Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 46

Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 46
HANS KRISTJÁN ÁRNASON SANNUR SANNIR Skilin vfiilli kynhlutverka karla og kvenna hafa óneitanlega orðið œ óljósari síðustu tvo til þrjá áratugina. Með hinni títtnefndu ’68 kynslóð komu nýjar og áður óþekktar áherslur og gildi. Jafnrétti og bræðralag var fyrsta boðorð þessarar byltingar og allar skilgreiningar sem byggðu á hefðbundinni hlutverkaskiptingu gerðar útlœgar. Konur voru menn. En vilja konur vera menn? Þessi spurning tók að ágerast eftir því sem kvennahreyfingum óx fiskur um hrygg á áttunda og níunda áratugnum. Með uppakynslóð níunda áratugarins urðu skilin milli karl- og kvenímyndar skarpari og ungir jakkafataklœddir menn tóku að bjóða konum út í rómantíska eftir LAUFEYJU ELÍSABETU LÖVE g er ægilega gamaldags," segir Hans Kristján Árna- /J son, viðskiptafræðingur og einn af stofnendum Stöðvar tvö. „Allar þessar gömlu siðvenjur eru í mín- um augum mjög mikilvægar. Ég er alinn upp þannig og þó að ég hlaupi á mig stöku sinnum þá held ég að mér sé óhætt að segja að þessar gömlu kurteisis- og umgengnis- venjur séu mér í blóð bornar.“ Það dylst heldur engum að hér fer séntilmaður af gamla skólanum sem myndi ekki hika eina stund við að standa upp fyrir konu. Hans Kristján tekur hins vegar ekki undir þá gagnrýni íslenskra kvenna að landar þeirra séu grófir og vanti allan elegans. „Þetta er að verða eins og ofspiluð plata þar sem sífellt er verið að tönnlast á sömu atriðunum. Þegar á heildina er litið held ég að megi segja að íslenskir karlmenn séu fremur hreinir og beinir í samskiptum við konur og blessunarlega lausir við yfirborðsfals.“ En þar með eru íslenskar konur ekki sloppnar því Hans Kristján bendir á að konur hér á landi séu bældar engu að síður en íslenskir karlmenn. Þær séu þrátt fyrir allt ekki til- búnar til að tala um tilfinningar sínar fyrr en komið er út í mjög náin kynni. „Ætli að það sé ekki rétt að segja að bæði konur og karlar séu jafnfeimin þegar að samskiptum við hitt kynið kemur. Það liggur alltaf einhver spenna í loftinu sem þarf að yfirstíga. Þegar maður hins vegar kemst í tengsl við þá manneskju sem býr undir yfirborðinu kemur í ljós búnt tilfinninga og drauma.“ Sjálfur vill Hans Kristján flokka sig með mjúkum mönn- um þótt hann segist geta verið ansi hreint harður í horn að taka þegar því er að skipta. „Ég á mér yfirleitt einhverjar fyrirmyndir því það er alltaf einhver sem mér finnst þess virði að líkjast. Ég geri mér hins vegar ekki grein fyrir því SIGURÐUR SNÆVARR AÐ HALDA I Jigurður Snævarr hagfræðingur er kvæntur tveggja barna faðir. Hann starfar við Þjóðhagsstofnun en hefur þess fyrir utan fengist við kennslu í Háskóla ís- lands. Sigurður hefur líkt og margir jafnaldrar hans þurft að horfast í augu við þá staðreynd að kona hans er í ábyrgðarstöðu. Að slík staða komi upp hefði fyrir fáeinum áratugum verið næsta óhugsandi. „Þótt einkennilegt kunni að virðast finnst mér stundum eins og í raun hafi afskaplega lítið þokast í þá átt að breyta hefðbundinni hlutverkaskipt- ingu kynjanna,“ segir Sigurður og bendir á niðurstöður til- tölulega nýlegrar könnunar sem sýnir að um 45 prósent ís- lenskra karlmanna sinnir heimilisstörfum í litlum mæli. Að sögn Sigurðar eru heimilisstörfin óskaplegt deiluefni á heimili hans, en bætir við að hann telji sig inna sinn skerf af hendi engu síður en kona hans Bera Nordal, forstöðumaður Listasafns Islands. Sigurður bendir á að merkja megi vissar sveiflur síðustu áratugina í afstöðu fólks til kynhlutverka. Þannig sé aftur farið að gera meira úr þeim mun sem er á kynjunum. Kon- ur séu uppteknari en áður af kynímynd sinni og karlmenn ef til vill einnig. „Meðan ’68 kynslóðin var og hét hefði ekki nokkur maður látið út úr sér að hann stundaði líkamsrækt. Nú þykir það hins vegar ekki nema sjálfsagður hlutur.“ Að mati Sigurðar eru konur í dag yfirleitt kvenlegar. „Ég gæti talið upp fjöldann allan af ytri einkennum sem mér þykja kvenleg eins og það að ganga í pilsi. I mínum huga liggja þessi atriði þó í augum uppi og eru þar af leiðandi ekki 46 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.