Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 93

Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 93
dyr fyrir Guðrúnu. Hún kynntist Erlu Stefánsdóttur hjá samtökunum Lífssýn, sem hjálpa fólki í leit að sjálfsþekkingu og við það breyttist líf hennar. „Ég var aldrei mjög spennt fyrir austrænum að- ferðum í sjálfsleit, eins og að kirja möntrur við hugleiðslu en þar hef ég líka í tímans rás þróað mitt eigið kerfi. Stjörnuspekin hjálpaði mér í sjálfskönn- uninni en kaflaskiptin urðu þegar ég kynntist Erlu. Ég hafði lesið mér til um mikilvægi jákvæðs hugarfars og hvernig hægt er að vinna með orkustöðvar lík- amans. Það var mjög gaman þegar við Erla hittumst fyrst. Þá sagði hún: Ég hef verið að bíða eftir þér. Ég sá þig fyrir tíu árum og var að hugsa um að tala við þig en hugsaði sem svo, hún kemur þegar hún er tilbúin.“ Eins og aðrir sem hér er rætt við er Guðrún þeirrar trúar að hún hafi lifað oft áður. „Erla hefur staðfest margt af því sem ég hef upplifað um mín fyrri líf í draumum og hugleiðslu. Ég finn til dæm- is sterkt fyrir því að hafa verið indíáni í Norður-Ameríku. Þá veit ég líka að við Erla höfum verið nánar á fyrri tilveru- stigum. Hún hefur kennt mér að verja mig fyrir þeim öflum sem leita á mann þegar maður byrjar að opna sig. Því meira ljósmagn sem maður hefur því meiri líkur eru á því að maður laði að sér bæði jákvæða sem neikvæða strauma. í Lífssýn kennir Erla hugleiðslu en ég hug- leiði tvisvar á dag, kvölds og morgna. Oft hef ég hjá mér kristal, stundum nota ég reykelsi, ilmolíur og tónlist til að skerpa einbeitinguna. Hjá Erlu hef ég lært hvernig hægt er að efla skynjun og næmni en flestir hafa lokað á eðlislæga næmni sína. Hugarorkunni er hægt að beita bæði jákvætt og neikvætt eins og mörg dæmi sýna. Fólk gætt miklum hæfi- leikum á þessu sviði hefur til dæmis leiðst út fikt við myrkraöflin. Allar hugs- anir sem við sendum frá okkur fáum við til baka oftast tvöfalt.“ Um það leyti sem hún kynntist Erlu segist hún hafa orðið fyrir mjög slæmri upplifun heima hjá sér. „Ég hef innrétt- að bflskúrinn þannig að ég geri allar mínar æfingar þar og hugleiði. Ég vakna alltaf klukkan sjö á morgnana á undan öðrum og eyði um klukkustund í ró og næði við hugleiðslu og æfingar. Mig hafði dreymt óhugnanlegan draum sem ég kunni ekki strax að ráða en taldi hann slæman fyrirboða. Ég vaknaði upp og fannst eins og blóð læki niður fætuma á mér. Draumurinn var svo raunverulegur að ég strauk á mér fæturna en þar var ekkert blóð. Um kvöldið var ég á leið- inni fram að hugleiða. Þegar ég opnaði dymar að bílskúrnum kom eins og svart ský á móti mér og lagðist yfir mig. Ég varð ofsalega hrædd og var að hugsa um að flýja af hólmi en ákvað síðan að ganga inn. Ég signdi mig og gerði krossmark yfir allt sem fyrir var á meðan ég fór með bænir sem mér fannst fullar af ljósi. Næstu dagana fannst mér alltaf eitthvað óhreint á sveimi en lét óttann ekki buga mig og vann þarna áfram. Nokkrum vikum síðar fórum við Gulli í veiðitúr og þá loks sagði ég honum frá þessu. Hann sagði mér að leita hjálpar. Ég hringdi í Erlu og hún sagðist mundu koma utan líkama en hún hafði aldrei áður komið heim til mín, hvorki þannig né í eigin persónu. Síðar um kvöldið leið mér mun betur inni í herberginu og skynjaði að þetta óhreina afl var á bak og burt. Löngu síðar kom Erla í eigin persónu og benti út í hornið á herberg- inu: Hann var þarna, sagði hún. Einar á Einarsstöðum sagði víst að öfund og hat- ur sem væri lagt á fólk eða hýbýli þess myndaði farveg fyrir verur af lægri tíðni til að komast inn í efnisheiminn. Bjöm Jónsson bóndi á Laxamýri sagði mér að þau hjónin hefðu orðið fyrir svona ásókn af draug sem var mjög líkamnaður. Laxamýri er ein mesta hlunnindajörð á landinu. Bjöm og kona hans sátu í heil- an vetur með biblíuna langt fram á nætur á hverri nótt þrátt fyrir hjálp Einars til að reyna að bægja þessum draugi frá en hann var mjög líkamnaður.“ Hún segist núna vera komin á það stig jafnvægis og sjálfsleitar, „að ég er tilbúin að gefa af mér, hjálpa öðrum. Heilun, lækning með hugarorku, heillar mig en þar sem ég er ekki alveg tilbúin að beita mér út á við hef ég eingöngu þjálfað mig á fjölskyldu og vinum. Fyrir mörgum ár- um lærði ég um nálarstunguaðferðina og þekki því þau svæði þar sem orkubraut- irnar eru. Ég er núna að vinna á sári á fæti mannsins míns og hef séð árangur. Vinkona mín er mjög veik og ég reyni að hjálpa með því að biðja fyrir henni og senda henni jákvæða strauma. Ég hef fundið fyrir því um nokkurt skeið að mér er hjálpað til að hjálpa öðrum. Ég finn fyrir þessum aðila sem er með mér en ég er hins vegar ekki alveg tilbúin þó mig langi til þess. Þetta þarf að þróast. Ég finn oft fyrir því ef eitthvað er að hjá fólki sem ég hitti. Ef um sjúkdóm er að ræða fæ ég verk í vinstri höndina og ég veit um margt fólk sem hefur þessa næmni án þess að vilja nota hana. Eitt sinn hitti ég gamlan, drukkinn mann hjá vinafólki okkar. Mér hafði verið sagt að hann væri mjög næmur en þegar hann réði ekki við næmnina flúði hann í drykkjuna. Þegar ég var á leiðinni út sagði hann við mig: Heyrðu, elskan mín, þú móðgast ekkert þótt ég segi þetta við þig en þú verður að gera eitthvað við blöðrubólgunni hjá þér annars fer illa. En einmitt á þessum tíma var ég mjög slæm af blöðrubólgu." Guðrún lifir heilbrigðu lífi. „Sem unglingur hafði ég vaxið allt of hratt og HEIMSMYND 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.