Heimsmynd - 01.03.1990, Qupperneq 74

Heimsmynd - 01.03.1990, Qupperneq 74
Hjónin Guðrún Jónsdóttir Sigurður Stefánsson Þórunn Bjarnadóttir í Vigur og Páll Líndal lögfræðingur með son sinn Pál Jakob. Kristín Jónsdóttir með syni sína Bjarna og Sigurð listmálari í Kaupmannahöfn hvert stjörnuhlutverkið af öðru og þótti sýna dæmafáa snilld og mikla innlifun. Má þar nefna Mörtu í Hver er hræddur við Virginíu Wolf og Mutter Courage í samnefndu leikriti eftir Berthold Brecht. Maður hennar var Bjöm Thors, blaðamaður á Morgunblaðinu. Börn þeirra voru: Kjartan Thors (f. 1945) doktor í jarðfræði og starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar. Hann þótti efnilegur leikari á skólaárum en sneri frá leik- listinni. Hann þótti hallast til vinstri í stjórnmálum eins og Stefán bróðir hans og þótti sumum það illt í efni þar sem hér voru á ferðinni erfingjar Morgunblaðsins. Fyrri kona var Þór- unn Klemensdóttir hagfræðingur, sem nú er gift Þresti Ólafs- syni hagfræðingi, en núverandi kona hans er Ólöf, dóttir Magnúsar Kjartanssonar, ráðherra og Þjóðviljaritstjóra. Krist- ín Thors (f.1948) förðunarmeistari við Þjóðleikhúsið. Hennar maður er Brynjólfur Bjarnason framkvæmdastjóri Granda hf., áður forstjóri Almenna bókafélagsins (sjá Gautlandaættina, HEIMSMYND 1. tbl. 1990). Hann situr í stjórn Árvakurs, út- gáfufélags Morgunblaðsins. Stefán Thors (f. 1949). Hann sýndi óvenjulega leikhæfileika á yngri árum en lærði síðan til arkitekts og er nú skipulagsstjóri ríkisins, kvæntur Guðrúnu Gunnarsdóttur vefara. Björn Thors (f. 1950) tæknistjóri Morg- unblaðsins, sem einnig situr í varastjórn Árvakurs, kvæntur Bryndísi Lúðvíksdóttur. HÆGLÁTUR BORGARFULLTRÚI 2. Hulda Valtýsdóttir (f. 1925) var yngri dóttir Valtýs. Hún hefur verið blaðamaður við Morgunblaðið um langt árabil og er varaformaður Árvakurs. Hún sá um barnatíma útvarpsins ásamt Helgu systur sinni á yngri árum og muna margir íslend- ingar á miðjum aldri eftir flutningi þeirra systra á sögunni um Bangsimon. Á síðari árum hefur Hulda skipt sér allmikið af stjórnmálum innan Sjálfstæðisflokksins, þó að hæglát sé, og var borgarfulltrúi 1982-1986. Hún á sæti í ýmsum nefndum borgarinnar en mestur er áhugi hennar á umhverfis- og skóg- ræktarmálum og heldur hún þar uppi merki og langri hefð innan ættarinnar. Hún er formaður Skógræktarfélags íslands. Maður hennar var Gunnar Hansson arkitekt sem lést á síðasta ári. Hann teiknaði meðal annars Morgunblaðshúsið og átti sæti í byggingancfnd Reykjavíkur. Þá sat hann um árabil í stjórn Árvakurs. Börn þeirra eru Kristín Gunnarsdóttir (f. 1947), blaðamaður á Morgunblaðinu, kona Stefáns P. Egg- ertssonar verkfræðings, sem situr í stjórn Árvakurs, Helga Guðrún Gunnarsdóttir (f. 1953) arkitekt, kona Mikaels Dal bókmenntafræðings og Hildigunnur H. Gunnarsdóttir (f. 1957) grafíklistamaður. Hennar maður er Ásgeir Haraldsson læknir. FJÖRMIKLAR MÆÐGUR Hulda Stefánsdóttir (1897-1989) var hitt barn