Heimsmynd - 01.03.1990, Qupperneq 45

Heimsmynd - 01.03.1990, Qupperneq 45
utanríkismálum og hafa eigið ráðuneyti sem væri ábyrgt gagnvart þinginu í Búdapest. Framvegis skyldi kosninga- réttur miðast við eignir, land- svæði krúnunnar heyra undir ungverska ríkið og fulltrúar þjóðþingsins skyldu tala ung- versku. Skattaundanþágur aðalsins voru afnumdar og lénsveldi lagt af. Austurríska keisaradæmið neitaði að við- urkenna Mars-lögin en með Ausgleich (málamiðluninni) 1867 fengu Ungverjar fulla stjórn á innanríkismálum. Skáldið Manzoni Þann 7. mars 1785 fæddist í Mflanó Al- essandro Manzoni ít- alskt skáld og rithöfundur en verk hans I promessi sposi (Hin heitbundnu) er ein af perlum heimsbókmenntanna og hafði gífurleg áhrif á þjóð- ernisvitund Itala á Risorgi- mento-tímabilinu. Foreldrar Manzoni skildu þegar hann var barn að aldri og eftir það dvaldist hann að mestu í klausturskólum. Arið 1805 fluttist hann til móður sinnar og elskhuga hennar í París þar sem hann komst í kynni við róttæklinga sam- tímans og hreifst af efahyggju Voltaires. Þegar elskhugi móður hans lést skildi hann eftir sig þó nokkra auðlegð og komust þau mæðgin vel af. Hann kvæntist Henriette Blondel 1808 og snerust þau bæði til kaþólskrar trúar. Þau settust að í Mflanó og Manzoni orti fjöldann allan af trúarlegum ljóðum. Meistarastykki sitt I promessi sposi í þremur bindum skrif- aði hann árin 1825 til 1827 og er sögusviðið Lombardyhér- að á fyrri hluta sautjándu aldar þegar þrjátíu ára stríðið T^r MATUR Hrísgrjón eru hollur og ódýr matur. saðsöm og ljúffeng. Sérfræðingur HEIMSMYNDAR í kínverskri matargerðarlist, hinn þekkti Kenneth Lo sem rekur tvo vinsæla veitingastaði í Lon- don, gefur hér nokkur ráð og uppskriftir í sambandi við matreiðslu hrísgrjóna. Ef hrísgrjón eru höfð með öðrum réttum, matar- og bragðmeiri, er best að sjóða þau í jafnmiklu vatni í tíu mínútur og láta þau síð- an krauma og standa í lokuðum pottinum í aðrar tíu mínútur svo þau þorni. Önnur aðferð við matreiðslu hrísgrjóna er að steikja þau eftir að þau hafa verið soðin með kínversku aðferðinni sem á ensku nefnist stir-fry og er mjög fljótvirk. Hráefn- ið er steikt í lítilli olíu svo upprunalegt bragð hald- ist. Best er að nota wok- pönnu en stór steikar- panna dugir einnig. Hita verður pönnuna mjög vel áður en olíunni er hellt á svo hráefnið festist ekki við pönnuna þegaMia^er steikt. Reyndir ma reiðslumenn vita pannan er orðin nó^ii heit til að setja olíuna á með því að halda lófanum yfir pönnunni eða bíða eftir því að örlítill reykur komi upp úr henni miðri. Þegar pannan er orðin sjóðheit er olíunni hellt varíega og pannan reist upp við rönd svo olían breiðist út. Hversdagsleg uppskrift að steiktum hrísgrjónum tekur um sjö mín- útur í matreiðslu. I uppskrift fyrir fjóra fara tvær skálar af soðnum hrísgrjónum, tveir meðalstórir laukar, þrjár þunnar flesksneið- ar, tveir vorlaukar, þrjú egg, þrjár mat- skeiðar grænar baunir, fimm matskeiðar matarolía og ein teskeið af salti. Byijið á því að afhýða og skera laukana í þunnar ræmur. Skerið flesksneiðarnar á þverveginn í ör- þunnar ræmur. Skerið vorlaukinn mjög smátt. Léttþeytið eggin. Hitið helminginn af olíunni á pönnu. Þegar hún er heit er laukur og flesk sett á pönnuna og hrært í eina mín- útu við meðalhita. Þá er baunum bætt við og hrært í 45 sekúndur. Bætið soðnu hrís- grjónunum við og hrærið vel í 45 sekúndur. Takið pönnuna af hitanum. Hitið afganginn af olíunni á annarri pönnu og steikið helm- inginn af vorlaukunum með því að hræra í þeim yfir meðalhita í hálfa mínútu. Bætið við þeyttu eggjunum og stillið pönnunni upp á rönd svo eggin flæði jafnt yfir botninn. Að mínútu liðinni er saltinu og afganginum af vorlauknum stráð yfir eggjablönduna og hrært er í öllu saman. Þegar eggjablandan er tilbúin er hún sett yfir á hina pönnuna og henni hrært saman við hrísgrjónin í eina mínútu. Mörgum kann að finnast það léttgeggjað en það er afar ljúffengt að snæða sardínur úr dós með steiktum hrísgrjónum af þessu tagi. Önnur uppskrift að steiktum hrísgrjónum er kennd við Shanghai og ætluð fimm til sex manns en tekur í matreiðslu um fimmtán mínútur. I upp- skriftina fara tveir bollar af hrísgrjónum sem eru soðin í sama magni af vatni í sex mínútur. Þá er potturinn tekinn af hell- unni og hrísgrjónin látin þorna undir loki í sjö til átta mínútur. Um hálft fló af grænkáli er þvegið. urrkað og skorið niður í 4 sinnum 7,5 sentimetra bita en hörðustu stilkarnir eru teknir frá. Leggið hálfan bolla af þurrkuð- um rækjum í heitt vatn með loki yfir í sjö til átta mínútur og þurrkið. Þessu næst eru tvær matskeiðar af jurta- olíu og 20 grömm af svínafeiti hitað á pönnu. Þegar feitin er heit er rækjunum bætt út í og hrært í hálfa mínútu. Kálinu er bætt við og því snúið þar til það er þakið feiti í um það bil eina og hálfa mínútu. Einni og hálfri teskeið af salti er stráð yfir og hrísgrjónum dembt út í. Bætið fjórum til fimm matskeiðum af vatni út í og látið þær leka niður með hliðum pönnunnar. Setjið lok á og látið krauma við lágan hita í fimm- tán mínútur. Athugið að í upprunalegu uppskriftinni að Shanghai grænmetishrísgijónum eru not- aðar kínverskar pylsur en þær eru ekki fáan- legar hér. í staðinn má nota eitthvert kjöt, rúmlega tvö hundruð grömm, smátt skorið. HEIMSMYND 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.