Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 10

Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 10
HEIMSMYND UPPLJÓSTRANIR MEDECIN ATTI MARGA VINI.. . OLI Þ. SENDIHERRA? Albert Guömundsson undirritar heiðursskjal sem 21. heiðursborgari Nice. Athöfnin fór fram í hátíðarsal borg- arinnar að viðstöddum borgarfulltrúum og fleiri gestum. Brynhildur, eiginkona hans, stendur vinstra megin við hann en Jacques Médecin er lengst til hægri. VAFASAMUR HEIÐUR Ibúum borgarinnar Nice í Suður-Frakklandi fannst þeir illa sviknir þegar það fréttist að borgarstjórinn þeirra, Jacques Médecin, hefði sagt af sér símleiðis á ferðalagi í Japan fyrir nokkrum vikum. Médecin, sem hafði gegnt borgarstjóraembættinu í 25 ár, var búinn að skipuleggja flótta sinn og fluttur til Argentínu þegar fréttirnar fengust staðfestar. Flótti Médecins undan skattayfirvöldum og yfirvofandi ákærum um valdamisferli batt enda á sextíu ára veldi Médecinættarinnar í Nice. Faðir hans, Jean Médecin, komst til valda á þriðja áratugnum og ríkti í 25 ár, sem fyrir- greiðslupólitíkus. Sonurinn Jacques lét fáa vita af fyrirhuguðum flótta sínum. Vinir hans voru ekki látnir au parfum, finna lyktina af fyrirætl- ununum. Einn kunningja hans er sendiherra Is- lands í París, Albert Guðmundsson. En Médecin gerði hann að 21. heiðursborgara Nice fyrir nokkrum árum. Albert bjó þar um margra ára skeið, eins og kunnugt er, þegar hann var í atvinnumennsku í fótbolta. Médecin átti marga vini, segir breska blaðið Guardian, og mörgum finnst þeir illa sviknir núna. „Eg græt vegna borgarstjórans míns í Ar- gentínu," segir einn þeirra. Peir sem eru reynd- ari r pólitík þykjast hins vegar vart þekkja hann. Fyrir utan opinberar ákærur er Médecin ásakaður um náin tengsl við undirheimana en slík öfl eru sterk á frönsku Rívíerunni og hafa verið í aðstöðu undanfarna áratugi til að koma ár sinni vel fyrir borð. Nice er fimmta stærsta borg Frakklands. Uppbygging og framkvæmdir hafa verið miklar í tíð Médecins og er borgin rekin með miklum halla. Ekki hafa fengist skýringar á miklum Médecin á Rívíerunni með seinni eiginkonu sinni, llene, sem hann sagði að væri svo rík að þau hefðu getað keypt villu í Beverly Hills þótt launin hans væru undir skattamörkum. fjárútgjöldum og þegar fjármálayfirvöld gerðu rannsókn á fjárreiðum borgarstjórans fyrir ári komu á daginn miklar fjárfestingar hans í Am- eríku, sem hann hafði enga grein gert fyrir. Launin sem hann gaf upp voru svo lág að hann hafði ekki greitt skatta frá 1980. Síðari eigin- konu sinni, Ilene Graham, kvæntist hann fyrir tólf árum og kynnti hana fyrir betri borgurum Nice sem ameríska auðkýfingsdóttur og átti það að vera skýringin á mikilli villu sem hjónin áttu í Beverly Hills í Kaliforníu. Vitað er að frúin átti sjálf hvorki eignir né auðuga fjöl- skyldu. En hún lýsti því hins vegar yfir að hún væri hægri sinnaðri en Attilla Húnakóngur. Skattayfirvöld hafa nú lagt fram bakreikning á hendur Médecin sem hljóðar upp á fimmtán og hálfa milljón franskra franka. Médecin borgarstjóri hafði lengi verið undir smásjánni hjá skattayfirvöldum sem höfðu í huga aðferðirnar sem A1 Capone var beittur á sínum tíma. En það tókst loks að koma honum bak við lás og slá á skattsvikaákærum. Médecin hefur hins vegar sloppið hingað til. Rithöfund- urinn Graham Greene, sem býr í Antibes fyrir utan Nice, olli miklum hávaða 1982 þegar hann sakaði Médecin um að vera ábyrgan fyrir starf- semi helstu glæpasamtaka Frakklands þar sem hann veitti þeim vernd til að starfa. Médecin skipti oft um stjórnmálaskoðanir á ferli sínum en hann sat á þingi í 21 ár. Undir lokin var hann orðinn öfgasinnaður hægri mað- ur og stuðningsmaður þjóðernisflokks Jean- Marie Le Pen. Flótti borgarstjórans til Suður-Ameríku var undirbúinn með löngum fyrirvara. Hann studdi kosningabaráttu perónista í Argentínu með dyggum fjárútgjöldum og var orðinn góðvinur núverandi forseta, Carlos Menem, áður en hann fluttist þangað. MARGIR UM HITUNA Tveir íslenskir sendi- herrar, þeir Haraldur Kröyer og Hörður Helga- son, láta af störfum innan skamms. Haraldur hóf störf hjá utanríkisþjónust- unni árið 1945. Hann var skipaður sendiherra ís- lands í Stokkhólmi þann 1. janúar 1970 en gegnir nú embætti í Noregi. Har- aldur lætur af störfum 1. febrúar næstkomandi. Hörður Helgason sendi- herra, sem nú er staðsett- ur í Kaupmannahöfn, mun hætta störfum af heilsufarsástæðum innan tíðar. Hörður gekk til liðs við utanríkisþjónustuna árið 1948 og hefur síðan gegnt fjölda embætta á vegum hennar. Margir eru um hituna eins og jafnan þegar eftir- sóttar virðingarstöður losna. Einn þeirra sem hvað fastast ku hafa sótt að hljóta sendiherranafn- bót er sjálfur dómsmála- ráðherrann, Oli P. Guðbjartsson. Talsverður urgur er þó meðal starfs- liðs utanríkisráðuneytisins vegna ásælni stjórnmála- manna í sendiherrastöð- ur. Gjarnan er þá bent á að það sé bæði óeðlilegt og ósanngjarnt ef litið sé á sendiherraembætti sem einhvers konar elliheimili fyrir stjórnmálamenn eða aðra. Þeir sem starfað hafi að þessum málum í áraraðir, eins og starfs- menn utanríkisráðuneyt- isins, hljóti að öllu jöfnu að teljast öðrum hæfari til að gegn þessum ábyrgðar- stöðum. 10 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.