Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 94

Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 94
„Hún er mjög heil og hrein og þrátt fyrir að hafa verið með sama manninum í sjö eða átta ár er hún einhvern veginn svo ósnortin. “ mm Valdís Gunnarsdóttir útvarpsmaður og María Ellingsen leikkona. pphaflega kynntumst viö María þannig að hún var í sambúð með vini mínum. í beinu framhaldi af því buðum við hvert öðru heim í mat og annað slíkt. Svo fór hún ásamt nokkrum öðrum að setja upp leikrit eftir Sam Shephard, sem bíómynd var gerð um og kölluð Fool for Love, en leikritið var nefnt Sjúk í ást í uppfærslunni hérna. Við fórum nokkur saman á eina sýn- inguna og þrátt fyrir að ég sé ekkert sérlega hrifin af leik- húsum á Islandi, finnst leikhúsfólk dálítið fast í Lilla klifur- mús og þeim stjörnum, heillaði þetta verk mig ótrúlega. Þetta var vel gert og auk þess náðu þau að halda sögunni svo ótrúlega vel að ég tók það að mér að hefja þau til lofts í útvarpi. Bæði var það að þetta var lítill leikhópur sem hafði litla peninga, þau voru að gera þetta alveg sjálf, og ég held að það hljóti að vera erfitt að vera ungur leikari á Islandi og reyna að koma sér áfram. Svo ég sagði frá því hversu vel mér þótti þeim takast til og upp frá því fórum við María að hittast oftar. Svo skildi hún við þennan vin minn og við byrjuðum að fara tvær saman út að borða og urðum mjög nánar. Hún er mjög heil og hrein og þrátt fyrir að hafa verið með sama manninum í sjö eða átta ár er hún einhvern veg- inn svo ósnortin. Hún er dálítið mikið leitandi inn á við og hjálpar manni til að átta sig á því hver maður sjálfur er. En þessi vinátta byggist ekki á því að fara út að skemmta sér eða þess háttar, heldur er þetta meira fólgið í því að tala saman. Hún hefur bent mér á ýmsar leiðir sem mér hefur þótt gott að fara og í dag er hún mér mjög ofarlega í huga. í>að sem mér líkar einna best við hana er að hún tekur ekki beina afstöðu, heldur er alltaf hlutlaus og leyfir manni að njóta sín sem persónu. Hún hvetur mann alltaf áfram þegar sjálfstraustið er lítið. Það er sérstaklega mikilvægt þegar maður vinnur á jafnopnum miðli og útvarpi og er þrjá til fjóra klukkutíma á dag í útsendingu. Þá er maður mjög viðkvæmur og búinn með allt sem hægt er að gefa. Hún María er svo heil og auðvelt að umgangast hana. Ég öfunda hana á vissan hátt fyrir að geta verið svona mik- ið ein með sjálfri sér. Mér finnst oft eins og hún þarfnist einskis. Við erum mjög ólíkar. Ég er með reikulan huga og vil skoða allt og hafa fullt af fólki í kringum mig. Þegar við förum saman út að borða vil ég alltaf snúa þannig að ég geti skoðað fólkið sem kemur inn en hún snýr alltaf baki í allt. Hún vill aftur á móti bara vera með mér og tala um eitthvað sérstakt, þannig að hinir skipta hana ekki máli. Það sem einkennir góðan vin er traust. Þú segir kannski ekki alla hluti við þann sem er þér næstur, til dæmis sam- býlismann eða börn, heldur átt frekar eina og eina stund með einhverjum besta vini þínum og þú vilt ekki að það fari neitt lengra. Fólk á orðið svo lítið einkalíf. Það eru all- ir að fylgjast með því sem náunginn aðhefst. Það sem mér finnst skipta höfuðmáli er að hægt sé að treysta fólki. 94 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.