Heimsmynd - 01.03.1990, Page 64

Heimsmynd - 01.03.1990, Page 64
fjárhagslegt sjálfstæði aðalatriðið og ég er sem listamaður háð aðstoð sambýlismanns míns á því sviði, hef aldrei getað haft þær tekjur að geta verið fjárhagslega örugg. Ég kann heldur ekki að verðleggja vinnu mína, er alltaf að selja hana á lægra verði en karlar í sama bransa. Kvenlegur veikleiki og óvissa um eigið ágæti sjálfsagt. Mér var ekki innrætt það í uppeldinu að það væri sjálfsagt að ég gæti hlutina, eins og gert er við stráka. Það voru engar framakonur í minni fjölskyldu og ég held að skorturinn á fyrirmyndum hamli okkur oft í því að trúa á sjálfar okkur. Við veltum meira fyrir okkur eigin getu en karlar, hugsum meira um það hvað felst í orðinu sjálfs- traust. Þetta tengist því auðvitað líka að það er ætlast til þess af okkur að við gegnum svo mörgum hlutverkum, séum kon- ur, ástkonur, mæður, eiginkonur jafnframt starfinu.“ Hlín upplifir það oft að hún standi fyrir utan þann marg- fræga reynsluheim kvenna þar sem hún er bamlaus: „Ég upp- hfi mig stundum sem karlmann þegar ég lendi í boðum með vinkonum mínum sem allar eiga börn. Það eru óralangar um- ræður um tanntökur, barnaföt, magakveisur, dagheimili og allt þetta sem tengist börnunum og ég sit fyrir utan og get ekki tekið þátt. Ég er mjög sátt við mitt starf og veit að ég get lifað hamingjusömu lífi án fjölskyldu, en samt velti ég því stundum fyrir mér að ég sé í rauninni ekki fullkomin kona, að það hljóti að vanta eitthvað mikið í líf mitt fyrst ég á engin börn. Á hinn bóginn er ég svo öfunduð af frelsinu og nánast sama hvað ég kvarta um við vinkonur mínar svarið er alltaf: „Hvað ert þú að kvarta, þú sem getur leyft þér allt.“ Hlín finnst vera mikið rót á fólki í kringum hana, mikil upp- lausn í samböndum fólks: „Þetta er allsherjarupplausn. Ein- staklingshyggjan og peningavesenið kemst upp á milli fólks og ég hef oft sagt við sambýlismann minn að það eina sem haldi okkur saman séu skuldirnar. Hugmyndir um fjölskyldulíf, heimilislíf og hjónaband eru á reiki. Gömlu munstrin full- nægja ekki konum lengur, bæði vegna þess að þær eru orðnar menntaðri og eins vegna þess að það hvílir á okkur pressa frá þjóðfélaginu um að við eigum ekki að sætta okkur við að vera bara húsmæður og mæður. Þessi kynjafanatík er komin út í öfgar og ég er hrædd við kenningar kvenna um ágæti eigin kyns. Við erum öll samsett og það sem kallast karllegir og kvenlegir eiginleikar eru í raun ekkert kynbundnir. Ég leita þess kvenlega og móðurlega í karlmönnum og veit að þeir leita þess sterka og föðurlega í mér, en ef sagt er við fólk að það hafi einhverja eiginleika sem farið er að telja séreign ann- ars hvors kynsins verður það hrætt og finnst það vera sakað um einhverja ónáttúru." Hvar er ástin stödd í öllu þessu róti? „Ég held að það sé allt of mikið gert úr ástinni, hún er sprengja sem kennir okkur að kanna okkar ystu mörk, en hún endist ekki. Það er vináttan EKKIMIAUm VITSMUMVERUR Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur venímyndin er ekki eins stöðluð og hún var,“ seg- ir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur, „það eru ekki eins ákveðnar línur í því hvernig konur eigi að líta út og hugsa til þess að vera gjaldgengar. Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Björk Guðmunds- dóttir eru góð dæmi um konur sem óhugsandi er að hefðu orðið stjörnur fyrir tíu árum. Þær eru eðlilegar og einlægar og gera ekki einu sinni til- raun til að falla inn í gamla rammann. Við eigum líka orðið fullt af konum sem tekið er mark á í listum og stjórnmálum og ég held að þróunin sé í þá átt að líta á konur sem vitsmunaverur, en ekki bara fallega hluti. Það er þó ekki svo vel að feg- urðin sé hætt að vera aðalsmerki kvenna númer eitt. Fallegar konur fá meiri athygli og oft er verið að blanda líkamlegu út- liti þeirra inn í umræðu um verk þeirra, eins og fegurð geri konur að betri leikkonum eða rithöfundum til dæmis.“ Steinunn hefur sjálf orðið fyrir barðinu á þessari áráttu. „Sætasta skáld á íslandi" var hún kölluð þegar fyrstu bækur hennar komu út og margir héldu því fram að gagnrýnendur tækju á henni mýkri höndum vegna þess að þeir væru skotnir í henni: „Ég lít nú á þetta sem grín,“ segir hún hlæjandi, „þetta er svona aukaabsúrdítet sem fylgir því að vera kona. En óneit- anlega getur þetta orðið þreytandi. Ég hlakka eiginlega til að verða gömul og virðuleg og utan við mörk þessa fegurðar- staðals, þá fer fólk kannski að líta bækurnar mínar raunsærri augum. Annars er ekki líklegt að ég verði nokkurn tíma virðuleg,“ og Steinunn hlær þessum landsfræga hlátri sínum, segir nauðsynlegt að horfa á þessi mál með ákveðnum húmor annars sé hætt við því að gremjan og beiskjan nái yfirhönd- inni: „Það sem hefur hent mig bara af því að ég er kona mundi nægja mér til þess að vera öskuill til æviloka ef ég léti það eftir mér að taka það inn á mig. Og ég nenni ekki að sóa orku og tíma í bræði. Ég mundi heldur ekki vilja vera karl- maður hvað sem í boði væri. Ég held að þeir séu í verri kreppu en konur, viti ekkert hvar þeir eiga að standa eða hverju þeir eiga að trúa.“ Steinunn var í sambúð í sex ár en hefur verið ein með dótt- ur sína frá 1982 og er alfarið ósammála þeirri skoðun sem oft heyrist að konur sem búa einar séu „á milli manna“ eins og það er kallað, í sífelldri leit að nýrri bráð: „Það er alveg ótrú- legt hvað fólk umgengst mann með mikilli varúð þegar maður er einhleypur. Konur karlmanna sem maður er að ræða við í samkvæmum líta mann tortryggnisauga og margir karlmenn telja að kona sem ekki er lögvernduð eign einhvers karlmanns hljóti að vera móttækileg fyrir nánast hvaða uppástungu sem er. Að nokkur kona velji sér það hlutskipti að vera ein virðist ekki hvarfla að neinum. Auðvitað er ástin stór hluti af lífinu. En það er svo erfitt að samræma ritstörf þeim kröfum sem gerðar eru til kvenna í sambúð. Allt heimilishald hvflir enn að mestu leyti á konunni og ég hef ekki afgangs orku eða þolin- mæði til að sjá til þess að einhver karlmaður eigi hreinar skyrtur og sokka þegar honum hentar. Ég vil geta ræktað ást- ina á þeim grundvelli að ég standi jafnfætis karlmanninum andlega og fjárhagslega, að við getum mæst á miðri leið.“ Samkeppni og metingur milli hjóna og sambúðarfólks eru algeng, segir Steinunn, og bætir því við að hún gæti ekki hugs- að sér að vera í ástarsambandi við annan rithöfund: „Það veldur alltaf einhverjum samanburði og spennu, en ég er núna í sambandi við Þorstein Hauksson tónskáld og það er yndis- 64 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.