Heimsmynd - 01.03.1990, Qupperneq 81

Heimsmynd - 01.03.1990, Qupperneq 81
undir þau húsnæði og fæði langt að heiman: „Ég er ákveðin í því að mennta börnin mín og til þess að eiga möguleika á því verð ég að búa hér á Reykjavíkur- svæðinu. Einstæðar konur eru heldur ekkert vel séðar í þessum litlu plássum úti á landi og ég var orðin óttalega ein- angruð.“ Hún tók sig því upp með allan barnahópinn og flutti inn á aldraða for- eldra sína í Kópavogi: „Það átti nú bara að standa í eina eða tvær vikur, en mér tókst ekki að fá húsnæði fyrr en eftir tvo mánuði. Ég ætlaði mér að búa í Kópa- voginum og var búin að fá loforð fyrir húsnæði þar og þrjár af stelpunum byrj- aðar þar í skóla. en ég var svikin um hús- næðið og fékk ekkert annað nema í Hafnarfirði svo það má segja að við bú- um í Lödu á leiðinni Hafnarfjörður- Kópavogur." íbúðin er fimm herbergja blokkaríbúð, stór og rúmgóð, en leigan er fjörutíu og níu þúsund á mánuði og það hefur Þóra ekki bolmagn til þess að borga svo Félags- málastofnun Hafn- arfjarðar borgar fyr- ir hana leiguna. Ekki var vand- ræðunum lokið þótt húsnæði væri tryggt. Þóra hafði fengið vinnu í Matstofu Guðrúnar í Kópa- vogi þar sem hún vann fimm tíma á dag fyrir þrjátíu og þijú þúsund á mán- uði og þurfti af því að greiða nítján þúsund í barnapöss- un. Matstofunni var lokað þann fyrsta desember og síðan hefur Þóra verið atvinnulaus. Hún fær sextíu og þrjú prósent atvinnuleysisbæt- ur, tæpar þrjátíu þúsund krónur á mán- uði og meðlag og mæðralaun nema fimmtíu og einu þúsundi. Af þeim greiðslum eru teknar mánaðarlega tutt- ugu og sjö þúsund krónur til greiðslu á skuldabréfi sem tekið var á nafni Þóru til að fjármagna kaup á atvinnutæki fyrrum sambýlismanns meðan allt lék í lyndi. Ráðstöfunartekjur þessarar sjö manna fjölskyldu eru því um fimmtíu og fjögur þúsund á mánuði. Fyrir þá upphæð þarf að borga fæði fjölskyldunnar og klæði, rafmagn, síma og ferðakostnað. „Auð- vitað gerir maður ekkert fyrir þennan pening,“ segir Þóra, „en verst er hversu lítið ég get veitt börnunum. Seinustu dagar hvers mánaðar eru hrein martröð og allar afborganir af lánum og reikning- ar eru látnir bíða barnabótanna sem koma á þriggja mánaða fresti, en þær hrökkva sjaldnast til. Það væri miklu nær að veita þeim sem eru einir með börn hærri persónufrá- drátt, heldur en að vera að henda í mann þessum tíuþúsundköllum á þriggja mán- aða fresti. Ég reyni hvað ég get að grynnka á skuldunum, en það gengur ekkert. Um leið og eitthvað kemur upp á þarf ég að framlengja og skuldbreyta á ný og heildarupphæðin lækkar aldrei neitt.“ Þóra saumar sjálf mestallan fatnað á sig og börnin og nær sér stundum í auka- pening með því að sauma fyrir vini og kunningja. Hún kaupir aldrei tilbúinn mat eða kökur, vinnur allan mat sjálf og bakar. Á meðan hún bjó fyrir norðan tók hún slátur á haustin og keypti kjöt í heilum skrokkum í frystikistuna, en í húsnæðishrakinu í haust var ekkert ráð- rúm til þess. „Frystikistan er ekki einu sinni í sambandi núna,“ segir hún hlæj- andi, „og það er ekki íburðarmikill mat- ur sem hér er á boðstólum. Fiskur, hrís- grjón. hafragrautur og annað ódýrt fæði eru uppistaðan. Annars finnst mér ódýrt að kaupa í matinn hér miðað við fyrir norðan, þótt vissulega sé það óhóflega Ellilífeyrir og full tekjutrygging eru þrjátíu og eitt þúsund á mánuði. sniðug þróun að ungt fólk sjái sér hag í því að vera atvinnulaust.a dýrt. Ferðakostnaður er líka óskaplega mikill, ferðir tveggja eldri stelpnanna í strætó milli Hafnarfjarðar og Kópavogs kosta um sex þúsund krónur á mánuði og þar ofaná bætist bensínkostnaður og rekstur bílsins. Ég er að bíða eftir að fá húsnæði hjá Kópavogsbæ og þá lækkar sá póstur nú mikið. Mig langar til þess að börnin mín geti lifað sem eðlilegustu lífi, er að streitast við að leyfa þeirri næstelstu að vera í handbolta og setti hin fjögur í dansskóla núna eftir áramótin. Það hefði mér raunar aldrei tekist nema fyrir Ijúfmennsku Sigurðar Hákonarson- ar skólastjóra dansskólans, sem lætur mig ekki borga nema fyrir tvö og hálft bam og leyfir mér að mjatla þessum fimmtán þúsund krónum sem námskeið- ið kostar inn smám saman. Ég hef aldrei fimmtán þúsund krónur milli handanna í einu, ef ég ætti þá upphæð fyndist mér ég vera vellauðug.“ Þóra sjálf leyfir sér ekki margt. Fer aldrei á skemmti- staði, nema vinir og kunningjar „aumkvi sig yfir hana“, eins og hún kallar það, og bjóði henni með. „Ég leyfði mér reyndar þann lúxus núna í byrjun febrú- ar að fara í líkams- rækt og ljós, sem þýddi það að febrú- ar fór í mínus og að ég verð einhvern veginn að klóra mig fram úr því í mars. Það er það eina sem ég hef leyft mér síð- an ég flutti suður.“ Margur mundi sjálfsagt sökkva sér niður í sjálfsvorkunn og leiðindi í þessum sporum, en það er fjarri Þóru: „Auðvit- að er þetta erfitt,“ viðurkennir hún, „en ég hugga mig við það að eftir tvö ár fer ég að fá greiðslurnar frá Tryggingastofn- un óskertar og þá verður þetta lúxuslíf! I haust byrja strákarnir í skóla og þá verð- ur líka auðveldara fyrir mig að fá vinnu, því þá verða þau þrjú yngstu væntanlega í skólanum á sama tíma og draumurinn er að geta komið þeim á skóladagheim- ili. Þá ætti ég að geta farið að vinna fulla vinnu, án þess að það fari allt í barna- pössun og skatta. Ég er líka búin að sækja um íbúð hjá Verkamannabústöð- um í Kópavogi og vonast til að fá hana innan tveggja ára. Á þessu lifi ég. Held dauðahaldi í vonina um að allt breytist til batnaðar með tímanum og læt mér ekki detta í hug að vorkenna sjálfri mér lengur. Ég gerði það á tímabili, fyrst eft- ir að ég skildi, en sá fljótt að það var ekki til neins. Það eina sem ég stefni að er að vinna fyrir börnunum mínum og mennta þau, og það ætla ég mér að gera hvað sem á dynur.“ Þóra segist hafa kvalist af samviskubiti vegna barnanna fyrst eftir skilnaðinn, en sé nú hætt að láta það angra sig: „Ég tel Framhald á bls. 97 HEIMSMYND 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.