Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 22

Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 22
Hún man tímana tvenna Þórunn Maggý og hélt að dagsverki sínu væri lokið þegar hún hafði komið börnunum á legg. ásamt amerískri vinkonu sinni þegar hún tók prestsvígslu. alin upp við það að fullorðna fólkið hefði alltaf rétt fyrir sér og börnum væri hollast að hlýða og þegja. Hvorki þá né nú hefur fulíorðnu fólki lærst að hlusta eftir þeim sannindum sem börn geta bú- ið yfir. Þau geta búið yfir mikilli þekk- ingu, eru oft afar vitrir einstaklingar og ástæða þess er sú að það er svo stutt síð- an þau tóku sér bólfestu í mannlegum líkama.“ Hún er eins sannfærð um endurholdg- un og fyrri líf eins og það að sólin komi upp á morgun. „Strax barn að aldri varð mér ljóst að ég hefði lifað áður. Fyrir mér voru það eðlileg og sjálfsögð sann- indi. Tel ég líklegast að þar hafi verið um að ræða þekkingu sem ég hef flutt með mér frá öðru tilverustigi. Forlífssýn- ir mínar hófust snemma og hafa fylgt mér alla ævi. Ég man eftir því að í hvert sinn sem ég heyrði bjölluhljóm sá ég eft- irfarandi sýn: Ég sat á sleða sem var dreginn af tveimur hestum. Við hlið mér var maður sem breiddi yfir mig loðfeld. Uti var nístingskalt og hvert sem augað eygði var snjór og ísbreiður. Skammt framundan stóð hús, ólíkt öllum húsum sem ég hafði áður séð, og var ferð okkar heitið þangað. Önnur forlífssýn sýndi mér sjálfa mig sem tatarastúlku sem ver- ið var að brenna á báli. Ég hafði farið út í skóg, skammt utan við þorpið þar sem ég bjó til að týna grös og jurtir, sem móðir mín notaði til lyfjagerðar. Þegar ég kom heim og móðir mín fór að skoða feng minn ruddust skyndilega þrír menn inn í kofann okkar. Tóku þeir okkur höndum og sögðu okkur iðka galdur. Móður minni tókst að sleppa frá mönn- unum og flýði hún til skógar. Ég var brennd á báli og í sýninni skynja ég líðan mína og hugsanir mjög vel. Ég leið ógn- arkvalir þar sem eldtungurnar léku við líkama minn en ég man að ég neitaði að játa einhverja sekt.“ Hún segist hafa fengið staðfestingu á þessum og fleiri fyrralífssýnum hjá er- lendum miðlum. I Bandaríkjunum, en þar dvaldi hún um árabil, skýrði for- lífsmiðill henni frá því að hún hefði eitt sinn verið stúlka í Rússlandi og einnig tatarastúlka sem brennd var á báli fyrir galdra. „Ég söng alltaf með þegar ég heyrði óperu sem barn. Mér var sagt að þegja, þetta væri óþolandi, en lögin kunni ég. Við fæðumst aftur til að bæta fyrir það sem við gerðum miður áður. Það er eng- in leið að sleppa við þessa þroskagöngu. Þegar ég var unglingur dreymdi mig draum. Mér fannst ég standa fyrir fram- an Háskólann og fann að ég átti eftir að fara langa leið til að komast þangað. Síð- ar hef ég skynjað þessa samlíkingu milli lífs og skóla. Við verðum að ná mörgum áföngum áður en við komumst á loka- stigið." Þórunn segist lengi hafa verið á flótta undan hæfileikum sínum. „Miðilsstarfið tekur óhemju kraft frá manni en ég býst við að þessi þróun hafi verið óumflýjan- leg. Sjálf hef ég aldrei sóst eftir sönnun- um fyrir dulrænni reynslu minni. Þær hef ég hið innra með mér sem og trúna sem hefur alltaf fylgt mér. Ég veit að ég á ýmsum verkum ólokið hérna megin en hef ætíð verið óþreyjufull að komast úr þessu jarðlífi. Ég giftist ung og eignaðist sex böm með eiginmanni mínum. Eitt þeirra misstum við. Það var lítil telpa sem dó aðeins sex mánaða gömul. Hún hefði aldrei náð því að vera heilbrigð og ég upplifði dauða hennar ekki sem sorg. Ég man hvað eiginmaður minn og tengdamóðir voru undrandi yfir því að ég skyldi ekki fella tár þegar hún var jörðuð. En ég var glöð, hjartanlega glöð, að þessi litla sál skyldi fá að losna úr þeim táradal sem við búum í. Við bjugg- um í Keflavík og strax þá var fólk farið að leita til mín ef það átti í erfiðleikum. Ég reyndi að veita þá aðstoð sem ég gat og notaði spil sem hálfgerða hækju, eins og ég væri að spá. Ég vildi ekki að fólk vissi að ég fengi og meðtæki öll mín skilaboð að handan. Spilin voru bara skálkaskjól. Það er erfitt að vera dul- rænn og slíkt fólk er því miður oft litið hornauga.“ Skömmu eftir að hún fluttist til Kefla- víkur gekk hún í Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja. „Þar kynntist ég mörgu stór- kostlegu fólki þar á meðal Ósk Guð- mundsdóttur læknamiðli. Hún er yndis- leg kona og ein mín nánasta vinkona nú. A þessum tíma keyrði ég Ósk oft á milli staða þegar hún var í líknarstörfum og smám saman fór ég að vinna sem orku- leiðari fyrir hana en það starf er fólgið í því að gefa miðlunum sem eru að vinna kraft. Sálarrannsóknarfélagið fékk síðan að nota hús mitt til miðilsfunda. Þá kynntist ég Hafsteini Björnssyni miðli og varð okkur strax vel til vina. Hann er einn stórkostlegasti miðill sem við höf- um átt. Það var sama hvað fyrir hann var lagt í dásvefni. Hann virtist geta allt, hvort sem var, að fara í eitthvert hús í Bandaríkjunum eða finna skip úti á miðju hafi. Fljótlega varð ég sitjari hjá Hafsteini og uppgötvaði að dulrænir hæfileikar mínir voru meiri en ég hafði haldið. Ég varð fyrir margs konar dul- rænni reynslu sem var alveg ný fyrir mér. Hafsteini og Ósk var þetta báðum ljóst og hvöttu mig áfram.“ Hún segist vita það nú að hún hafi allt sitt líf verið að undirbúa sig undir það starf sem hún sinnir nú. „Ég hélt að þeg- ar ég væri búin að koma börnunum á legg væri ég búin að ljúka mínu dags- verki en öðru nær, það var rétt að byrja,“ segir hún og hlær glaðlega. Hún var fráskilin og hafði búið með Karvel Ögmundssyni útgerðarmanni um árabil og eignast með honum einn son, þegar hún ákvað að rífa sig upp með rót- um og fara til Bandaríkjanna. „Þegar þangað var komið var eins og mér opn- uðust skyndilega áður og ókunn dulræn svið. Ég bjó rétt fyrir utan San Francisco og tvö yngstu börnin voru með mér. Elsti sonur minn, Guðmundur Mýrdal, framhald á bls. 92 22 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.