Heimsmynd - 01.03.1990, Page 28
Hluti af starfi Sigurðar Árnason-
ar, krabbameinslæknis, felst í
því að fá fólk til þess að hugsa
um dauðann. Hann hefur starfað með
Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins
frá upphafi. Hann hefur áhyggjur af því
að samfélagið verði æ tregara til að horf-
ast í augu við dauðann, dauðvona sjúkl-
ingar séu langtímum saman slitnir úr
eðlilegu samhengi við lífið utan spítala-
veggjanna meðan þeir bíða þess óumflýj-
anlega, og sú bið lengist og lengist fyrir
tilverknað nýrra og nýrra tækniundra.
Hann verður að berjast við þverstæður
starfsgreinar sinnar: Um eins eða tveggja
áratuga skeið hafa læknar boðað al-
menningi nýja von fyrir tilverknað
tækniundra læknisfræðinnar og almenn-
ingur hefur látið sannfærast og fagnað.
Nú verða hann og aðrir að sannfæra
þann sama almenning, að í of mörgum
tilfellum sé tækniundrunum aðeins kleift
að lengja dauðastríðið. Starfsfélagi hans
var ekkert að skafa utan af hlutunum,
þegar hann sagði nýlega: „Við erum
hættir að leyfa fólki að deyja.“
Það er erfitt að finna stund til að tala
við Sigurð. Loks finnur hann hálftíma
smugu á sunnudegi og við hittum hann á
skrifstofu hans á Landspítalanum. Hann
er óhátíðlegur í klæðaburði, og skreytir
óheflað málfar sitt latneskum tilvitnun-
um í rómversk skáld og keisara. Hann er
ekki með neinar málalengingar og kem-
ur sér beint að efninu:
„Öll erum við haldin eilífum ótta við
dauðann, læknar ekki síður en hverjir
aðrir almennir borgarar. Öllum er okkur
innrætt að bera djúpa virðingu og lotn-
ingu fyrir lífinu. Okkur læknum hefur frá
upphafi læknislistarinnar verið kennt að
okkar hlutverk sé að lækna og varðveita
líf. En hvers konar líf? Við megum
aldrei missa sjónar af því að líf er eins og
hvert annað excrementa bovi (skíta-
klessa) nema það hafi sér innihald og til-
gang, eigi innra virði fyrir manneskjuna,
beri með sér lífsfyllingu og reisn, sé
mönnum sjálfum og nánustu samferða-
mönnum til gleði og ánægju, en ekki ein-
tóm byrði og kvöl.
Læknislistin er söm og jöfn og felur í
sér að líta á líf sjúklingsins sem heild, en
framfarirnar innan læknisfræðinnar bera
í sér þá hættu, að við verðum bara lækn-
istæknifræðingar: Það er svo miklu auð-
veldara í dag að lækna meinsemd í til-
teknu líffæri sjúklings, án þess þó endi-
lega að gera honum fært að lifa eðlilegu
lífi, en að hjálpa honum til að deyja.
Hræðsla læknisins sjálfs við dauðann get-
ur valdið nokkru um hvaða ákvörðun
hann tekur. Stundum getur staða læknis-
ins í kerfinu valdið einhverju um ákvörð-
un hans. Ef hann er þannig staðsettur að
sjúklingurinn kemur honum ekki við
nema sem tilfelli, sem hverfur úr hans
umsjá og ábyrgð eftir aðgerð, tekur hann
ákvörðun sína á sérfræðilegum forsend-
um og hagsmunir hans sjálfs geta spilað
„Við megum
aldrei missa
sjónar af því að líf
er eins og hvert
annað excrementa
bovi (skítaklessa)
nema það hafi sér
innihald og
tilgang, eigi innra
virði fyrir
manneskjuna, beri
með sér
lífsfyllingu og
reisn.“
- Sigurður
Árnason krabba
meinslæknir
inn í: hann fær borgað fyrir aðgerðina og
honum kemur lítið við hvað um sjúkling-
inn verður eftir það. Þessi möguleiki er
sem betur fer sjaldgæfur hér á landi. En
vegna þessa er það svo mikilvægt að hafa
sjúklinginn sjálfan með í ráðum, eða að-
standendur hans, ef hann er ekki sjálfur
ákvörðunarfær. Auðvitað er hægt að
taka skynsamlegar
ákvarðanir án hans,
og þá með það
huga að líta á vand-
ann sem siðferðileg-
an vanda alltaf og
undir öllum kring-
umstæðum.
Þetta er upphafið
að Hospice-hreyf-
ingunni, sem á upp-
tök sín í Bretlandi
og hefur starfað þar
í tvo, þrjá áratugi.
Að hverfa frá lækn-
ingu sem æðsta boð-
orði til líknar, að hver og einn fái að lifa
og deyja með fullri reisn og við eins
mikla vellíðan og unnt er, án tillits til
þess hvort lífsferillinn er í sjálfu sér lang-
ur eða skammur, að hverfa frá magni til
gæða. Tökum dæmi: Áttatíu og fimm ára
gamall sjúklingur hrjáður af margs konar
meinsemdum, sem engin líkindi eru til
að hann geti læknast af þannig að hann
geti komist til þeirrar heilsu, að hann
geti haft ánægju af lengingu ævikvölds-
ins, fær skyndilega lungnabólgu. Hjúkr-
unarfræðingur, sem kannski þekkir ekk-
ert til sjúklingsins, kallar til aðstoðar-
lækni á vakt. Án þess að ráðfæra sig við
einn eða neinn og alls ekki sjúklinginn
sjálfan fyrirskipar hann hið sjálfsagða við
lungnabólgu, pensillíngjöf. Þetta er
miklu auðveldari leið en að ræða við
sjúklinginn sjálfan
og segja: Sjáðu nú
til. Þú hefur ofan á
annað fengið
lungnabólgu. Við
getum mögulega
læknað hana til þess
eins að þú getir
haldið áfram að
stríða við önnur
banvæn mein.
Hverjar eru þínar
óskir? Lækningartil-
raunin er þarna
miklu auðveldari
leið og ekki eins
tímafrek. Það er fyrst núna á síðustu ár-
um að ég er farinn að hafa til þess kjark
að gera þetta og ég hef ekki nærri alltaf
kjark til þess. En með þessu er verið að
taka ráðstöfunarrétt yfir eigin lífi úr
höndum sjúklingsins - ráðstöfunarrétt
sem að vísu takmarkast af óskum þeirra
sem þykir vænt um mann - og færa hann
yfir til þér ókunnugs manns, sem fyrir
ýmsar tilviljanir hefur gengið í lækna-
skóla, en þekkir að öðru leyti hvorki á
Magnús Böðvarsson nýrnasérfræðingur og Rafn
Benediktsson aðstoðarlæknir ræða við einn af
reglulegum sjúklingum blóðskilunardeildar.
28 HEIMSMYND