Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 62

Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 62
nú er í samningum. Þær þurftu því stundum að millilenda til eldsneytistöku og áhafnahvíldar og Flugleiðir að setja farþegana á hótel á meðan. Loks féllust Flugleiðir á að áhafnaskipti færu fram á Spáni. Það hefur að vísu aukakostnað í för með sér, en þó mun minni, en ef oft þarf að vista farþega á hótelum í milli- lendingu. Oánægja farþeganna, sem eru óðfúsir' að ná heim á áætluðum tíma, vegur líka þungt. Hins vegar hafa fjöl- miðlar tilhneigingu til að skella skuldinni eingöngu á einstrengingsskap flug- manna, sem alltaf séu að reyna að stytta þann stutta vinnutíma, sem þeir séu skyldir til að inna af höndum. Annar vandi sem Russell Miller nefnir og valdið hefur allmikum deilum milli flugmanna, flugyfir- valda og flugfélaga er flug tveggja hreyfla véla með tveggja manna áhöfn yfir Atlantshafið og á öðrum lengri flug- leiðum, svo sem frá Bretlandi til Astra- líu. Miller fullyrðir að gamalreyndir flug- menn, vanir fjögurra hreyfla vélum, mundu aldrei fara með fjölskyldu sína sem farþegar yfir Atlantshafið á tveggja hreyfla vélum. Ronald Ashford, öryggis- málastjóri bresku Flugmálastjórnarinn- ar, segir að slíkar áhyggjur komi aðeins frá flugmönnum sem hafi vanist fjórum hreyflum nánast sem náttúrulögmáli. HVERJIR FLJÚGA ELSTU FLUEVÉLURUM? „Flugmenn, sem flogið hafa allan sinn feril á tveggja hreyfla vélum, hafa gagn- stæðar skoðanir á þessu,“ segir hann. Framfarirnar hafa verið svo gífurlegar, segir hann, að flestir flugmenn munu ljúka ferli sínum án þess að hafa nokk- urn tímann þurft að bregðast við vélar- bilun, nema í flughermi eða við þjálfun. „Það var fyrst eftir langa reynslu af ein- stökum áreiðanleika, sem við leyfðum langleiðaflug tveggja hreyfla véla. Við erum að tala um hreyfilstöðvun, sem gerist sjaldnar en einu sinni á hverjum 30 Flugvélar Á flugi yfir Hawaii 28. apríl 1988 rifnaði þakið af Boeing 737 þotu frá Aloha Airlines. Við fall á loftþrýstingi, sem þessu fylgdi, sogaðist ein flugfreyjanna út úr vélinni og beið bana og sjö farþegar særðust alvarlega, en eins og fyrir kraftaverk tókst að lenda vélinni átján mínútum síðar, án þess að hún liðaðist sundur. Með þessum dramtíska hætti hélt hin ellimóða þota innreið sína á svið loftsamgangna. Þangað til höfðu fæstir flugfarþegar gert sér rellu út af aldri farkosts síns. Almennt var talið að alþjóðlegar eftirlitsstofnanir gerðu svo harðar kröfur um viðhald og eftirlitsaðgerðir, sérstaklega sniðnar til þess að uppgötva og hindra samskeytaþreytu og tæringu, að útilokað væri að slíkir gallar slyppu framhjá árvökulum augum sérfróðra eftirlits- og viðgerðarmanna. . Flugvél Aloha flugfélagsins númer N73711 breytti því áliti. Það kom í Ijós að hnoð, sem héldu tveim hlutum bolsins saman, höfðu brostið og saumarnir gefið sig. Ástæðan: Tæring og málmþreyta. Vélin var nítján ára gömul og átti 89.680 flugtök og lendingar að baki. Áætluð ending hennar við hönnun var 75 þúsund flugtök og lendingar. En aldur hennar var eng- an veginn óvenjulegur. Sama ár birti Boeing tölur sem sýndu að 558 vélar frá þeim voru enn á ferli með meira en tuttugu ára upphaflega „áætlaðar, hagstæðar endingarlíkur". þaö er einkum þrennt sem gerir út um að tryggja það að flugvél sé ör- ugg til flugs: Loftferðaeftirlit sem gefur út skírteini um flughæfni loftfars, flugvélaframleiðandinn sem gefur út tæknileg fyrirmæli um viðhald, eftirlit og skipti á varahlutum og flugfélagið sém ber að fara eftir fyrirmælum framleiðandans. í umræddu tilfelli, N73711, hafði viðhaldskerfi Aloha-flugfélagsins verið verulega ábótavant. Loftförum þess var slitið út á stuttum hoppferðum milli eyja í tærandi, saltmettuðu andrúmslofti, en eftirlit með tæringunni var alls ófullnægjandi. Boeing hafði ekki gert bandarísku flugmálastofnuninni, FAA, viðvart þótt því væri kunnugt umLþessa ágalla á þjónustu Aloha. Samfara skorti um allan heim á nýjum flugvélum og þar af leiðandi ald- urshnignun flugflotans, uppgötvuðu menn nú of seint að vaxandi fjöldi ellimóðra flugvéla hlyti að valda vanda sem hingað til hafði sloppið hjá sjónum manna - eins og sá að skoða 70 þúsund hnoð, hnoð fyrir hnoð, á öðrum vélum sem komnar voru til ára sinna. „Við erum ekki lengur þeirrar skoðunar að endalaust sé hægt að treysta á eftirlit, eftir að loftför fara að nálgast lokin á upphaflega áætluðum end- ingartíma," segirTom Swift hjá bandarísku Flugmálastofnuninni. „Viðtelj- um brýnt að ákveða þann tímapunkt, þar sem byrja verður að skipta um hluti í vélunum." Nýlega hafa menn haft sérstakar áhyggjur af fyrirbæri sem kallað er margblettaskemmd (á ensku multi-site damage, MSD), en þá er átt við hárfínar sprungur sem myndast aftan við hnoðaraðirnar og rifna svo upp eins og pappírsblað. MSD var greint sem orsök að hrapi japanskrar Boeing 747 árið 1985 þegar 520 farþegar létu lífið. ísland hefur gott orð á sér á alþjóðavettvangi fyrir viðhald og opinbert eftirlit. Það var meginstyrkurinn fyrir velgengni Flugleiða og Arnarflugs í leiguflugi á sínum tíma, að erlendis treystu menn skoðunarvottorðum og skírteinum opinberra yfirvalda. Meiriháttar skoðanir verða þó að fara fram erlendis. Bretar gera nú kröfu um þreytupróf á öllum flugvélabolum og áttu frumkvæði að hugmyndinni um reglulega endurskoðun burðargrindar til að finna væntanlega misbresti á frumstigi. Samt sem áður viðurkennir Robert Ashford flugöryggismálastjóri að betur hefði mátt gera. „í framtíð- inni verður eftirlitið harðara og nákvæmara og meiri áhersla lögð á kröfur um að skipta um stóra hluta í burðargrind og klæðningu." sem rifna 62 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.