gerðist hann ritstjóri Alþýðublaðsins og sat þá jafnframt í bæj- arstjórn Reykjavíkur. Hann var kosinn alþingismaður ísfirð- inga 1927 og var þá kominn í fremstu röð stjórnmálamanna. Sat hann óslitið á þingi til 1957 að einu kjörtímabili undan- skildu. í palladómi Magnúsar Storms um Harald frá 1930 er hann talinn mesti ræðumaður jafnaðarmanna og einn af bestu ræðumönnum þingsins: „Hann talar ekki mjög oft og venju- lega ekki í öðrum málum en þeim sem nokkuru skipta. - Hé- gómamálin, sem lítilsigldari þingmennirnir belgja sig út á, læt- ur hann sig litlu skipta. Hann býr sig vel undir málin og talar hæfilega langt og kann vel að gera greinarmun meginatriða og aukaatriða í áhersluvali og niðurskipun, en það er það, sem suma, jafnvel mælskustu þingmennina. . . brestur nokkuð til- finnanlega." Þá taldi Magnús, sem var andstæðingur hans í stjórnmálum, að Haraldur væri enginn ritsnillingur á við það sem hann væri ræðuskörungur og lægju yfirburðir hans sem ræðumanns í flutningi ræðunnar, forminu, áherslum og þunga. Þegar Alþýðuflokkurinn stóð frammi fyrir því í fyrsta sinni að velja ráðherraefni árið 1934 varð Haraldur Guðmundsson fyrir valinu og var hann atvinnuráðherra 1934 til 1938. Hann var svo forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins 1938 til 1957. Eft- ir átökin um Hannibal Valdimarsson í flokknum á árunum 1952 til 1954 var Haraldur kosinn formaður Alþýðuflokksins en kaus að hætta afskiptum af stjórnmálum 1956 er flokkurinn gekk til samstarfs við kommúnista í vinstri stjórn en fyrir kosningar hafði hann lýst því opinberlega yfir að slíkt mundi aldrei gerast. Hann var síðan gerður að sendiherra í Osló og lauk þar starfsferli hans. Haraldur Guðmundsson, einn af laukum Gautlandaættar- innar, var kvæntur Margréti Brandsdóttur og áttu þau þessi börn: Haukur Haraldsson (f. 1931) deildarstjóri hjá Trygginga- stofnun ríkisins, Hrafn Haraldsson (1932-1986) viðskiptafræð- ingur, Póra Haraldsdóttir (f. 1935), fulltrúi í Osló, Rebekka Haraldsdóttir (f. 1939), sálfræðingur í Kaupmannahöfn, ogJó- hanna Haraldsdottir (f. 1943) lífefnafræðingur. d. Ketill Guðmundsson (1894-1983). Hann fékk það hlut- verk að vera kaupfélagsstjóri Kaupfélags ísfirðinga frá 1921 og síðan um áratugaskeið. Honum mun hafa kippt dálítið í föð- urkynið um sérvisku. Sagt var að hann neitaði að selja vöru ef lítið var eftir af henni í kaupfélaginu til þess að það yrði ekki uppiskroppa með hana. Kona hans var María Jónsdóttir og börn þeirra: Unnur Ketilsdóttir (f. 1933), gift Bjarna Herjólfs- syni, flugumferðarstjóra í Reykjavík, Guðmundur Ketilsson (f. 1936), verslunarmaður á Akureyri, Dóra Ketilsdóttir (f. 1937), gift Lárusi Gunnarssyni, flugvirkja í Reykjavík, og Ása Ketilsdóttir (f. 1939), gift Sveini Guðmundi Sveinssyni, bygg- ingarverkfræðingi í Reykjavík. Sonur hennar er Birgir Árna- son (f. 1957) hagfræðingur, aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar vipskiptaráðherra, frænda síns. Birgir hefur verið í forystu hjá ungum jafnaðarmönnum. e. Þórir Guðmundsson (1896-1937) búfræðingur. Hann var kennari á Hvanneyri og loks forstöðumaður búfræðideildar 56 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.