Heimsmynd - 01.03.1990, Qupperneq 84

Heimsmynd - 01.03.1990, Qupperneq 84
VERULEIKINN ER ÓTRÚLEGRI EN LEIKRIT — Václav Havel á Islandi egar miklir sögulegir viðburðir verða og heimurinn fer loksins að róta sér kemur atburðarás- in okkur fyrir sjónir sem hin mestu ólíkindi. Einkum ef kyrrstaðan á undan hefur ver- ið langvarandi. Atburðir síð- ustu vikna og mánaða austur í Evrópu eru af þessari tegund. Atburðarásin hefur verið með þeim hætti að minnir á ósenni- legt og yfirdrifið leikrit. Ekk- ert leikskáld kæmist upp með að skapa aðra eins leikfléttu, vegna þess að áhorfendur myndu ekki trúa henni. Sú heimsmynd sem við höfðum vanist og jafnan virtist óhagganleg er nú líkust öm- urlegri leiksýningu sem við sáum í gær - og nú eru aðrir tímar, nýtt leikrit og öllu ánægjulegra komið á fjahr heimsins. Hin dramatísku umskipti sem orðið hafa í lífi tékkneska leikskáldsins Václavs Havel eru í samræmi við at- burðarásina í Austur-Evrópu. A örfáum vikum flyst hann úr fangelsi í forsetaem- bætti og það án blóðsúthellinga. „Þetta er eins konar friðsæl bylting,“ skrifaði hann Milan Kundera til Parísar í des- ember og það reyndist rétt. Allt gerðist þetta eins og óhjákvæmilegur hlutur. Krafa fólksins var ákveðin og sterk og kommúnistar lögðu niður völd með spekt eftir máttvana tilburði til að láta sem svo að engu yrði þokað. ENDURBYGGING Um þessar mundir er liðið rétt ár frá því við í Þjóðleikhúsinu komum okkur saman um að taka Endurbyggingu, nýj- asta leikrit Václavs Havel, inn á verk- efnaskrá. Þegar þær umræður áttu sér stað óraði ekkert okkar fyrir því sem koma skyldi. Áður höfðum við íhugað alvarlega að taka leikritið Freistinguna (Pokusení) frá 1985 til sýninga, enda langt Uðið síðan Havel var á dagskrá hér og ljóst orðið að seinni verk hans skipa honum ótvírætt í hóp fremstu leikskálda samtímans, en þegar Endurbygging kom upp í hendur okkar var valið auðvelt. Þar var komið ósýnt verk sem ekki að- eins var óhemju vel skrifað heldur var þama á ferð efni og umfjöllun sem okk- ur þótti beinlínis eiga brýnt erindi nú við þetta litla samfélag okkar norður í hafi. Ekki vegna þess að í verkinu er fjallað eftir ÁRNA IBSEN um endurbyggingu gamalla húsa með hefð og sögu, heldur vegna hinnar al- mennu umræðu þar um hugsjónir, trún- að og ábyrgð, og samábyrgð, um það hvernig menn eigi að lifa heilir, hvernig menn eigi að stjórna og umfram allt hvernig menn geti farið að því að vera heiðarlegir við það þrátt fyrir allt. Hitt er svo einkar skemmtileg og afar ólík- indaleg tilviljun að síðasta frumsýning fyrir endurbyggingu Þjóðleikhússins skuli heita Endurbygging, og jafnframt hvernig þetta leikrit verður að sumu leyti eins og beint framhald af allri umræð- unni og deilunum um svalir og hallandi gólf. Þarna koma ef til vill skýrt í ljós þau gömlu sannindi að leikhús er míkró- kosmos, smækkuð mynd af heiminum sem við lifum í. Vah verkefnisins fyrir Þjóðleikhúsið fylgdi sú sjálfsagða hugmynd að bjóða höfundinum til landsins til að vera við- staddur sýningu. Havel sat í fangelsi þeg- ar þetta var en það breytti engu: Honum skyldi boðið samkvæmt hefð sem leikhús í Evrópu höfðu komið á undanfarinn áratug eða svo. Því frægð Havels og frami héldu hlífiskildi yfir honum. Tekj- ur hafði hann af sýningum verka sinna erlendis og valdahafar voru stöðugt áminntir um þá virðingu sem þessi mað- ur naut utan heimalandsins. Stjómvöld gátu gert honum afar erfitt fyrir, en líf hans var ósnertanlegt. Þetta hefur leik- húsfólk vitað og þessi boð til hans þjón- uðu þeím tilgangi einum að minna stjórn kommúnista á að hann ætti sér öfluga málsvara í öðrum löndum. Svipað gerðu rithöfundar víða um heim með sífelldum áskorunum til þessara stjórnvalda um að láta leikskáldið í friði og aflétta ritskoð- uninni. íslenskir rithöfundar tóku einnig þátt í þeim aðgerðum og samþykktu áskoranir til tékkneskra stjómvalda, síð- ast fyrir um það bil ári. MEÐ SKÝLAUSAN TRÚNAÐ AÐ VOPNI Ef til vill var Havel alráðum stjórn- völdum háskalegur fyrst og fremst vegna þess að hann brá fyrir sig háði, kom mönnum til að hlæja og sýndi fyrirkomu- lagið í þjóðfélaginu sem glórulausan fár- ánleika. Og ekki var nóg með að stjórn- völd væru gerð fáránleg í augum Tékka heldur voru leikrit þessa leikskálds farin að berast út um heim og það þótti herr- unum vitaskuld ekki gott. Valdhafarnir gerðu sig þá enn fáránlegri og bannfærðu höfundinn, en þar með var fáránleikinn orðinn það hrikalegur að gamanið gat ekki einu sinni talist grátt eins og það er jafnan í leikritum Havels sjálfs. Aralangt umsátur um einkalíf Havels fylgdi bann- inu. Það voru verðir við hús hans sem fylgdust með hverri hreyfingu og áttu til að gera gestum hans erfitt að komast leiðar sinnar ef hann sat ekki í fangelsi og var að nafninu til frjáls sinna ferða. En bannfæringin styrkti stöðu Havels er- lendis, beindi enn frekari athygli að hon- um og gerði leikskáldið þar með enn háskalegra fyrir valdahafana. 84 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.