Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 96

Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 96
gamlársdag að við erum saman á stofu- gangi og litum á barnið. Hún var voða- lega grá og guggin - þá hafði ég ekki séð hana í tvo daga - og ég segi: Það er eitt- hvað mikið að. Við erum þá að fara í smásamkomu sem hér er haldin á gaml- ársdag en stöldrum við og sjáum að við erum að missa hana og sem við stöndum þarna hættir hún nánast að anda. Við hlaupum með hana út á gjörgæsludeild, en meðan við erum að koma pípu ofan í barkann stoppar hjartað og við þurfum að hnoða hana í gang. Upp úr því hófst öll þessi barátta. Þá hafði hún verið hálft ár í gervinýrnameðferð með miklum erf- iðleikum, en þegar þarna var komið sögu er hún komin með mjög slæma lungnabólgu. Eftir þetta var hún meðvit- undarlaus vikum saman á og á þeim tíma var það sem allt þetta, sem ég er búinn að rekja hér á undan, átti sér stað. En fékk þó þetta farsæla lausn. Þannig að það er margt sem ræður. Af hverju hætt- um við ekki á einhverju stigi að með- höndla þessa litlu stúlku? í fyrsta lagi þá er mjög erfitt að hætta að meðhöndla barn eða ungling, sem getur átt allt lífið framundan og svo hitt að reynsla okkar beggja sagði okkur það, að þau þola ótrúlegustu áföll. Við töldum okkur líka hafa nægilega þekkingu til að bera til að ráða þessu máli til lykta á farsælan hátt. Það er mjög sjaldgæft annars staðar að börn á þessum aldri séu meðhöndluð í gervinýra og í svona tilfellum er maður þakklátur fyrir að hafa ekki verið bund- inn fyrirfram af reglum, sem beinlínis gerðu það óheimilt. Þetta eru semsagt tvö dæmi um að gott er að vera ekki um of njörvaður nið- / ur af ytri reglum, sem algengar eru í heilbrigðiskerfum annars staðar, einkum í Bretlandi. En stundum vildi maður gjarnan hafa meira að styðjast við. Eg kynntist því í Bandaríkjunum, að algengt var að hafa sjúklinginn með í ráðum miklu fyrr, jafnvel þannig að hann gæfi um það skrifleg fyrirmæli („living wiU“). hvernig með skyldi farið færi eitthvað úr- skeiðis, til dæmis að hann skyldi ekki endurlífgaður eftir að hjarta hætti að slá, eða að öndunarvél skuli tekin úr sam- bandi verði yfirgnæfandi líkur á að hann eftir nauðsynlegar aðgerðir geti ekki lif- að ásættanlegu lífi að eigin mati. Þetta er auðvitað til komið vegna hræðslu lækna- stéttarinnar þar í landi við lögsóknir, en er í sjálfu sér lofsvert og eftirbreytnivert. Það auðveldar lækninum starf sitt, ef hann veit, að meðan sjúklingurinn var með fullu ráði og rænu og vel upplýstur um horfur, áhættu og aukaverkanir, hafði hann sjálfur óskir um hversu langt skuli gengið í því að halda honum á lífi með þeirri tækni og þekkingu sem nú- tíminn ræður yfir. Væri þetta almenn regla, fækkaði þeim tilfellum til muna, þegar læknirinn verður að glíma við þessa erfiðu ákvörðun.“D Ættarsaga.,.__________________ framhald af bls. 75 Reykjavík. Hún var borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1970 til 1974 og landskjörinn þingmaður fyrir sama flokk á árunum 1974 til 1978. Henni var þá bolað af lista Sjálfstæðismanna á Vest- fjörðum og líkaði illa. Stofnaði hún til sjálfstæðs framboðs með atfylgi Sigurð- ar, bróður síns, og Vigurmanna en náði ekki kjöri. Hefur hún síðan þótt sigla nokkuð sjálfstæðan sjó og lítt bundið trúss sitt við flokkinn. Maður hennar er Þorsteinn Thorarensen lögfræðingur, rit- höfundur og bókaútgefandi. 3. Stefán Sigurðsson (1893, látinn) verslunarmaður og bæjarfulltrúi á ísa- firði. VEÐRAMÓTSFÓLKIÐ Systir þeirra bræðra, séra Sigurðar í Vigur og Stefáns skólameistara, var Por- björg Stefánsdóttir (1855-1903). Um hana var sagt að hún væri glæsileg að vallar- sýn, skapstór og örlynd, enda djarfmælt og hreinskilin við hvern sem hún skipti orðum við. Henni hefur því kippt í föð- urkynið. Hún var listelsk og spilaði á langspil og söng í rökkrinu fyrir börn sín. Þorbjörg giftist Birni Jónssyni og bjuggu þau lengst af á Veðramóti í Gönguskörð- um, rétt hjá Heiði. Er þessi leggur ættar- innar stundum kallaður Veðramótsætt. Björn var hreppstjóri og gegndi mörgum trúnaðarstörfum. Eins og á Heiði var vinnuharka mikil á heimilinu. Haraldur Bjömsson leikari, sonur þeirra hjóna, sagði að vinnan hefði þar setið í fyrir- rúmi og vei þeim sem sló slöku við. Tíu börn þeirra komust upp og fylgdi þessum systkinahóp mikil gleði og vaskleiki. Þar var enginn dauðdoppuháttur á fólkinu, sagði Hulda Stefánsdóttir í endurminn- / FOLK REKUR UPP STOR AUGU (JAFNVEL RÚSSAR ÞURFA NÝJA HEIMSMYND) VIGDIS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.