Heimsmynd - 01.03.1990, Page 24

Heimsmynd - 01.03.1990, Page 24
Dulspekin hefur verið hluti af mínu lífi alit frá því að ég man eftir mér,“ segir Anna Herskind sem hefur mikið velt þeim fræðum fyrir sér og meðal annars haldið fræðslufundi um dulspeki. „Sem barn vissi ég ýmsa hluti sem enginn hafði sagt mér og sá og skynjaði ýmislegt sem þeir sem umhverf- is mig voru töldu rugl. Það voru vand- ræði ef þurfti að sækja til mín lækni, því ég gat aldrei svarað því hvort ég hefði verki, stingi, ónot eða seiðing, ég gat bara lýst líðan minni í litum. „Þetta er svona ljósrautt með brúnum doppum inn í.“ sagði ég kannski ef læknirinn spurði hvernig verkimir væru. Og læknirinn leit á mömmu með vorkunnarsvip fyrir að eiga svona ruglaða dóttur. Það var mikið gert grín að mér fyrir þetta. Ef ég rak mig á spurði fólk hvernig það væri á lit- inn og ég fór að gangast upp í athyglinni og bulla. Svo skildist mér að þetta væri eitthvað óeðlilegt og týndi þessu niður. Núna veit ég að þetta var raunverulegt. Við skynjum hluti í litum, tónum og með lykt án þess að gera okkur grein fyrir því.“ Anna hefur lesið mjög mikið um dul- speki og eftirlætis dulspekingur hennar er C.W.Leadbeater: „Ég fæ jákvæða svörun inni í mér við því sem hann skrif- ar. Það er aðferðin sem ég nota til að gera það upp við mig hvort það sem ég er að lesa hafi einhverja dýpri merkingu eða sé bara kukl. Ég fer inn í sjálfa mig og beiti dómgreindinni á það sem stang- ast á og ég trúi því að það sem mín innri dómgreind segir mér að sé rétt sé það. Ég er ekki þar með að segja að allt ann- að sé kukl og vitleysa, það er hægt að fara margar leiðir að þessum hlutum al- veg eins og í trúarbrögðunum. En það verður að taka þessi fræði alvarlega og umgangast þau með varúð. Ég er ugg- andi í sambandi við þessa opnun sem hefur orðið undanfarið, það er eins og stífla hafi brostið og ég er hrædd um að margir byrji á röngum enda, fari að reyna að opna stöðvar sem þeir eru alls ekki tilbúnir til þess að opna og fást við ýmsa hluti sem þeir hafa ekki næga þjálf- un til að ráða við. Þá leysir fólk úr læð- ingi ýmis öfl í umhverfinu sem það ræður ekki við. Það endar oft skelfilega og fólk missir vitið. Það verður að byrja á því að lesa sér til, fara inn í sjálfan sig og geta rökrætt hlutina niður í kjölinn án þess að hrekja þá. Mér finnst til dæmis hróplegt misræmi í því að trúa á líf eftir dauðann en afneita endurholdgunarkenningunni. Auðvitað getur enginn fullyrt neitt um þetta en ég trúi á endurholdgun, finnst ekkert réttlæti í öðru. En við megum ekki gleyma því að við erum fyrst og fremst hér og nú og megum ekki láta forvitnina um fyrri líf eða tilraunir til að kíkja inn á önnur svið verða þess vald- andi að við gleymum að lifa þessu lífi.“ Fyrir leikmann sem horfir á fræðin ut- an frá er erfitt að átta sig á því hvað flokkast undir dulspeki, hvernig stjörnu- speki og endurholgunarkenningar tengj- og er ennþá sterkari í heiminum en kærleikurinn. ast og hvar sá sem vildi kynna sér fræðin ætti fyrst að bera niður. „Þetta er allt sami hluturinn," segir Anna, „stjörnu- speki, heimspeki, dulfræði, kabbalismi, jóga, tarot og goðafræði. Það notar hver stofn sín hugtök en þegar farið er að kafa í hlutina tengist þetta allt saman. Þetta er engin ný bóla. Það er talið að menn hafi verið komnir mjög langt á Atlantis, fornegyptar vissu miklu