Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 29

Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 29
Austanmenn streyma langt að til að versla í Vestur-Berlín. Hár bíða langsveltir Pólverjar við vöruhúsið Aldi, þar sem þeir ætla að svala þrá sinni eftir vestrænum neysluvörum. svo fáar að ekki þýðir að hringja milli austurs og vesturs nema helst á næturnar. Þessar tengingar verða þó leikur einn hjá því að samræma atvinnuhætti, lög og lífsstíl. Gleði Þjóðverja er því kvíða blandin. Þeim finnst stjórnmálamenn hafi farið of geyst, ekki gefið þjóðarhelmingunum tveimur næði til að gróa eðlilega saman. „Yfirvöldin skelltu sameiningunni yfir al- menning rétt eins og Bismarck þegar hann sameinaði þýsku furstadæmin 1871. Um örlög einstaklinga er ekki skeytt," segir rithöfundurinn Giinther Grass. Aðrir líkja sameinaðri Berlín við tvíhöfða þurs, þar sem hausarnir eigi fátt sameiginlegt annað en báðir tala þýsku. llt frá stríðslokum hafa borgarhlutarnir tveir þróast í gjörólíkar áttir. íbúar Vestur-Berlínar voru kannski þeir frjáls- lyndustu í Þýskalandi öllu. Stjórnmálamönnum var mjög í mun að viðhalda byggð í þessari umsátursey í Rauða- hafinu og gerðu margt til að laða fólk þangað. Til dæmis þurftu íbúar Vestur-Berlínar ekki að gegna herskyldu (en við sameininguna komst hún aftur á). Einstæðar mæður njóta þar hærri styrkja en annars staðar og barnaheimili hafa verið til- tölulega mörg, þótt enn skorti dagvistarrými fyrir þrjátíu þús- und börn. í Vestur-Þýskalandi vantar alls dagheimili fyrir hálfa milljón barna. Vestur-Berlín varð griðastaður þeirra sem vildu fara eigin leiðir, lifa öðruvísi en fjöldinn. Margs konar gildi hafa dafnað hér hlið við hlið. Kynhverft fólk sætir ekki aðkasti, listamenn una sér vel og mikið er um útlendinga. Einkum eru Tyrkir áberandi og skyndibitavagnar þeirra, imb- issarnir, sjást um alla borgina. Götumyndin er fjölbreytt, því dyttað hefur verið að gömlum byggingum jafnhliða tilraunum með nýja stíla. Ein fegursta nýbyggingin er hljómleikahöll sin- fóníunnar við Tiergarten, gædd svífandi yndisþokka eins og listin sem hún hýsir. I Austur-Berlín varð annað uppi á teningnum. Þar þreifst ekki fjölbreytni heldur var lagt ofurkapp á að steypa alla í sama mót og þurrka út flest sem vitnaði um persónulega tján- ingu. Utlendingar voru'illa séðir - nema helst sem tímabundn- ir gestir við háskólana þar sem þeim voru kynnt marxísk fræði. Oskaplega orka fór í eftirlit og bælingu, því góður þegn átti að vera hlýðinn og frumkvæðislítill. Borgarhverfin eru miklu einlitari en vestan megin. Mikið af gömlum húsum var jafnað við jörðu og í staðinn risu ótal verkamannablokkir, skrautlausar og hver annarri keimlíkar. Ætlunin var að skapa nýja veröld, betri og réttlátari en áður hefði þekkst og sem tákn fyrir hana var reistur firnahár sjónvarpsturn við hið forn- fræga Alexanderplats, Efst á honum trónir kúlulaga veitinga- hús sem sést um alla borgina, og snýst einn hring á klukku- stund. Tilraun kommúnista til að skapa fegurra mannlíf en áður hefði þekkst snerist í flestu upp í andhverfu sína. Nýr tími hélt aldrei innreið sína í Austur-Berlín. Þess í stað er engu líkara en þar hafi verið reynt að snúa klukku tímans aftur á bak og furðulegt tregðulögmál hafi tekið völdin. Eftir sameininguna finna hinar sextán eða sautján milljónir Austur-Þjóðverja sárt til vanmáttar gegn sextíu milljónum Vestur-Þjóðverja sem allt virðast kunna og geta betur en þeir. „Við erum vondu Þjóðverjarnir, syndaselirnir, hjá okkur hef- ur allt verið ómögulegt,“ segja austanmenn. Skopteiknarar blaðanna sýna feitan og rjóðan Vestur-Þjóðverja sem faðmar að sér horaðan og fölan Austur-Þjóðverja . . . og sýnist frem- ur ætla að kremja hann en hlúa að honum. Hætt er við að fög- ur orð um lýðræði reynist innantóm þegar Austur-Þjóðverjar fara að keppa við landa sína um vinnu á frjálsum markaði. Starfsþjálfun þeirra og vinnumáti er óralangt frá því að upp- fylla kröfur nútíma tækniþjóðfélags. Einkum óttast þeir eldri að þeirra bíði ekki annað en verða ófaglært láglaunavinnuafl líkt og Tyrkir og arabar voru fyrir skemmstu. -^lesta þegna alþýðulýðveldisins þyrfti að endurhæfa. £ Bifvélavirkjar kunna einungis að gera við Trabanta, B tannlækna skortir nýtísku bora. Lítil saga um skóla- /7 kerfið: Mér var sagt að í Humboldt háskólanum for- t nfræga væru aðeins þrjár ljósritunarvélar, allar læstar # inni og lyklarnir geymdir í menntamálaráðuneytinu. Kennarar þurfa að skipta um stíl og þá ekki síður þjón- ar. Þeir voru frægir fyrir að meina fólki aðgang að veit- ingastöðum þótt þar sýndist allt galtómt. Svo eru þeir sem þegar hafa misst vinnuna, eins og þeir mörgu sem unnu fyrir öryggislögregluna Stasi og höfðu lifibrauð af njósnum, eða þeir sem hljóta að missa hana þegar eftirlitsstörfum fækkar. > HEIMSMYND 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.