Stefáns Stef- ánssonar skólameistara og þótti fjörmikil ung stúlka og and- staða bróður síns sem var hæglátari og settlegri. Hún var send til mennta eins og sjálfsagt þótti í þessari fjölskyldu og var við nám í húsmæðra- og tónlistarfræðum ásamt tungumálum og bókhaldi í Danmörku og var síðan um hríð kennari við Gagn- fræðaskólann á Akureyri. Hún giftist bóndanum á hinu forna stórbýli Þingeyrum, Jóni Pálmasyni, og var þar húsfreyja til 1943. Hún var jafnframt skólastjóri Kvennaskólans á Blöndu- ósi í nokkur ár og síðan Húsmæðraskóla Reykjavíkur og aftur Kvennaskólans á Blönduósi. Hulda varð háöldruð og í elli sinni skrifaði hún stórmerkar æviminningar sínar í fjórum bindum. Ávallt lék nokkur Ijómi um nafn Huldu og hún var æskuvinkona Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Var lengi haft á orði að eitthvað hefði verið á milii þeirra og kveikjan að Dalakofanum mun hafa orðið til í ferðalagi þeirra á hestbaki frá Skagafirði til Eyjafjarðar sumarið 1919. Þess skal hér getið að þjóðfræðasafnarinn Olafur Davíðsson, móðurbróðir Dav- íðs, var kennari þeirra Valtýs og Huldu og vinur þeirra. Mun hann hafa haft mikil áhrif á þau. Hulda eignaðist eina dóttur. Hún er Guðrún Jónsdóttir (f. 1935) arkitekt sem um árabil var forstöðumaður Borgarskipulags Reykjavíkur en varð einna þekktust fyrir baráttu sína fyrir varðveislu gamalla húsa í Reykjavík. Hún var forvígismaður Torfusamtakanna og for-, maður þeirra þegar þau létu mest að sér kveða. Guðrún er þrígift. Fyrsti maður hennar var Ómar Árnason menntaskóla- kennari, annar Knútur Jeppesen arkitekt en núverandi maður hennar er Páll Líndal. lögfræðingur og sagnameistari, fyrrver- andi borgarlögmaður í Reykjavík. STJÓRNMÁLASKÖRUNGURINN í VIGUR Þá er komið að því að segja frá öðrum greinum Heiðarætt- ar, frá systkinum Stefáns skólameistara og grasafræðings og afkomendum þeirra. Eldri var Sigurður Stefánsson (1854- 1924), prestur og alþingismaður í Vigur. Hann settist í Lærða skólann 19 vetra að aldri og lauk þaðan prófi árið 1879. Hann tók virkan þátt í félagslífi skólans og þar strax byrjuðu að myndast þeir flokkar sem síðar áttu eftir að elda saman grátt silfur í íslenskum stjórnmálum. Einn besti vinur hans og sam- herji varð þá þegar Skúli Thoroddsen en þeir áttu eftir að verða leiðtogar í andófi gegn „höfðingjaflokknum“ í svoköll- uðum Skúlamálum sem skóku alla Vestfirði og reyndar landið allt fyrir hundrað árum. Sigurður var kosinn prestur til Ögur- þinga árið 1881 og settist að í Vigur nokkrum árum seinna og eignaðist síðan þá jörð. Hann var mikill búmaður og reisti öll hús frá grunni í Vigur og standa þau enn með góðum blóma. Er ævintýri líkast að koma á þetta gamla og búsældarlega höfðingjasetur í Djúpinu þar sem afkomendur hans ráða ríkj- um. Séra Sigurður varð skjótlega vinsæll sem prestur og sveit- arhöfðingi í Djúpinu. Hann þótti málliðugur í samtölum. 74 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.