meira um þessi mál en við og sömuleiðis indí- ánar. Það er einmitt þegar vitneskjan er orð- in mikil sem heimsveldin hrynja, því maðurinn er svo ófullkominn að svarti galdurinn og kuklið eykst til jafns við viskuna og hvíta galdurinn og það er kuklið sem fellir heimsveldin. Illskan hefur alltaf verið og er ennþá sterkari í heiminum en kærleikurinn og illu öflin hafa of oft náð yfirhöndinni í mönnun- um. Við erum svo stutt komin á þroska- brautinni að almættið verður að hafa vit fyrir okkur. Styrjaldir voru til dæmis nauðsynlegar til að þroska menn og enn- þá þurfum við vissan ótta til að halda friðinn. Óttinn getur verið okkur nauð- syn til að við förum okkur ekki að voða en óttinn við hið óþekkta stafar af þekk- ingarleysi sem við þurfum að sigrast á. Það er manninum afskaplega erfitt að óttast dauðann og sá ótti hverfur um leið og þú gerir þér grein fyrir því að dauðinn er ekki til.“ Anna trúir á Guð. Trúir að Guð sé kærleikur og að kærleikurinn sé mikil- vægasta aflið í veröldinni og að megin- markmið okkar í hverri jarðvist sé að bæta okkur sjálf: „Ef það verður okkur eðlilegt að hugsa fallegar hugsanir og elska meðbræður okkar eykst næmnin og stöðvarnar opnast meira, við kom- umst nær uppruna okkar, skiljum meira og þroskumst. Kannski ekki nema eitt hænufet í hverri jarðvist en þetta er löng leið og það munar um hvert hænufet. Við þroskum okkur fyrst og fremst með breytni okkar og hugsunum og hugsanir hafa meiri mátt en fólk heldur. Við verð- um að vera meðvituð um að það erum fyrst og fremst við sjálf sem við þurfum að breyta. Temja okkur umburðarlyndi og forðast að dæma aðra og reiðast. Það er meiri glæpur að senda einhverjum ljótar hugsanir heldur en að fara til hans og misþyrma honum líkamlega í ofsa- bræði. Ég er ekki að tala um hugsanir sem flögra um stjórnlaust í kollinum á okkur, heldur meðvitaðar illar hugsanir sem við beinum að annarri persónu. Við verðum að reyna að temja okkur það að eyða þeim. Ef við stöndum okkur að því að senda frá okkur ljóta hugsun verðum við að senda eld á eftir henni og sjá hana brenna upp. Eins er með reiðina. Hún kallar á óæskileg öfl sem valda okkur skaða. Það líður engum vel andlega með óhreina hluti í kringum sig. Við veljum okkur hlutskipti í hverri jarðvist fyrir sig, ákveðum hvaða verkefni við ætlum að leysa og allt miðar þetta að því að þroska okkur. Jesús sagði að við ættum að breyta við aðra eins og við vildum að þeir breyttu við okkur og elska náunga okkar eins og okkur sjálf. Framtíðar- takmarkið er að elska alla jafnt, en það er svo fjarlægt að flest okkar geta ekki einu sinni ímyndað sér þann möguleika. En við erum öll partur af Guði og þegar við náum mannlegri fullkomnun rennum við saman við hann, en höldum samt okkar einstaklingseðli, og tilfinningin fyrir öllu lífi verður heild.“ En ef við ákveðum hlutskipti okkar áður en við hefjum hverja jarðvist, hvað þá með hinn frjálsa vilja? „Að trúa á karma er ekki það sama og að vera for- lagatrúar. Við höfum alltaf val um smá- atriðin í lífinu og stundum gleymum við ákvörðun okkar og tilganginum með jarðvistinni. Ef okkur mistekst í einni jarðvist verðum við að taka þann hlut upp aftur í þeirri næstu. Það er ekki refs- ing heldur einfaldlega spurning um or- sök og afleiðingu. Að uppskera eins og maður sáir.“D 24 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.