Heimsmynd - 01.03.1990, Side 71
Kristín Jónsdóttir
listmálari, eiginkona Valtýs.
Hulda og Helga Valtýsdætur,
fjögurra og sex ára gamlar.
Starfsfólk Morgunblaðsins 1933
þegar blaðið átti tuttugu ára afmæli.
kona Stefáns, var andstæða bónda síns, smá vexti og hæglát.
Hulda Stefánsdóttir, sonardóttir hennar, sagðist efast um að
hún hefði nokkum tíma ávarpað mann að fyrra bragði, en
þegar á hana hefði verið yrt, hefði verið auðfundið að hún var
gáfuð kona og orðheppinn. Hún var skáldmælt eins og hún
átti kyn til. Eitt sinn í mikilli ótíð og harðindum varð Stefán
bóndi hennar svo argur, er verst horfði, að hann neitaði að
lesa húslesturinn. Guðrún, kona hans, varpaði þá fram þessari
stöku:
Hér er æði fullt með fúss,
fást ei ræður þuldar,
utan bœði og innan húss
eru næðingskuldar.
Faðir hennar, Sigurður Guðmundsson, var merkilegur karl.
Hann var frægt alþýðuskáld á sinni tíð og hafði hrifist mjög af
hugsjónum Baldvins Einarssonar, Fjölnismanna og Jóns Sig-
urðssonar. Hann var einn af leiðtogum skagfirskra bænda er
þeir fóru að Möðruvöllum 1849 og hrópuðu niður hinn dansk-
sinnaða og íhaldsama amtmann, Grím Jónsson. Var það ein
af fyrstu pólitísku þjóðfrelsishræringum hér innanlands. Sig-
urður var á Heiði í elli sinni og kenndi þá dóttursyni sínum,
Stefáni Stefánssyni, að hafa opin augu fyrir náttúrunni í kring-
um sig og dýrð hennar. Alla tíð síðan hefur þessi ætt verið
annáluð fyrir áhuga sinn á blóma- og trjárækt. Og margir af
ættinni hafa einnig fært fegurð náttúrunnar með penslum á
mynd. í henni eru þekktir listmálarar en einnig arkitektar og
leikarar.
Þau hjón á Heiði eignuðust sjö börn en aðeins þrjú þeirra
komust upp. Af þeim, sem létust, dóu þrjú sama sólarhring-
inn úr barnaveiki. Af þeim þremur, sem komust til fullorðins-
ára, er mikill og frægur ættleggur sem hér verður rakinn nokk-
uð.
SKÓLAMEISTARINN
Fyrst barnanna verður talið upp það yngsta, Stefán Stefáns-
son (1863-1921). Honum var snemma haldið til bókar og
fimmtán ára gamall settist hann í Lærða skólann í Reykjavík.
A skólaárum sínum fékkst hann nokkuð við skáldskap og
skrifaði nokkrar rómantískar smásögur. Hugur hans hneygðist
mjög til náttúrufræði, sem ekki var algengt um þær mundir
enda náttúrufræði hornreka í skólakerfinu. Tvítugur að aldri
ferðaðist hann sumarlangt um Reykjanesskagann sem aðstoð-
armaður hins víðkunna náttúrufræðings, Porvalds Thorodd-
sens (sjá Thoroddsenætt, HEIMSMYND nóv. 1989). Næsta ár
sigldi Stefán til Kaupmannahafnar og hóf nám í náttúrufræði.
Jafnframt námi tók hann virkan þátt í félagslífi íslenskra stúd-
enta þar og varð höfuðpaur í Velvakandahópnum sem stefndi
að hálfgerðri uppreisn á íslandi gegn hinu danska valdi. A
menntaskólaárum hafði hann samið leikritið Prófastsdótturina
ásamt æskufélaga sínum, Valtý Guðmundssyni, og var það
fært upp þar og síðan í Kaupmannahöfn. Sjálfur lék Stefán að-
alhlutverkið en leikhæfileikar eru áberandi í þessari ætt og
nægir þar að minna á Harald Björnsson, systurson Stefáns, og
Helgu Valtýsdóttur, sonardóttur hans en að þeim verður vikið
síðar.
Kaupmannahafnardvöl Stefáns varð endaslepp því að árið
1887 losnaði kennarastaða við gagnfræðaskólann á Möðru-
völlum í Hörgárdal og Stefáni bauðst hún. Vildi hann ekki
láta slíkt tækifæri úr höndum ganga, þó að skólanámi væri
ekki lokið, og sló til. I’egar Stefán kom að Möðruvöllum var
skólinn þar nánast í andaslitrum og aðeins sjö nemendur þar.
Svo virðist vera sem koma Stefáns að skólanum hafi virkað
eins og vítamínsprauta á hann því að brátt tók nemendum að
fjölga við hann enda ber heimildum saman um að Stefán hafi
verið frábær uppfræðari. Hann var kosinn á þing árið 1900 og
eitt af fyrstu verkum hans þar var að beita sér fyrir því að nýtt
skólahús yrði reist og að þessu sinni á Akureyri. Virðist hann
þá þegar hafa haft í huga að skólinn yrði, þegar fram liðu
stundir, gerður að menntaskóla. Stefán Stefánsson átti því
mestan þátt í að hið glæsilega hús Menntaskólans á Akureyri
var reist og getur með nokkrum hætti kallast faðir hans þó að
ekki lifði hann þann dag að skólinn fengi rétt til að útskrifa
stúdenta. Stefán Stefánsson tók við stjórn Gagnfræðaskólans
á Akureyri árið 1908 og gegndi skólameistarastöðu til æviloka.
Hann vann ekki hug nemenda sinna með kennslunni einni
saman heldur var hann einnig félagi þeirra, leikbróðir og
ráðunautur. Margir af nemendum hans urðu síðar í farar-
broddi íslenskra þjóðmála og má þar nefna Jónas frá Hriflu
sem mun hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá Stefáni.
STJÓRNMÁL OG FLÓRA ÍSLANDS
Þingmennsku Stefáns má skipta í tvö tímabil. Hann var
kjörinn þingmaður Skagfirðinga á árunum 1900 til 1908. Arið
1907 urðu þáttaskil í stjórnmálaferli hans. Hann var þá kjör-
inn af sjálfstæðismönnum í nefnd þá sem semja skyldi við
Dani um samband íslands og Danmerkur. í þeim samningum
fylgdi hann Hannesi Hafstein úr Heimastjórnarflokknum og
varð viðskila við flesta samherja sína. í öllu gerningaveðrinu
sem fylgdi svokölluðu uppkasti var hann felldur út af þingi ár-
ið 1908. Skömmu síðar skipaði Hannes Hafstein hann einn af
HEIMSMYND 71