Heimsmynd - 01.03.1990, Side 51

Heimsmynd - 01.03.1990, Side 51
og tískukóngar sem greiða hár sitt í tagl svo breiðar herðar þeirra fái notið sín. EINFÖLD HÁRGREIÐSLA? • • Onnur greiðsla sem ryður sér til rúms núna er svipuð þeirri sígildu línu og Jackie Kennedy Onassis kom í tísku á árum sínum í Hvíta húsinu. Þessi greiðsla er útfærð á nú- tímalegri og hraðvirkari hátt en áður. Hún er ekki lengur fólgin í því að úða lítra af hárlakki til að festa hárið aft- ur. Engu að síður er greiðsl- an komin í tísku aftur, hárið er greitt aftur og blásið og úðað með votu hárlakki sem eyðir ekki ósonlaginu. Mjög margar konur hafa undanfarin ár notað froðu og hlaup til að setja hár sitt í skorður og tískustraumarnir eru að færast í áttina til auk- innar festu í hárgreiðslu í stað rytjulegs hárs og mis- síðs. Greiðslan, sem hér um ræðir og varð vinsæl á sjö- unda áratugnum, er fram- kvæmd öðruvísi en þá, þegar rúllur á stærð við fiskibollu- dósir voru settar í hárið sem síðan var skýjað af hárlakki. Hárgreiðslumeistarar benda á að þessari hárgreiðslu geti konur náð með æfingu á nokkrum mínútum eftir hár- þvott. Aðferðin er sú að nota hárlagningarvökva sem ekki eru í kvoðulausnaragnir og þar af leiðandi vinsamlegur ósonlaginu okkar, úða yfir hár sem hefur verið þurrkað með handklæði, grípa síðan góðan bursta og blása hárið með hárþurrku. Þá er hárið túberað í hnakkanum þar Taglið getur verið einfalt, látlaust og glæsilegt. Brigitte Bardot var með sína útgáfu upp úr 1960 rétt eins og Fergie árið 1990 en Karli Lagerfeld hlýtur eingöngu að finnast taglið hentug lausn í dagsins önn. sem það á helst að lyftast og greitt bak við eyrun. Þekkt hárgreiðslufólk segir að venjuleg kona með þokkalegt hár geti náð þessari greiðslu á fimm mínútum eftir hár- þvott, beiti hún fyrrgreindri aðferð. „Þessi greiðsla sem hér um ræðir krefst þess að hárið sé klippt á sex vikna fresti eða yfirfarið,“ segir Sigga Finn- björns hárgreiðslumeistari og einn félaga Intercoiffure á Is- landi. Hún bendir á aðra út- færslu fyrir styttra hár sem einnig tekur mið af tísku sjö- unda áratugsins. „Sú klipping byggir á því að hárið sé styttra að aftan og hnakkinn kúptur. Það er greitt út frá hvirflinum fram í andlitið, haft fjaðurmagnað og létt. Þetta er styttri lína en hin og mjög auðvelt að meðhöndla þessa greiðslu eftir klippingu. Fyrir þær konur sem hafa fín- legt og lint hár getur þurft að setja fjórar til sex permanent- spólur upp á kollinn til að fá lyftingu. Bartarnir eru jafn- vel hafðir síðari en hárið til þess að bítlastemmningin ná- ist,“ segir Sigga Finnbjöms. Til þess að hárgreiðslan virki nútímaleg en ekki eins og konan hafi stokkið út úr drossíu árgerð 1963 er bent á að hafa andlitsfarðann í lág- marki og varalitinn ljósan. Stíllínn er frá 1960 en aðferðin er

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.