Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 28
austsólin skín á leirgula göngubraut. Geislar hennar
M leika um leifar af háum steinsteyptum múr með lit-
M ríkum teikningum. Fólk klifrar upp á veggrústirnar,
M/ ; i lemur úr þeim flísar, tekur myndir hvert af öðru
M gegnum göt á þeim. Kaupahéðnar sitja við borða-
M •p' skrifli og selja rauða fána með myndum af Lenin og
austur-þýsk herforingjakaskeiti, skreytt hamri og kvarða, við
vægu verði. Þessi valdatákn sem fyrir skömmu vöktu ugg og
ótta eru nú ekki annað en aðhlátursefni og barnagaman. Sic
transit gloria mundi!
Fyrir ári var hér óhugnanlegra um að litast. Múrinn hlykkj-
aðist utan um Vestur-Berlín nærri fimmtíu kílómetra langur,
líkt og ókleifur virkisveggur. Handan hans voru háar gadda-
vírsgirðingar, en milli þeirra og múrsins allbreitt óbyggt svæði.
Einskis manns land, baðað í kastljósum svo varðmenn með
hunda og byssur gætu hindrað að nokkur kæmist þar lifandi
yfir. Það tókst þó sumum, með neðanjarðargöngum og loft-
belgjum, í vélarrúmum og farangursgeymslum bfla eða á
heimasmíðuðum flugdrekum. Minjar um alla þá hugkvæmni
eru varðveittar á safninu Checkpoint Charlie,
við Friedrichstrasse, þar sem áður var þröngt
hlið milli bandarísku og rússnesku hernáms-
svæðanna. Þar er einnig líkan af múrnum
með hátt í tvö hundruð litlum krossum, til
minningar um þá sem voru skotnir til bana á
flótta. Ennfremur fjöldi listaverka sem hylla
frelsi og mannúð um alla veröldina.
Berlín var varla annað en sveitaþorp þang-
að til Friðrik mikli hóf hana til vegs á seinni
hluta 18. aldar. Hún er ung í samanburði við
aðrar stórborgir álfunnar, Róm, London,
París, jafnvel Kaupmannahöfn. Samt, eða
kannske einmitt þess vegna, er hún margar
borgir í einni, endurspeglar mörg tímaskeið
og örlagasveiflur. Risaleikhús þar sem slitur
af tjöldum Evrópusögunnar gægjast alls stað-
ar fram. Hér glumdu göturnar af sigurópum
nasista uns sprengjuregn Bandamanna lagði
heimsveldisdrauma þeirra í rústir. Lögreglur-
íki kommúnista hefur rétt runnið sitt skeið á
enda og nýr þáttur er þegar kominn á fleygi-
ferð á sviðinu, tímabil neysluþjóðfélags,
markaðshyggju, sölumennsku, tjáningar- og
ferðafrelsis.
Þessa stundina er Berlín iðandi af mönnum
með svartar sýnishornatöskur sem halda austur yfir borgar-
mörkin í markaðaleit, og af fólki sem streymir vestur yfir til
að kaupa alls konar varning. Austur-Þjóðverjar eru auðþekkt-
ir á léreftspokunum sínum, því hingað til hafa þeir farið var-
hluta af plastpokagnægð okkar hinna. Þeir veifa krítarkortum
sínum ótt og títt, en æðsti draumurinn er vestrænn bíll. Aður
máttu þeir bíða í tíu ár eftir Trabant, enn lengur eftir Lödu.
Margir koma til að setjast að vestan megin, ekki aðeins
Þjóðverjar heldur einnig Pólverjar, Tékkar, Rúmenar og sí-
gaunar, en ofsóknir á hendur þeim síðasttöldu hafa blossað
upp eftir hrun kommúnistastjórnanna, einkum í Rúmeníu.
Oft má sjá fólk bera aleiguna með sér í skjóðum og töskum.
Skortur er orðinn á húsnæði. Dæmi eru um að heilar fjöl-
skyldur hírist í einu herbergi, og hótel verður að panta með
fyrirvara. íslensk fjölskylda sem hingað skrapp í sumar fékk
hvergi næturgreiða og varð á endanum frá að hverfa og aka
alla leið til Hamborgar til að fá gistingu. Leiga hefur líka rok-
ið upp, ekki síst á verslunarhúsnæði. Vestræn fyrirtæki aug-
lýsa grimmt eftir vörugeymslum í Austur-Berlín, svo þær eru
að verða jafndýrar og í Frankfurt og öðrum helstu viðskipta-
borgum vestan megin. Þá er einnig talsvert um að Vestur-
Berlínarbúar sækist eftir að fá að leigja og endurbyggja gömul
ættaróðöl eða villur í Austur- Berlín, sem staðið hafa auðar
um árabil, vanhirtar og niðurníddar.
Víða þar sem múrinn gnæfði áður má nú sjá verkamenn
önnum kafna við að tengja götur og neðanjarðarbrautir milli
borgarhlutanna. Næst verður símakerfið endurbætt. Línur eru
Löngu áður en múrinn féll
var vesturhlið hans þakin
myndskreytingum þekktra
sem óþekktra listamanna.
Væri hægt að opna múrinn með rennilás? (mynd: Heidi Barthelmai)
Gamall maður viðrar hundinn sinn á borgarmörkum. Vinstra
megin sést greinilega gul göngubrautin, þar sem múrinn stóð
áður. f baksýn er sjónvarpskúlan við Alexanderplatz, sem átti
að vera tákn um sæluríki kommúnismans.
28 HEIMSMYND