Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 58

Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 58
Louis Chagallis við verk sitt. Á þessari mynd sést vel að verkið er í þrívídd. s ^ytarf okkar nú er eins og á góðri hjónabandsmiðlun, það er að skólastofnun sú, sem æskir eftir samstarfi við listamann, fái þann rétta og öfugt.“ dreymt um, en margir iðn- og tækniskól- ar eru hreinlega smækkuð útgáfa af verksmiðjum. Starf okkar nú er eins og á góðri hjónabandsmiðlun, það er að skólastofnun sú, sem æskir eftir sam- starfi við listamann, fái þann rétta og öf- ugt.“ Lise segir að miðað sé við ákveðinn kvóta, tveir þriðju hlutar fari í iðn-, tækni- og verkmenntaskóla ýmiss konar en einn þriðji í almenna bóknámsskóla. Og ef dæma má af síðastliðnum tveimur árum hefur sam- starf hstafólksins í fyrrtöldu skólun- um gengið betur. Myndmennta- kennarar í al- mennu skólun- um, sem oft eru listamenn sjálfir án þess að hafa hlotið viður- kenningu, eiga hvað erfiðast með að sætta sig við sam- keppnijia sem þeim finnst upp komin og mun tog- streitan hafa birst í ýmsum mynd- um, allt frá fálæti til hreinnar andúðar. Aðalatriðið mun vera að skólastjórinn sé hliðhollur og umhugað um að vel takist til. í einu tilfellinu myndaðist slíkt kær- leikssamband milli listamanns og skóla- stjóra - sem reyndar var kona - að hvor- ugt taldi sig án hins geta verið og sættist listamaðurinn á að auðga skólalífið tvö ár í röð án endurgjalds fyrir hið síðara ár. En hvað um nemendur? Hvernig upplifa þeir þessa nýjung? „Mjög vel,“ segir Lise. „Hér er um að ræða unglinga frá tólf til átján ára. Marg- ir þeirra hafa aldrei nálgast list með þessum hætti og sumir munu ekki eiga þess kost aftur af ýmsum ástæðum. Við- horf þeirra til listamanna eru oft byggð á fordómum sem allir þekkja: Vinna lítið, heimta allt fyrir ekkert. Eftir að hafa fylgst með tilurð listaverkanna, kynnst þjáningum fæðingarhríðanna og eignast hlutdeild í gleðinni yfir fegurð afkvæmis- ins, breytast viðhorfin. Þau uppgötva líka að frjáls vinnutími listamanna er ekki allur þar sem hann er séður og hug- ljómun getur krafist þrjátíu stunda vinnu samfleytt. Þau eru síðan viðstödd opnun sýningarinnar sem oft fer fram utan veggja skólans. Þramma þá stolt í galla- buxunum og leðurjökkunum með lista- manninn sintt sér við hlið, hávær og vekja athygli fyrirfólksins á staðnum sem aldrei hefur séð annað eins.“ Lise leitaði ekki langt yfir skammt þegar hún ruddi annarri nýjung braut í listalífi Parísar. Steinsnar frá skrifstofum hennar er spítalinn í Kremlin-Bicétre, þekkt sjúkrastofnun í París sem býr yfir mikilhæfu starfsliði hvað varðar þjónustu og rannsóknir í læknavísindum og er auk þess til húsa í gömlu fangelsi frá átjándu öld. Inni í byggingunni er sögulegur staður, Stóri geymirinn, Le Grand Res- ervoir, sem hversdags var autt svæði og ónotað. Lise stóðst ekki mátið og fyrir um það bil tveimur árum hafði náðst samkomulag við stjóm spítalans um nýt- ingu á geyminum fyrir listamenn. Þar skyldu þeir tvisvar á ári fá aðstöðu fyrir listsköpun sem taka ætti að einhverju leyti mið af hinu sögulega sviði. Við opnun sýninga skyldi efnt til umræðu um verkin út frá sjónarhóli og áhugasviði frummælenda, listgagnrýnenda og starfs- fólks spítalans. „Þetta hefur allt gengið eftir og starf- semin, sem hlotið hefur nafnið Bergmál- ið frá Bicétre, er í raun tvíþætt því að jafnframt sýningunum sem standa í þrjár vikur eru haldnar árlegar ráðstefnur þar sem starfsfólk spítalans, læknar, hjúkr- unarlið, tæknimenn og aðrir, setjast á rökstóla um fagleg mál líðandi stundar. Þessar ráðstefnur eru í samræmi við op- inbera stefnu stjómvalda sem kveður á um bætt félagslegt umhverfi á spítölum, bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga. Spítali er borg í smækkaðri mynd og þar ríkir oft og tíðum óeðlilega mikil stéttaskipt- ing sem getur komið niður á þjónust- unni. í Kremlin-Bicétre er vilji til að breyta þessu og þess vegna samþykktu yfirmennirnir meðal annars að fá til sín gestalistamennina sem líkt og í skólum gætu brotið upp staðnað skipulag.“ Val á listamönnum er tíma- frekt, enda margir kallaðir en fáir útvaldir. Allir þurfa umsækjendurnir að senda inn möppu með myndum og upplýsingum, nokkuð sem þeim er yfirleitt illa við - myndu heldur vilja fá heim- sókn frá Lise og samstarfs- fólki hennar strax. Hún segir það aftur á móti komast upp í vana að skoða ljósmyndir af verkum og heimsókn fær listamaðurinn ekki nema hann komi sterklega til greina og hafi eitthvað áhugavert fram að færa. Slík heimsókn tekur um hálfan dag og fer þá drjúgur tími í ferðir. Auk þess er Lise boðið á mjög margar opinberar sýningar - svo ekki sé fastar að orði kveðið - en hún segist einnig hafa öll spjót úti til að frétta af öðrum áhugaverðum sýningum sem oft fari meira leynt. Þar sé snilligáfuna ekki síður að finna. Þegar Lise er spurð um strauma og stefnur, kvartar hún sáran yfir skorti á listgagnrýnendum sem gegni því mikil- væga hlutverki að útskýra með orðum það sem listamenn og stundum hinn al- menni borgari hafi meira á tilfinning- unni. Um slíkan munað sé hins vegar varla að ræða um þessar mundir, en fjöl- breytileikinn í listum sé mikill. „Það sem sker í augun er að ungt listafólk í dag einskorðar sig ekki við eitt efni, eina tækni, heldur fer óhrætt frá einni list- grein yfir í aðra. Það er sjálfstætt og að mörgu leyti meðvitaðra um möguleika sína en jafnaldrar þess á árunum milli sjötíu og áttatíu. Seint á áttunda ára- tugnum voru sett inntökuskilyrði í lang- flesta listaskóla. Ekki eingöngu að kraf- ist væri stúdentsprófs, heldur var tekinn upp sá háttur, sem enn er við lýði, að leggja nokkur verk fyrir ákveðna dóm- nefnd og hlíta síðan úrskurði hennar." Það kemur skemmtilega á óvart en Lise segir það viðurkennda staðreynd að bestu listaskólana nú sé ekki að finna í París, heldur úti á landsbyggðinni. Það 58 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.