Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 50

Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 50
HERMANN GUNNARSSON I TAKT VIÐ TILFINNINGARNAR _ ermann Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður, far- g arstjóri og lífskúnstner, er í augum margra i kvenna hinn dæmigerði sjálfsöruggi og sjarmer- \ andi maður sem fáar konur fá staðist. Sjálfur seg- M/ M ist hann hins vegar vera feiminn í návist kvenna § þó hann víli ekki fyrir sér að standa fyrir framan alþjóð og láta gamminn geysa í beinni útsendingu. „Nú orð- ið er ég tiltölulega fljótur að yfirvinna þessa feimni,“ segir hann. „Ég ber mun meiri virðingu fyrir konum en ég gerði hér áður fyrr og lít þá á þær fyrst og fremst sem manneskjur. Útlitið er ekki lengur það sem helst heillar mig í fari konu, þó vissulega ætli ég ekki að neita því að útlit skiptir máli. Það er hins veg- ar fyrst og fremst sú manneskja sem að baki býr sem ég er að leita eftir.“ Hermann hefur ólíkt mörgum öðrum þeim mönnum sem við þekkjum af skjánum talað óspart um tilfinningar og önnur þau málefni sem til skamms tíma þótti ekki sæma sönnum karl- mönnum að ræða. „Að mínu mati fer það saman að tala um tilfinning- ar sínar og að vera karlmannlegur. Ég hef ekki nokkrar minnstu áhyggjur af því að missa karlfmynd mína þó að ég láti tilfinningar mín- ar í ljós í stað þess að liggja á þeim eins og ormur á gulli. Að mínu mati er það hreint alls ekki karlmannlegt að byrgja tilfinn- ingar sínar inni.“ Hermann er mjög rómantísk- ur inn við beinið. „Ég myndi gefa konu rósir hvar og hvenær sem er ef ég fyndi hjá mér löngun til þess. Ég hef mjög gaman af því þegar ég get komið vel fram við konur. En það að koma vel fram við konur er hins vegar ekki hluti af karlímynd minni heldur hluti af sjálfsvirðing- unni. Það gefur mér mikið að geta spjallað við konu og sýnt henni kurteisi án þess að vera með neinn leikaraskap." Hlutverkaskipting á heimilum hefur í seinni tíð vafist fyr- ir mörgum og eru sumir karlmenn meiri jafnréttissinnar í orði en á borði. Hermann kveðst ekkert sjá því til fyrir- stöðu að karlar taki til hendinni á heimilinu til jafns við konur. „Annars tel ég allt tal um jafnrétti inni á heimilinu bull því þar er um tvo vini að ræða sem komast að sam- komulagi um að gera hlutina eins og best hentar en ekki samkvæmt kenningum fólks úti í bæ. Ég vil að konan sé fyrst og fremst vinur minn, ekki mér undirgefin. Ég þarf miklu heldur konu sem sparkar í rassinn á mér þegar ég er latur og leiðinlegur." Karlmenn hafa lengi lagt sig í líma við að hlífa eyrum kvenna við hvers kyns klúryrðum. Hermann hefur hins veg- ar sannreynt að þetta er misskilin tillitssemi. Tvívegis lenti hann í þeirri aðstöðu að vera að skemmta gríðarstórum kvennahópum, fimm hundruð konur voru í salnum í hvort skiptið. Honum til mikillar undrunar linntu þær ekki látum fyrr en hann hafði látið fjöldann allan af klúrum bröndurum vaða og það mun svæsnari en þeir sem hann hafði kryddað sambærileg karlakvöld með. „Þegar öll kurl eru til grafar komin held ég að mér sé óhætt að segja að ég hagi mér ekk- ert öðruvísi í návist kvenna en karla.“ Að vel ígrunduðu máli bendir hann þó á að sennilega eigi hann auðveldara með að ræða hrein- skilnislega við kon- ur um tilfinningar. „Ég held að karl- ímyndin sé miklu meira á reiki en kvenímyndin. Það er til dæmis afar sjald- gæft að karlar ræði sín á milli um karl- mennsku. Fyrirmynd- irnar, sem oft eru fengnar úr kvikmyndum eða poppheiminum, eru í mörgum tilvikum löngu dauðar eða illa farnar á sál og líkama." Samband milli karl- mennsku, stælts líkama og hvers kyns íþróttaiðkana hefur lengi þótt sjálfgefið. Hermann lagði stund á íþróttir árum saman og var lengi einn landsliðsmanna okkar í fótbolta. Að eigin sögn taldi hann sér lengi vel trú um að íþróttaiðkun og karlmennska væru nánast eitt og það sama. „Þetta reyndist hinn mesti misskilningur. Það að púla daginn inn og daginn út í íþróttum átti ekkert skylt við karlmennsku mína. Ég sé nú að ég var í einhvers konar hetjuleik þar sem ég reyndi eftir fremsta megni að byrgja tilfinningar mínar inni og leika einhvern allt annan en ég í raun er.“ Föðurhlutverkið er Hermanni mikils virði og hann segist ekki kæra sig um að vera börnum sínum einhver hetjuí- mynd úti í bæ eins og oft vill verða hlutskipti „umgengnis- feðra“. „Ég vil þurfa að takast á við uppeldismálin,“ segir hann. Framfærsla fjölskyldu var til skamms tíma alfarið í höndum karlmanna. Hermann bendir á að enn hvíli krafan um að standa sig á þeim vettvangi þungt á karlmönnum. „Margir telja sig mikil karlmenni vegna þess að þeir skaffi vel til heimilisins. Að mínu mati er þetta hæpinn mæli- kvarði á karlmennsku.“ 50 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.