Heimsmynd - 01.03.1990, Qupperneq 90

Heimsmynd - 01.03.1990, Qupperneq 90
FASTIR LIÐIR Rithöfundar eru óánægðir með vinnubrögð í nefndinni sem veitir hin árlegu verðlaun Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins. Deilan snýst þó ekki um höfundana sem hafa hlotið þessi verðlaun. Þannig er að Rithöfundasamband íslands tilnefnir tvo nýja fulltrúa í nefndina á hverju ári en þar sitja einnig þrír aðrir, fulltrúar Ríkisútvarpsins og menntamálaráðherra, og er þar um að ræða sömu mennina, sem setið hafa í nefndinni jafnvel árum og áratugum saman. Fulltrúum RSf finnst sem þeir hafi gerst æði heimaríkir með árunum og í síðasta fréttabréfi RSÍ er frá því greint að Einar Bragi, annar fulltrúa RSÍ, hafi kvartað til stjórnar þess yfir því að hinn fasti meirihluti nefndarinnar hafi verið búinn að taka ákvörðun um verðlaunaveitinguna áður en nefndin í heild kom saman til fundar. Fulltrúar rithöfunda hefðu því einungis komið á fund til að fá að heyra hvað gamli meirihlutinn var búinn að koma sér saman um fyrirfram. Rithöfundasambandið mun beita sér fyrir breyttri tilhögun á skipan nefndarinnar, þannig að ágreiningur um formsatriði verði ekki til þess í framtíðinni að varpa skugga á þessi ágætu verðlaun. VERKFALLSGRÓÐI Það hljóp á snærið fyrir íslenska bankakerfinu á dögunum vegna verkfalls sænskra bankamanna. Flundruð milljóna íslenskra króna höfðu verið sendar um sænska banka til greiðslna á ýmsum alþjóðlegum skuldbindingum og urðu þar innlyksa í verkfallinu. Sænskir bankar munu verða að taka á sig ábyrgðina gagnvart viðtakendum fjárins og greiða fulla vexti af því þann tíma sem verkfallið stóð. íslenska bankakerfið mun því hagnast sem vöxtunum nemur eða um nokkrar milljónir króna. KONUR OG SPÚTNIKAR Á nýlegum aðalfundi Verslunarráðsins var hressilega endurnýjað í aðalstjórninni. Hildur Petersen (Flans Petersen, Kodak) varð til þess fyrst kynsystra sinna að stíga inn í hin helgu vé. Tvær konur voru líka kjörnar í varastjórn, Kristín Þorkelsdóttir (auglýsingaskrifstofan AUK) og Margrét Theódórsdóttir (Tjarnarskóli). Flelmingur 18 stjórnarmanna eru nýir í aðalstjórn, en oftast hafa menn viðkomu í varastjórninni fyrst áður en þeir eru kjörnir í aðalstjórnina. Núna komu þrír spútnikar þar inn án þess að hafa haft viðkomu í varastjórninni: Tryggvi Pálsson, bankastjóri íslandsbanka og áður hjá Verslunarbanka, Haraldur Haraldsson í Andra og stjórnarmaður í Stöð 2 og Orri Vigfússon, ICY vodka, frammámaður í uppkaupum laxveiðikvótans á Atlantshafi og stjórnarmaður í Stöð 2. Auk þeirra komu inn sex sem áður höfðu átt sæti í varastjórn: Sigurður Gísli Pálmason (Flagkaup og stjórnarformaður íslenska útvarpsfélagsins), áðurnefnd Hildur Petersen, Þorgeir Baldursson (Prentsmiðjan Oddi og í stjórn nýju sjónvarpsstöðvarinnar SÝNar), Þorvaldur Guðmundsson (Síld og fiskur), sem er raunar gamalkunnur í ráðinu og fyrrum formaður þess, Jóhann Bergþórsson (Hagvirki) og Gunnar Helgi Hálfdánarson hinn nýi forstöðumaður Landsbréfa, verðbréfafyrirtækis Landsbankans, en áður hjá Fjárfestingarfélaginu. Jóhann J. Ólafsson (sem nú er einnig stjórnarformaður Stöðvar 2) er nú að hefja þriðja tveggja ára kjörtímabil sitt sem formaður ráðsins, en alllangt er orðið síðan formaður hefur setið lengur en tvö kjörtímabil. VIRÐINGAR- MÆLIKVARÐI? Seta í aðalstjórn Verslunarráðsins / söludeildum Pósts og síma býðst þér gott úrval af vönduðum símtœkjum auk alhliða símaþjónustu Söludeildir Pósts og síma um land allt bjóða eingöngu viðurkenndan úrvalsbúnað og örugga viðgerðar- og viðhaldsþjónustu. Hjá okkur færðu gott úrval af allskyns símtækjum og aukabúnaði á góðum PÓSTUR OG SÍMI greiðslukjörum. Póst- og símstöðvar um land allt og söludeildir Kringlunni, Kirkjustræti og Ármúla 27. 90 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.