Heimsmynd - 01.03.1990, Side 53

Heimsmynd - 01.03.1990, Side 53
leika, úrkynjunar og hóglífis. Þjóðin leið áfram undir litl- um afskiptum alríkisstjómar- innar og hins ljúfmannlega forseta, Warren G. Harding (1921-1923) en við af honum tók hinn fáláti Calvin Coolid- ge (1923-1929) og enginn gat búist við því að þessir menn leiddu þjóðina aftur í meydóm sinn. Eins og gamla skrýtlan segir, það er ekkert til sem heitir hálfgerð hrein mey. Þótt titill bókarinnar sé Hollywood er sögusviðið hið allra helgasta í Washington, þar sem reynt er að ráða ör- lögum þjóðarinnar en engum tekst að hefta hin villtu öfl sem stríðið hefur leyst úr læðingi. Fólki tekst ekki að hemja sjálft sig hvað þá fram- rás sögunnar. Woodrow Wil- son forseti (1913-1921) er sjálfumglaður einvaldur, Teddy Roosevelt (forseti 1901-1909) metnaðargjarn þjóðrembingsskúmur sem Uggur undir grun um að hafa lagt hönd á plóginn þegar forveri hans (William McKinley) var myrtur, dóttir hans Alice Longworth er al- ræmdur kókaínneytandi og eiginmaður hennar, þing- maðurinn Nick Longworth, drykkfelldur hórkarl, Frankl- in Roosevelt (forseti 1933- 1945) elskulegur en má sín h'tils og eiginkona hans El- eanor, þrjóskur og óþolandi púrítani. Lýsingar Vidals á þessum sögupersónum þykja ekki eins hressilegar og úttektir á öðrum stórmennum, til dæm- is Abraham Lincoln sem hann skrifaði heilmikið verk um. Hann þykir komast næst raunsærri mannlýsingu þegar hann fjallar um Warren G. Harding, hinn ógæfusama flagara, sem Vidal lýsir sem slægum og ástríðulausum stjórnmálamanni, sem lagði alla áherslu á að komast til valda en var svo svikinn af bandamönnum sínum loks þegar hann komst í embætti. Sögulegar mannlýsingar Gore Vidal eru engu að síður skemmtilegar og segja má að hann breyti sögunni í lifandi melódrama. Hann lýsir því hvernig Franklin Roosevelt fellur fyrir einkaritara eigin- konu sinnar, hinni fögru Lucy Mercer, hvernig Woodrow Wilson er komið í felur eftir hjartaáfall á meðan eiginkona hans og líflæknir stjórna landinu og þegar Warren G. Harding fer í heimsókn til ástmeyjar sinnar á flokksþinginu þegar hann er útnefndur forsetafram- bjóðandi og á síðar ástarfund inni í fataskáp. Aðalpersóna sögunnar er ekki leiðtogarnir heldur Caroline Sanford, blaðaút- gefandi í Washington. Hún er á fertugsaldri, vel gefin og BnBmBBmiHHB sjálfstæð en rétt eins og þjóð- félagið, sem hefur alið hana, stefnir hún hærra. Svarið við kalli hennar kemur þegar George Creel sendir hana til Hollywood þar sem hún á að hvetja kvikmyndaframleið- endur til að gera áróðurs- myndir fyrir bandamenn í stríðinu en endar sem ein helsta stjarna hvíta tjaldsins, hin fagra og dularfulla Emma Traxler. 1 Hollywood umgengst Caroline Charlie Chaplin og Fairbanks, reynir að draga leikstjórann William Des- mond Taylor á tálar (hann er síðar myrtur) og fer í andlits- lyftingu þegar myndavélin verður of aðgangshörð. Þannig er Caroline Sanford tákngervingur sjálfshyggju og græðgi þriðja áratugarins. Með þessu móti er Vidal að fella þann dóm að upphaf spillingar nútímaþjóðfélags- ins verði á þessum árum. Spillingin hefst í fyrri heimsstyrjöldinni sem breytti mynd fólks af sjálfu sér og umheiminum. Wilson kveið þátttöku Ameríkana í stríð- inu en þegar á hólminn var komið áleit hann að „til að berjast til sigurs, yrðu menn að vera grimmir og miskunn- arlausir, og andi þessarar miskunnarlausu grimmdar mun verða samofinn efni þjóðlífsins“. Caroline skynjar það brátt að með stríðinu er allt andóf lamað og opinber túlkun á sannleikanum drep- ur skapandi undirstöðu bandarísks þjóðh'fs. Sakleys- ið er leyst af hólmi með háði, villimennsku og græðgi. Afleiðingar þessarar þjóð- félagsþróunar eru Holly- wood-kvikmyndirnar. Vidal telur að í stríðinu hafi menn uppgötvað að dagblöðin dygðu ekki til að hafa áhrif á skoðanir fólks og því hafi kvikmyndirnar verið teknar inn í kerfið. Bæði Hollywood og Bandaríkin öll uxu úr grasi á þessum árum. Banda- ríkin urðu stórveldið í heim- inum og 80 milljónir íbúa þess af 110 milljónum fóru vikulega í bíó. Vald kvik- myndanna fólst í því að skapa alveg nýjan veruleika sem raunveruleikinn tók mið af. í gagnrýni á þessa bók Vi- dals er bent á að hún lykti af gömlum samsæriskenningum þar sem látið er í veðri vaka að valdakjarninn í Washing- ton hafi ráðið ferðinni í Hollywoodframleiðslunni gagngert til að móta almenn- ingsálitið. Hinu má ekki gleyma að mennirnir sem réðu Hollywood voru af allt öðru sauðahúsi en valdastétt- in í Washington. Mennirnir í Hollywood voru upphaflega fátækir innflytjendur. Þeir tóku fyrst og fremst mið af því sem fólkið vildi sjá - og flýja.D HEIMSMYND 53

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.