Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 99

Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 99
Þegar Gauguin kom í Gula húsið hafði hann með sér eitt af málverkum Emile Bernard sem var af konum og börnum í Bretaníu. Vincent varð svo hrifinn af þessu verki að hann málaði eintak af því sjálfur og skapaði síðan sjálfstætt verk af fólksmergð á dansleik undir þessum áhrifum. NÆTURKAFFIÐ OG ÁHRIFIN Meðan allt lék í lyndi hjá Vincent og Gauguin í Gula húsinu máluðu þeir stundum sömu fyrirmyndirnar. Aður en Gauguin kom til Arles hafði Vincent skemmt sér við það að mála Kaffihús nœturinnar (La Cafe de Nuit) þar sem drykkjurútar, vændiskonur og aðrar tirj- ur gátu eytt nóttinni ef þær fundu ekki annan betri stað. í þessari mynd notar Vincent eiturgræna og æpandi rauða liti til þess að leggja áherslu á það að þetta sé staður þar sem menn geta eyðilagt sjálfa sig í nautnalífi og misst vitið. Mál- verkið er því fullkomin andstæða hinnar frægu og vinsælu myndar Vincents af svefnherbergi hans í Gula húsinu sem var máluð skömmu seinna og átti að sýna hvar hægt væri að öðlast hvíld og heilbrigða endurnæringu. Vincent hafði gengið illa í Arles að fá konur til að sitja fyrir hjá sér, ekki síst vegna þess að fólk leit þennan einkenni- lega, skapmikla, sjálfstæða og tötralega einfara hornauga. Konurnar í Arles eru i taldar með eindæmum fagrar og Vincent var því himinlifandi þegar kvennamann- inum Gauguin tókst að lokka eiginkonu eiganda Kaffihúss nœturinnar, frú Gin- oux, til að sitja fyrir. Þeir máluðu hana samtímis frá sitt hvoru sjónarhorninu í Kaffihúsi nœturinnar og sögðust ætla að gera ódauðlegar myndir af henni. Hún trúði því mátulega, en þeir vissu hvað þeir sungu. I bakgrunninum á mynd Gauguins af frú Ginoux má sjá hermann frá Alsír sem Vincent hafði málað mynd af og einnig póstmanninn frá Arles, drykkjubolta mikinn og vin Vincents, sem hann hafði einnig málað. Upp frá þessu urðu frú Ginoux og Vincent góðir vinir því þau höfðu nefni- lega sama djöful að draga: þunglyndið. Enda mála báðir málararnir hana í hinni sígildu stellingu hins þunglynda: með hönd undir kinn. Enn frægari mynd gerði Vincent af öðrum þunglyndis- sjúklingi með hönd undir kinn: Dr. Gachet, sem var síðasti læknirinn er stundaði Vincent. Sú mynd er nú ein dýrasta mynd í heimi. En Vincent lét sér ekki nægja að mála frú Ginoux á eigin spýtur. Hann hreifst svo af mynd Gaugu- ins af frú Ginoux að hann málaði hana eftir fyrirmynd frumteikningar sem Gauguin skildi eftir er hann flúði frá Ar- les. HRÆÐSLAN VIÐ GEÐVEIKINA Hlýju Vincents í garð Gauguins má hvar- vetna lesa í samskiptum þeirra. Hins vegar verður ekki vart neinnar hlýju frá Gauguin í garð Vincents. Þegar Emile PARFUM pour FEMMES OOP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.