Heimsmynd - 01.03.1990, Qupperneq 75

Heimsmynd - 01.03.1990, Qupperneq 75
Systurnar Hulda og Helga með börn sín. Helga Valtýsdottir Haraldur Björnsson leikari____________ í hlutverki Johns í Silfuröskjunum. Hulda heldur á Helgu dóttur sinni og I Helga á Kristínu dóttur sinni. Sitjandi eru Stefán Thors, Kristín Gunnarsdóttir, Björn Thors og Kjartan Thors. Á myndina vantar Hildigunni, dóttur Huldu. Systurnar Hulda og Helga Valtýsdætur. í hlutverki sínu í Vinginíu Woolf. fljúgandi mælskur í ræðum og hafði til að bera sterkan sann- færingarkraft. Af var einræningshátturinn frá æskuárum. Það var því ekki að furða þótt hann væri kosinn á þing þegar árið 1886 og stóð Skúli Thoroddsen, sýslumaðurinn ungi á Isafirði, þétt að baki honum. Þeir voru báðir logandi áhugamenn um ýmis lýðréttindi, studdu hvor annan og stækkuðu báðir við það. Þessir pólitísku fóstbræður voru ákafir andstæðingar Magnúsar Stephensens landshöfðingja og dansksinnaðra kaupmanna. Séra Sigurður var aðalfrumkvöðull að stofnun kaupfélags og kom það síðan í hlut Skúla að stjórna því. Með því vildu þeir hnekkja hálfdönsku kaupmannavaldi á ísafirði. Þeir stóðu saman að stofnun Þjóðviljans og mun séra Sigurður hafa átt hugmyndina að nafninu. Það var því föðurbróðir Val- týs Stefánssonar „Moggapabba“ sem átti upphafið að Þjóðvilj- anum. Stjórnmálaferill séra Sigurðar varð óvenjulega langur. Hann sat samfellt á 26 þingum. Er hann lét af þingmennsku árið 1923 hafði enginn maður setið jafnlengi á þingi frá því að það var endurreist. Hann var eindreginn Valtýingur og síðan Sjálfstæðismaður en yfirgaf undir lokin gamla samherja sína og gerðist einn af stofnendum svokallaðs Sparnaðarbandalags sem vildi sýna búmannlega aðgæslu í ríkisfjármálum. Kona séra Sigurðar í Vigur var Þórunn Bjarnadóttir (1855- 1936) og eignuðust þau þrjú börn. Þau voru þessi: SÝSLUMAÐUR SKAGFIRÐINGA 1. Sigurður Sigurðsson (1887-1963) sýslumaður Skagfirð- inga. Hann var lögmaður á ísafirði 1914 til 1921 og síðan full- trúi í Stjórnarráðinu til 1924 en þá var hann skipaður sýslu- maður á Sauðárkróki og gegndi því embætti í nær því aldar- fjórðung. Hann var áhugasamur um stjórnmál, eins og hann átti kyn til, og var bæjarfulltrúi á ísafirði 1917 til 1920. í Skaga- firði var hann margsinnis í framboði til alþingis fyrir Sjálfstæð- isflokkinn en náði aldrei kjöri. Kona hans var Guðríður Stef- anía Arnórsdóttir og áttu þau fjölmörg börn og eru margir þekktir afkomendur af þeim komnir. Meðal þeirra er Margrét Þórunn Sigurðardóttir (f. 1915) geðhjúkrunarfræðingur í Háls- ingborg í Svíþjóð. Hún var í mörg ár formaður Kvenfélags Hægri flokksins þar í borg og sat í bæjarstjórn fyrir hann á ár- unum 1959 til 1962 og jafnframt í ýmsum ráðum og stjórnum á vegum borgarinnar. Er það fátítt að íslendingar komist til slíkra stjórnmálaáhrifa á erlendri grund. Meðal barna hennar er Nanna Hermansson (f. 1942) sem var borgarminjavörður um árabil í Reykjavík en komst reyndar í nokkra andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík, og þó einkum Davíð Oddsson borgarstjóra, sem embættismaður. Af öðrum börnum sýslu- mannsins á Sauðárkróki má nefna listmálarana Sigurð Sig- urðsson (f. 1916) og Hrólf Sigurðsson (f. 1922) og ennfremur Stefán Sigurðsson (f. 1920) lögfræðing á Akranesi. Hann sat í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn Á Sauðárkróki á árunum 1958 til 1961. Einn er svo Árni Sigurðsson (f. 1927) prestur á Blönduósi og annar Snorri Sigurðsson (f. 1929) skógfræðingur í Kópavogi. Hann hefur verið erindreki Skógræktarfélags ís- lands og ritstjóri Ársrits þess. Er hann einn af mörgum skóg- ræktaráhugamönnum í ættinni. VIGURSYSTKININ 2. Bjarni Sigurðsson (1889-1974) bóndi og hreppstjóri í Vig- ur var annar sonur séra Sigurðar og tók hann við búi af föður sínum. Kona hans var Björg Björnsdóttir og voru þau syst- kinabörn því að hún var dótturdóttir Stefáns á Heiði (sjá síð- ar). Börn þeirra: a) Sigurður Bjarnason (f. 1915) ritstjóri, alþingismaður og ambassador, jafnan kenndur við Vigur. Hann lauk lagaprófi 1941 en hafði þegar látið að sér kveða í stjórnmálum á há- skólaárum, var meðal annars formaður Vöku og Stúdenta- ráðs. Þegar að loknu laganámi gerðist hann blaðamaður á Morgunblaðinu, hjá náfrænda sínum, Valtý Stefánssyni, og var vegur hans greiður þar til metorða. Hann var orðinn stjórnmálaritstjóri 1947 og var síðan gerður að ritstjóra blaðs- ins 1956 og gegndi því starfi allt þar til hann varð sendiherra í Kaupmannahöfn 1970. Hann var kosinn alþingismaður Norð- ur-ísfirðinga 1942 og sat samfellt á þingi til 1959 og var síðan þingmaður Vestfjarða 1963 til 1970. Hann fylgdi þar dyggilega í fótspor afa síns. Sigurður var forseti neðri deildar Alþingis um margra ára skeið og forseti bæjarstjórnar á Isafirði 1946 til 1950. Eftir að hafa gegnt ambassadorsstöðu í Kaupmannahöfn um sex ára skeið var hann fluttur til London og var þar sendi- herra þar til fyrir nokkrum árum. Kona hans er Ólöf Pálsdótt- ir sem er með þekktari myndhöggvurum þjóðarinnar en nokk- uð voru þau hjón umdeild í setu sinni erlendis fyrir íburð í húsakynnum. Eldra barn þeirra er Hildur Helga Sigurðardótt- ir (f. 1956) sem var blaðamaður á Morgunblaðinu en er nú fréttaritari útvarpsins í London. b) Björn Bjarnason (f. 1916) bóndi í Vigur. c) Baldur Bjarnason (f. 1918) bóndi og oddviti í Vigur. Kona hans er Sigríður Salvarsdóttir. Mikil ættrækni er í heiðri höfð hjá þeim bræðrum, bændum í Vigur, og gestrisni í göml- um stíl höfð þar í heiðri. d) Þorbjörg Bjarnadóttir (f. 1922) skólastjóri Húsmæðra- skólans Oskar á Isafirði um áratugaskeið. Hún var um skeið varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar. Maður hennar er Brynjólfur Samúelsson trésmíðameistari. e) Þórunn Bjarnadóttir (f. 1925) kennari í Reykjavík, gift Lárusi Árnasyni málarameistara. f) Sigurlaug Bjarnadóttir (f. 1926) menntaskólakennari í Framhald á bls. 96 HEIMSMYND 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.