Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 17

Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 17
„Það er útbreiddur misskilningur að völd þeirra sem ráða fjölmiðlum felist í því að hafa áhrif á hvernig fréttirnar eru sagðar. Valdið er fólgið í því að ákveða hvað er frétt og hvað ekki. “ (breskur blaðakóngur) á því að einokun Ríkisútvarps var aflétt hefur farið í fram hatrömm barátta og átök um yfirráð á einkastöðv- § um í útvarps- og sjónvarpsrekstri. Átökin snúast bæði g um peninga og völd. f Strax í janúarblaði HEIMSMYNDAR var því spáð ! að baráttan um yfirráð á Stöð 2 ætti eftir að hafa f ómæld áhrif í íslensku viðskiptalífi. Fólk fylgdist með stríðinu um Stöðina, yfirtöku SÝNar og samsteypu Bylgjunnar/Stjörnunnar í nýjan fjölmiðlarisa, Islenska út- varpsfélagið. Sá sem kom út úr þessum átökum öllum á toppnum var Jón Ólafsson í Skífunni. Eftir sátu margir með sárt ennið, óvild og jafnvel hatur hrannaðist upp. Jón Ólafsson situr nú orðið öllum megin við borðið og býð- ur hagsmunaárekstrum heim. Hann sér útvarps- og sjónvarps- stöðvunum fyrir tækjum, sem hann hefur umboð fyrir, plötum sem hann framleiðir eða hefur umboð fyrir, myndböndum og kvikmyndum. Hann getur farið út á vegum Stöðvar 2, keypt inn efni fyrir fyrirtæki sín og selt Stöð 2 aftur! Af þessum sökum og fleirum er Jón Ólafsson einn umdeild- asti maður í íslensku viðskiptalífi. Þeir eru margir sem vildu koma höggi á hann. Bent er á þann skugga sem hvfli yfir for- tíð hans ef hulunni verði svipt af og vafasamar starfsaðferðir og umsvif í viðskiptum sem geti orðið honum að falli. Hann er sakaður um að vera haldinn blindum metnaði sem knúi hann til að ryðja öllum keppinautum úr vegi. Getur það verið að hann hafi fyrir löngu einsett sér að verða ókrýndur konungur skemmtana- og vitundariðnaðarins á íslandi með yfirráðum á Stöð 2, útvarpsstöðvum, bíóhúsum, myndbandainnflutningi eða afþreyingariðnaðinum í heild og blanda því við pólitísk áhrif þar sem greiði komi á móti greiða við meðfærilega stjórnmálamenn? Hann eygði möguleikann á því að allt færi í kaldakol á Stöð 2 strax í upphafi og þá ætlaði hann sér bráðina. Þannig hugsa margir en hann náði sínu markmiði. Margir þola hann ekki fyrir vikið. Jón Óttar Ragnarsson, fyrrum aðaleigandi Stöðvar 2, hefur verið ómyrkur í máli um sukkið á Stöðinni eftir að nýju eig- endurnir tóku við. Hann hefur einnig skrifað um fíkniefnasölu og hvatt lögregluna til að taka harðar á þeim málum. Ur þess- um pistlum hefur fólk lesið duldar meiningar um Stöð 2 og - Jón Ólafsson. Af hverju eru Jón Ólafsson og fortíð hans undir smásjánni? Svarið er einfalt: Hann er kominn í slíka áhrifastöðu í íslensku þjóðfélagi að misbeiti hann valdi sínu með yfirráðum sínum á Stöð 2 getur það reynst veikbyggðu lýðræðisþjóðfélagi okkar stórhættulegt. Er Jón Ólafsson þessi hættulegi maður? Um það eru skiptar skoðanir en fáir eru eins umdeildir. Raunar fóru furðulegir atburðir að gerast um leið og það spurðist út að grein um Jón Ólafsson væri í smíðum á HEIMS- MYND. Eftir því sem leið á efnisöflun urðu viðbrögðin æsi- legri. Yfirmenn á Stöð 2 og fólk nákomið Jóni Ölafssyni reyndi eftir krókaleiðum að hafa áhrif á það hvort og hvernig greinin yrði skrifuð. Óvildarmenn Jóns vöruðu greinarhöfund við og einn sagði honum að vera í skotheldu vesti. Síminn var rauðglóandi. Á miðnætti á laugardagskvöldi var hringt í grein- arhöfund og hann varaður við afleiðingum þessara skrifa. Hvað óttaðist þetta fólk? Að eitthvað yrði afhjúpað sem ekki þyldi dagsljósið? Náinn samverkamaður Jóns í áranna rás, í Islenska útvarps- félaginu og á Stöð 2, hefur snúið við honum baki en ekki er vitað hvort Jón hafi áttað sig á því. Þessi maður sagði að Jón hefði sjálfur afhjúpað sig í viðtali við HEIMSMYND vorið 1987. „I því viðtali opinberar hann sig,“ segir þessi maður. „Jón lítur á lífið sem valdatafl," segir hann. Orðrétt sagði Jón þá: „Þetta þjóðfe'lag snýst um peninga. Tengsl við valdakjarnann eru ígegnum peninga. Því meiri pen- ingar því meiri tengsl. Frami í íslensku þjóðfélagi snýst um það að eiga vini sem eiga vini. Það er partur af þessum leik að þekkja rétta menn. “ Jón segir að hluti af metnaði sínum sé að langa í virðingu og völd. „Fyrir mörgum er ég enn ekki nógu fínn. En minn tími kemur og ég hef öðlast tiltrú margraé‘ I umræddu viðtali talar Jón um stjórnmál og segir: „Ég vil sjá til þess að eftir nokkur ár verði það vinir mínir, sem sitja í húsinu þarna við Austurvöllmn. “ Er það þessi lífsskoðun sem fólk óttast? „Jón Ólafsson er í stöðugri valdabaráttu,“ segir fyrrgreind- ur aðili. „Hann notar þá aðferð að deila og drottna, kemur af stað innbyrðis deilum, kemur sjálfur á eftir og þykist bjarga öllu. Þessa aðferð notar hann grimmt á Stöð 2. Hann þyrstir í viðurkenningu en áttar sig ekki á því að hún er hið eina í lífinu sem ekki fæst keypt. Hann tekur menn upp á arma sína og sér ekki sólina fyrir þeim meðan þeir eru honum sammála og samferða. En um leið og réttlætis- og siðferðiskennd fer að væflast fyrir þeim falla þeir í ónáð. Þá er hvert tækifæri notað til að refsa þeim. Það er vegna þessa sem Jón hefur þetta orð á sér. Hann er alltaf að hóta fólki og láta skína í tennurnar. Hann sá ekkert óeðlilegt við það að hringja í prentsmiðju- stjóra og biðja um afrit af bók Jóns Óttars sem átti að vera komin inn til prentunar svo hann þyrfti ekki að nálgast hana eftir krókaleiðum. Það sýnir hvað siðferðiskennd hans er brengluð að láta sér detta í hug að prentsmiðjustjórinn brjóti trúnað við viðskiptavini sína. Hjá Islenska útvarpsfélaginu kom upp sú staða, að eftir út- boð hallaðist stjórnin að því að festa kaup á MBI tækjum frá fyrirtæki í eigu stjórnarformannsins Jóns Ólafssonar. En það þurfti næstum að snúa upp á hendurnar á honum til að fá hann til að falla frá umboðslaunum. Það var ofvaxið skilningi eftir ÓLAF HANNIBALSSON HEIMSMYND 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.