Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 63

Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 63
og stæðilegur karlmaður sem vildi giftast mér og taka ábyrgð á mér. Þegar maður eignast barn með karlmanni og vill að það gangi upp er nauðsynlegt að kunna að fela styrk sinn, enda sér maður konuna oft týna sínum persónuleika í upphafi hjóna- bands. En smátt og smátt eftir því sem bandið styrkist fer persónuleiki hennar að koma í ljós og jafnframt á sér stað eitt- hvert uppeldi á karlinum þannig að hann verður fær um að taka því. Hjónabandið er orðið sterkt og raunverulega gott þegar konan fær að vera með sinn fullmótaða persónuleika. En það útheimtir tíma og kænsku. Konur verða að lúmskast til að láta karlinum finnast að hann ráði og margar konur leika að þær séu heimskar til að ganga í augun á körlunum. Enda vegnar okkur betur ef við kunnum að fela gáfurnar. Við eigum bara þetta eina líf og því minni átök sem eru í okkar ytra lífi því frjálsari getum við verið hið innra. Ég nenni ekki að vera uppreisnarmaður úti í bæ, mér nægir að vera það inni í mér. Það er best að hafa sem venjulegast munstur og reyna að sjá í gegnum tíðarandann. Hætta að láta troða í okkur skoðunum og tilfinningum sem eru alls ekki frá okkur sjálfum komin heldur eru bara eitthvað sem er í gangi.“ Þórunn er mikils metinn sagnfræðingur og meðal annars höfundur bókarinnar um Snorra á Húsafelli, sem tilnefnd var til íslensku bókmenntaverðlaunanna á síðasta ári. Varla hefur hún komist áfram á hógværðinni einni saman? „Þetta hefur allt komið af sjálfu sér,“ segir hún, „ég hef bara gert það sem mér var sagt. Konur geta komist heillangt með því einu að gera eins og fyrir þær er lagt. Ég valdi mér þægilega leið fræðimannsins og þar að auki í fagi þar sem eru tiltölulega fá- ar konur, það útheimtir engan hetjuskap. Menntakonur eru engar hetjur, þær ganga bara fyrirfram gefna braut. Eini hetjuskapurinn sem þær sýna er ef þær fara í greinar sem eng- ar konur hafa farið í áður. Það eru konur sem brjóta sér leið utan marka menntakerfisins sem ég dáist að, þær sem vilja eitthvað og leggja allt í sölurnar til að öðlast það. En þær eru ekki margar. Það er búið að kynbæta konur í gegnum aldirn- ar. Karlamir hafa alltaf valið og þá að sjálfsögðu konur sem hafa til að bera þá eiginleika sem þeim finnast eftirsóknar- verðir. Að halda kjafti og vera sæt, dást að karlinum og hugsa vel um heimilið eru held ég ennþá þeir eiginleikar sem nýtast konum best á hjónabandsmarkaðnum. Ég sá strax sem ungl- ingur að útlitið ræður hjá báðum kynjum, fólk sorterar sig saman eftir fegurð og stéttum. Og að vissu leyti er gæfa að vera ekki sæt, þá verður að leggja rækt við aðra hæfileika til að öðlast þá ást og aðdáun sem við erum öll að leita að. I stað fegurðar koma þá einhvers konar völd. Þau geta tengst frægð, peningum eða aldri. Ungt hold er bónus hjá báðum kynjum, það er fallegra, en við sjáum líka, hjá kvikmyndastjörnum til dæmis, að frægð og peningar gera fólki kleift að verða sér úti um ungt hold þótt það sé sjálft farið að eldast. Þetta eru í raun sömu lögmálin og ríktu í bændasamfélaginu þar sem efnaðir bændur fengu sér ungar og fallegar konur og þegar þeir svo dóu fengu konurnar sér unga og fallega menn, sem í versta falli eignuðust börn með dætrum þeirra! Það er napurt og kaldhæðnislegt að sjá hversu ríkjandi þessi markaðslögmál eru og ég dáist að fólki sem gengur þvert á hefðina. Gefur frat í tíðarandann og fylgir sínum eigin tilfinningum.“ Þórunn segir mikið frelsi í því fólgið að vera búin að svala sínum metnaði, þá geti maður haft unun af því að lifa hinu einfalda lífi: „Þá skilur maður hversu dýrlegt það er að hengja upp þvott og vökva blóm. Ef maður hefur verið úti að vinna lengi verða heimilisstörfin eins og svölun þyrstum manni sem kemur út úr eyðimörk. Það er metnaðurinn sem pínir þessa þjóð til að vinna svona mikið. Ef manni tekst að sjá í gegnum hann eignast maður hið sanna ríkidæmi sem er tími fyrir sjálf- an sig.“ Þórunn lítur á lífið sem ferðalag þar sem við sjálf ráðum ferðinni: „Mig hefur alltaf dreymt um að verða langferðabíl- stjóri á beinu vegunum í Ameríku. Sitja allan daginn og ferð- ast, hlusta á góða músík, stoppa annað slagið og njóta aðdá- unar sætra stráka. Það er rómantískt og ef maður er á ferða- lagi nær maður valdi á tímanum, getur keyrt jafnhratt og tíminn.“ EKKI FULLKOMIN KONA Hlín Agnarsdóttir leikstjóri arlar segja „ég er“, konur „ég ætla að verða“ það hefur lítið breyst, að minnsta kosti hvað lista- menn áhrærir," segir Hlín Agnarsdóttir leikstjóri. Hún kom heim frá námi í leiklistarfræðum í Sví- þjóð 1981 og segist lengi framan af hafa afneitað því og falið fyrir sjálfum sér og öðrum að metnað- ur hennar stefndi í þá átt að verða leikstjóri: „Það er svo stórt og hlaðið orð, listamaður, að það vafðist lengi fyrir mér hvort ég gæti leyft mér að kalla mig það. Listinni fylgir líka fjárhagslegt óör- yggi og til að byrja með flúði ég í kennslu, þótt ég vissi að ég gæti ekki verið kennari og ekkert ann- að til frambúðar. En ég var rög við að gera það upp við mig hvort ég gæti leyft mér að fara út í þetta öryggis- leysi, jafnvel þótt ég sé barnlaus og það bitni því ekki á nein- um nema sjálfri mér ef ég sit uppi verkefnalaus. Fyrir mér er HEIMSMYND 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.