Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 52

Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 52
mmmmmmmmMmmmmmmammammmmmBmmmBmmmmmmmmmmmmammmmmmammmmmmmmmmmmmmmmm BÆKUR Bók fyrrum forseta- frúarinnar Nancy Reagan MY TURN: THE MEMOIRES OF N'ANCY REAGAN, skráð af henni sjálfri í samvinnu við William Novak, hefur vakið nokkra athygli - þar sem bókin þykir einhver ómerki- legasta úttekt á sjálfsævi- sögum kvenna sem svo hafa tröllriðið bókamarkaðinum vítt um völl. Michael M. Thomas, gagnrýnandi The New York Observer og The Spectator, segir að þetta 400 blaðsíðna kver veki nokkra forvitni í fyrstu en eftir fyrstu 50 blaðsíðurnar sé sjálfs- hyggja frúarinnar orðin svo áberandi að það sæti undrun að hún skuli vera svo ófeimin við að opinbera sig. Skrásetjara bókarinnar, William Novak, einum þekktasta og hæst launaða draugahöfundi amerísks frægðarfólks, hefur þó tekist að koma persónuleika Nancyar til skila að sögn ef marka má þau rök gagnrýn- enda að það sé ekki hægt að matreiða svona takmarkaðan og þröngsýnan persónuleika án þess að fá yfir sig dembu af gagnrýni fyrir skort á hug- arflugi. Flestir gagnrýnendur hafa komist að þeirri niður- stöðu að bókin sé rusl. En bíðið við, æviminningar þess- ar tróna efst á metsölulista í Bandaríkjunum. Enda voru forsetahjónin fyrrverandi alltaf í hópi tíu vinsælustu persónanna í bandarísku þjóðlífi og segja því sumir gagnrýnendur að hún, hann og lesendur eigi hvert annað skilið. Einhverjir kunna að hrósa frúnni fyrir hreinskilni. En aðrir benda á að allar opin- beranir í bókinni séu kald- ranalegar, tilgerðarlegar og sjálfsfegrandi, samanber lýs- ing frúarinnar á því hvernig hún upplýsti ættleiddan stjúpson sinn (sem Jane Wyman og Ronald Reagan ættleiddu) um að Jane og Ronald væru ekki raunveru- legir foreldrar hans. Var það hreinskilni eða afskiptasemi? Svo vitnað sé í hæðnistón Michael M. Thomas um bók- ina: „Ef til vill á beiskja for- setafrúarinnar rætur að rekja til litlu feitu fótleggjanna hennar, en hún hefur ætíð þráð svo heitt að vera tág- grönn, eða kannski liggja ræturnar í freudískri skýr- ingu. Þegar Nancy fæddist yf- irgaf faðir hennar þær mæðg- ur en móðirin var leikkona. Móðirin giftist síðar „áber- andi“ lækni - en í miðvestur- ríkjum Bandaríkjanna er það að hugtak tákn helstu dyggða - sem eftir bókinni að dæma hafði það helst að tóm- stundaiðju að vera mikill hægrimaður. Sem barn var Nancy send í góða skóla og endaði sem smástirni í Holly- wood. í bókinni fullyrðir hún æði oft um þetta lífsskeið að enginn hafi elt sig á röndum. I fyllingu tímans hitti hún Ronald Reagan sem var að dala sem leikari en þó orðinn forseti samtaka kvikmynda- leikara og, ef marka má sögusagnir, í góðu sambandi við J. Edgar Hoover, yfir- mann alríkislögreglunnar. Ari eftir að þau kynntust gengu þau í hjónaband og ár mikilla vonbrigða, erfiðleika, misskilnings, vanþakklætis og erfiðra skylda gengu í garð. Forsetafrúin hlífir eng- um í umfjöllun sinni, hvort sem er Raisu Gorbatsjev, Barry Goldwater, eigin af- kvæmum eða látnum ein- staklingum eins og William Casey. Enginn skildi þau hjónin til hlítar og það voru aðrir sem gerðu mistökin. Nancy gerði kröfur til fólks sem það yfirleitt brást, eins og dæmið um George Bush sýnir (bls. 215 í bókinni): George kom á fund minn vegna starfsmannastjóra Hvíta hússins, Don Regan. Hann sagði: „Mér finnst að Don eigi að segja af sér. “ „Ég er sammála þér, “ sagði ég, „og mér finnst að þú eigir að segja eiginmanni mínum þetta . . .“ „Nancy,“ sagði hann, „það er ekki mitt hlut- verk.„ „Pað er einmitt þitt hlutverk, “ svaraði ég. En eftir því sem ég best veit, minntist George Bush aldrei á Don Regan við Ronnie. “ Nokkur atriði í bókinni þykja „óvart“ fyndin eins og lýsingar Nancy á því þegar hún tók rauða hanska af líki móður sinnar (bls. 301: Ég tók þá af. Mig langaði til að eiga þá sjálf), eða lýsingar hennar á salernum Hvíta hússins. Einnig vekur athygli hve mörgu forvitnilegu frúin sleppir í umfjöllun sinni. I raun og veru veitir bókin afar litla innsýn í líf þeirra hjóna í Hvíta húsinu á valdatíma Reagans í átta ár. Rithöfundurinn Gore Vidal hefur sent frá sér nýja bók sem ber heitið HOLLYWOOD og fjallar um lífið í Ameríku á öðrum og þriðja tug aldar- innar. „Hollywood er lykill- inn að öllu,“ segir áróðurs- meistari stjómvalda í fyrra stríðinu, söguhetjan George Creel, í bók Vidals. Creel skynjaði mátt kvikmynd- anna, áhrif þeirra á almenn- ing og möguleikann á að hafa áhrif á viðhorf í heiminum öllum. Kvikmyndimar smugu inn í bandarískt þjóðlíf og áhrif þeirra komu öllum á óvart, hvort sem var hinum svoköll- uðu Bramínum, engil- saxnesku yfirstéttinni á aust- urströndinni eða leiðtogum trúarhópa, sem voru nær ein- ráðir í mótun almennings- álitsins. Að vísu voru gerðar tilraunir til að hamla gegn áhrifum kvikmyndanna og lagt hart að þinginu að „rit- skoða“ þær, þegar menn átt- uðu sig á því að kvikmyndin var ekki eingöngu skemmtun heldur leið til að móta vitund almennings. Gore Vidal fjallar í bók sinni um tímabilið 1917 til 1924 en þá hafði fyrri heims- styrjöldin breytt heimsmynd Bandaríkjamanna og til að skilja þróunina í almennu hugarfari á árunum eftir stríð notar Vidal kvikmyndirnar. Þriðji áratugurinn var að mati höfundar tímabil glæsi- 52 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.